Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.2004, Side 21

Freyr - 01.02.2004, Side 21
Ný aðferð við að skafa selskinn Inngangur Selveiðar hafa verið stundaðar hér við land frá upphafi byggðar. Fyrr á tímun voru allir hlutar sels- ins gjömýttir, þ.e. skinn, kjöt og spik. A síðari ámm hefur síðan einn þáttur bæst við, þ.e. sela- skoðun. A tímum aukinnar ferða- þjónustu og áhuga fólks á útitvist og náttúmskoðun, er full ástæða til þess að leggja rækt við þennan þátt enda þurfa hefðbundnar nytj- ar og selaskoðun alls ekki að vera andstæður. Hér verður þó ekki fjallað um sel og ferðaþjónustu. Landselur og útselur eru einu tegundimar sem em staðbundnar hér við land. Skinnið af lands- elskópnum hefur algjöra sérstöðu og hefur lengst af verið eftirsótt verslunarvara. Landselurinn kæpir á vorin og er aðal kæpingartíminn síðast í maí og byrjun júní. Kæpingin hefst nokkm fyrr við Suðurlandi en við norðurströndina. A Suður- landi kæpir landselurinn á sönd- um og uppi í jökulánum, en á lág- um sjávarskerjum fyrir vestan og norðan. Vegna kæpingartímans er landselurinn oft nefndur vorselur. Kópamir eru veiddir nokkurra vikna gamlir eða u.þ.b. þegar kæpan hættir að mjólka og fer að venja þá undan. A síðari ámm hefur eftirspum eftir selskinnum aukist á erlendum mörkuðum, eftir hmn selskinna- markaðarins á ámnum 1980 - 1990. Þá em selskinn einnig nýtt í flíkur og muni hér innanlands. Þótt verð á vorkópaskinnum hafi á engan hátt náð því sem áð- ur var þá ríkir nokkur bjartsýni um að það geti hækkað. Spýtt vor- kópaskinn hafa verið flutt út síð- ustu 15 ár. Hér á eftir verður í örfáum orð- um minnst á helstu aðferðir við að verka og skafa selskinn, en síðan verður nýrri aðferð lýst eins og kostur er, þ.e. notkun háþrýsti- dælu. Aðferð þessi er auðveldari og fljótlegri í framkvæmd heldur en eldri aðferðir og hefúr reynst vel eftir nokkurra ára reynslu. Fyrstu skrefin og undirbún- INGUR GÓÐRAR VERKUNAR * Þegar selur er blóðgaður skal gera langskurð eftir hálsi, en ekki þverskurð. * Blóð má ekki komast í skinnið. * Ef blóð kemst í skinn skal þvo það úr eins fljótt og kostur er. * Gæta skal þess að skinn á óf- legnu dýri nái aldrei að þoma. * Nauðsynlegt er að halda skinn- eftir Árna Snæbjörnsson, hlunninda- ráðunaut BI inu blautu fram yfir fláningu því að annars er hætta á að fíta festist í hárinu. Fitu, sem kemst í þurrt hár, er mjög erfitt að ná úr. * Best er að geyma kópinn í rennandi vatni eða sjó. * Ef ekki er um slíkt að ræða má komast af með að setja kópinn í plastpoka og hafa pokann vel rakann að innan. Nýveiddir landselskópar. Á myndinni má sjá að skinni kópanna er haldið blautu fram að fláningu með því að breiða plastdúk yfir. Ljósm. ÁS. Freyr 1/2004- 17 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.