Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 14
anum mjög til framdráttar og von- andi þeim á Mógilsá líka. Við höf- um á Reykjum fullkomnasta til- raunagróðurhús landsins með mörgum sjálfstæðum deildum. Mógilsármenn hafa nýtt sér þetta gróðurhús í samstarfí við okkur þannig að við erum þegar farin að vinna saman að rannsóknarverk- efnum. Þar fyrir utan er Mógijsá að styrkja doktorsnema ásamt okkur og Náttúrufræðistofnun Is- lands. Þá höfum við og Mógilsá fengið ffamlög til að sinna grun- nefnagreiningum á plöntum. Þá aðstöðu erum við að byggja upp núna. Samstarfíð við Mógilsá er því nú þegar mjög öflugt. Ég sé fyrir mér að starfsemin á Mógilsá flytji að Reykjum innan tveggja ára. Viltu lýsa fyrir mér framtíðar- sýn þinni fyrir hönd Garðyrkju- skólans? Innan fjögurra ára sé ég fyrir mér að Garðyrkjuskólinn verði aðsetur fyrir öflugt starfs- menntanám, háskólanám að hluta eða upp í háskólagráðu, endurmenntun á öllum sviðum garðyrkju og skógræktar og að þar verði aðsetur öflugrar rann- sókna, leiðbeiningaþjónustu og þróunar. Ég vil þar nefna m.a., sjá ramma. Þetta er í stuttu máli framtíðar- sýn okkar og þar bind ég miklar vonir við tæknigarðinn. Allt sem varðar námið höfum við í eigin hendi og eigum ekki undir öðrum komið. Tæknigarðurinn byggist hins vegar á samstarfi og að menn komi til okkar með hug- myndir sínar og fái aðstöðu hjá okkur, án þess að skólinn sé tengdur þessum fyrirtækjum beint. Hins vegar styrkir þetta faglegt umhverfi skólans gríðar- lega mikið. Hlutverk skólans í umhverfi sínu? Það er almennt viðurkennt að skólar úti á landi gegni mikilvægu hlutverki í byggðaþróun í um- hverfi sínu, einkum skólar á há- skólastigi. Astæðan er sú að þeim ber skylda til að stunda rannsókn- ir. Það þýðir að þeir verða að tengjast atvinnulífmu á hverju svæði eða landsvísu og vera sú eimreið sem dregur vagninn í þró- uninni, ásamt öðrum rannsóknar- stofnunum. Það, sem styrkir einkum hlut- verk háskólanna í þessum efnum, er að þeir eru með nemendur á staðnum, til að hjálpa sér í þessum rannsóknum. Tæknigarðurinn er hugsaður þannig að sprotafyrirtækin komi sér upp aðstöðu hjá okkur, lítil, með litla yfirbyggingu, en góða hugmynd. Þau bjóða þá nemend- um okkar að taka að sér einhvem afmarkaðan hluta af umræddri viðskiptahugmynd, sem náms- verkefni. Fyrirtækin fá, tíma- bundið, ódýrt en áhugasamt Framtíðarsýn Sveins f.h. Garðyrkjuskólans. * Að við séum með nýja garðyrkjumiðstöð, fullbúið tilraunagróðurhús og rannsóknarstofu. * Að starfsemin í Mógilsá sé komin til okkar. * Að fleiri ríkisstofnanir sem sinna plönturannsóknum séu komnar með hluta af starfsemi sinni til okkar, svo sem Landgræðslan, RALAog Náttúrufræðistofnun. * Að hér verði búið að stofna svokallaðan tæknigarð, sem er eins konar skrifstofuhótel fyrir sprotafyrirtæki, hús- næði sem einkafyrirtæki á og leigir síðan sprotafyrir- tækjum. Þau sinni síðan tækninýjungum, uppfinningum og þróun í garðyrkju, skógrækt og líftækni, jafnvel orkuvinnslu. * Að við fáum til okkar Rannsókna- og fræðasetur Há- skóla íslands sem nú er í Hveragerði, þegar nýtt hús verður komið. Slík rannsóknarsetur eru til víðar um land, svo sem í Sandgerði og Vestmannaeyjum. * Að við höfum minni en betri húsakost. * Að við séum með framsækna umhverfisstefnu, en við höfum lagt okkur eftir því nú um skeið. Við höfum t.d. ekki notað tilbúinn áburð á útisvæðin á Reykjum né úð- að gegn sjúkdómum nú í 3-4 ár. í stað tilbúins áburðar notum við moltu sem við búum til sjálfir sem áburðar- gjafa. Hráefnið í moltuna kemur frá gróðurhúsunum og mötuneytinu og allt gras sem slegið er af grasflötum skólans fer í moltugerð. * Að við höldum áfram að byggja upp skógræktarsvæði okkar hér á Reykjum. 110 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.