Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 42

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 42
Búnaður til hrognagraftrar er mjög einfaldur. sambandi við vatnshita. Hærri vatnshiti flýtir þroskun. Því getur skeikað upp í nokkrar vikur að vori hvenær laxaseiðin koma upp úr mölinni. Eftir að laxaseiðin klekjast út nærast þau á kviðpoka um tíma en skömmu áður en hann er uppurinn og sá orkuforði á þrotum, taka seiðin til við að afla sér fæðu sjálf. Það er einmitt síðla á kviðpokastigi sem seiðin leita upp úr mölinni. Fyrst í stað hreyfa seiðin sig lítið frá hrygningar- staðnum en fara svo að dreifa sér á nærliggjandi búsvæði. Þessi seiði nefnast vorgömul seiði uns þau hafa verið annan vetur i ánni. Seiðin velja sér fremur skjólgóða staði fjarri megin vatnsflaumnum og finnast yfirleitt næst landi og á grófum malarbotni. Seiðin leita gegn straumi og nema land upp ámar. Algengt er að þau hafi dreift sér að hausti um 100 m upp fyrir en innan við 50 m niður fyrir hrygningarstaðinn (óbirt gögn). Mikil afföll verða á seiðunum fyrst eftir að þau koma upp úr mölinni og áfram um sumarið og næsta vetur. Því skipta miklu máli ffamboð og gæði hentugra bú- svæða fyrir seiðin. Eftir því sem seiðin verða stærri breytast einnig þarfimar. Stærri seiðin sækja í meiri straum og grófari botngerð þar sem meira er um smágrýti og skjól fyrir þau. Allt þetta þarf að taka með í reikninginn þegar stað- ir til hrognagraftrar eru valdir. Ef hrogn em grafín skammt neðan hindrunar eins og flúða og fossa sem lítil seiði komast ekki upp fyrir, ná seiðin ekki að dreifa sér nægjanlega vel og affoll verða meiri. Einnig er mikilvægt að staðir þar sem hrogn eru grafín séu í nálægð við búsvæði sem henta einnig eldri seiðum. Þannig er stuðlað að sem mestum lífslík- um seiðanna þann tíma sem þau þurfa að dvelja í ánni áður en þau ganga til sjávar. Frjóvgun og meðferð hrogna Eftir að klakfiski hefur verið náð þarf að geyma hann á hentug- um stað þangað til laxamir verða rennandi og kreisting getur farið fram. Hægt er að geyma hann í eldisstöð eða þá í búri/keri í eða við ána. Ef laxinn er veiddur snemma hausts verður að gæta þess að hann sé hafður við nátt- úrulega birtu og ekki geymdur í of köldu vatni á þeim tíma sem síð- asta skeið þroskunar hrogna og svilja fer fram. Slíkt getur tafíð fyrir þroskun. Laxahrygning eða kreisting fer aðallega fram um miðjan október. Laxahrygnur em tilbúnar til kreistingar þegar finna má að kviður er orðinn mjúkur en fylltur viðkomu og hrognin laus- ari. Gotrauf verður einnig þrútin af þrýstingi hrogna. Hængamir eru orðnir rennandi þegar þeir gefa af sér svil þegar þrýstingi er beitt á kvið þeirra. Hængamir em þó erfiðari í kreistingu en hrygn- umar og eru oftast aflífaðir og skomir upp til að ná úr þeim svilj- unum. Hægt er að láta hrygnumar lifa eftir kreistinguna en samt er hætt við að hnjaskið verði til þess að þær nái sér ekki aftur. Mikilvægt er að nota eins marga foreldra og kostur er til að við- halda erfðafræðilegum breytileika innan stofnsins. Algengt er í físk- eldi að nota svil úr fáum hængum til að frjóvga hrogn fleiri hrygna. Vissulega er hægt að nota jafnvel einn hæng til að frjóvga hrogn úr mörgum hrygnum en með því er stuðlað að skyldleikaræktun og tapi á erfðafræðilegum breyti- leika. Því er mikilvægt að ekki séu notaðir færri hængar en hrygnur. Það eykur á foreldrabreytileikann að skipta upp hrognamassa úr ein- stökum hrygnum og frjóvga hrogn með sviljum úr fleiri en einum hæng. Við frjóvgun hrogna þarf að dreifa svilinu vel um hrognin. Það getur tryggt hærra frjóvgunar- hlutfall að hræra varlega í hrogn- unum til að blöndunin verði betri. Eftir að hrognunum hefur verið komið fyrir í íláti er sett í það hreint kalt vatn svo að fljóti vel yfir hrognin og ekki hreyft ffekar við þeim þar til hrognin em vatns- hörðnuð. Eftir að hrogn hafa verið frjóvg- uð þurfa að líða um tvær klst. á meðan hrognin vatnsharðna og frjóop lokast, áður en hreyfa má frekar við þeim. Þegar hrogn em vatnshörðnuð þola þau flutninga og nokkurt hnjask næstu 24 tím- ana en eftir þann tíma, þegar fmmuskiptingar í hrognunum em komnar vel á stað, verða þau við- kvæmari og þola ekki mikið um- rót. Þrátt fyrir að menn hafí um sólarhring til að koma hrognunum fyrir er þó betra að láta líða skemmri tíma ef þess er kostur. Framkvæmd á hrognagreftri Auðveldast er að flytja hrogn til hrognagraftrar í plastílátum sem hægt er að hella beint úr við hrognagröftinn. Best er að grafa á fyrirfram völdum stöðum sem taldir em hentugir svo að hrogna- gröfturinn taki sem skemmstan | 38 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.