Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2004, Page 31

Freyr - 01.02.2004, Page 31
Notkun reiknilíkana í landbúnaði Bakgrunnur Vísindi ganga meðal annars út á það að byggja upp aðferðir til að spá fyrir um óorðna atburði og hvort sem það er veðrið, físki- gengd í sjónum, þróun verðbólgu eða nyt mjólkurkúa þá eru reikni- líkön heppileg tæki til að vinna slíkar spár. Reiknilíkan má skil- greina sem líkan sem lýsir ein- hverju orsakasamhengi á töluleg- an hátt. Reiknilíkön eiga það sameiginlegt með öðrum líkönum að þau eru lýsing á einhverjum til- teknum hluta af þeim raunveru- leika sem við lifúm í eða höfum áhuga á. Tilgangurinn með því að búa til hvers konar líkan getur verið að: a) Skilja veröldina betur b) Sýna öðrum hvemig maður sér veröldina c) Lýsa því hvemig maður vildi að veröldin væri. Hvað af þessu þrennu ætti til dæmis við um málverk - sem er dæmigert líkan (þó ekki reiknilík- an). Svarið er trúlega misjafnt eft- ir eðli verksins og ekki einu sinni víst að listamaðurinn og áhorfand- inn hafi sama skilning þar á! Reiknilíkön em á margan hátt jarðbundnari en málverkin, þó að sumum kunni stundum að fínnast vísindamennirnir fara fram úr sjálfúm sér í viðleitni sinni við að lýsa veröldinni með tölum. Nær- tæk dæmi um það em gagnrýni al- mennings á spávisku fískifræð- inga um þróun stofnstærðar þorsks, veðurfræðinga um versl- unarmannahelgarveðrið, og kyn- bótafræðinga um kynbótagildi ís- lenskra stóðhesta. Telja sig þar ýmsir oft vita betur en “fræðing- amir” - með réttu eða röngu- en halda má því þó fram að mat al- mennings og hagsmunaaðila á gildi vísindanna fari nokkuð eftir því hvort spámar, sem á vísindun- um byggja, em þeim í hag eða ekki. Vinnubrögð í landbúnaði, það er búskaparhættir, byggja aðallega á þrennu; hefð, vísindum og get- gátum. Með hefð er átt við reynslu kynslóðanna sem segir að ef hlutimir em gerðir á ákveðinn hátt þá virka þeir a.m.k. að vissu marki, en ekki er vitað fýllilega hvers vegna, né þá heldur hvort hægt væri að ná betri árangri með því að breyta vinnubrögðunum þó ekki væri nema lítillega. Þekk- ingu sem aflað er með með vís- indalegum aðferðum má hins veg- ar nota til að færa rök fyrir ákvörðunum um breytt vinnu- brögð, þó með þeim takmörkun- um er önnur þekking á viðfangs- efninu setur. Getgátur eiga rétt á sér stöku sinnum, þ.e. þegar nýjar aðstæður koma upp sem engin þekking er á, en taka verður ákvöróun á stundinni um að gera „eitthvað“. Getgátur verða stund- um að formlegum tilgátum sem síðan eru sannaðar eða afsannaðar með vísindalegum hætti (Thom- ley & Johnson, 1990). Einn helsti tilgangur landbún- aðarrannsókna er að auka hlut vís- indanna i ákvarðanatöku í land- búnaði, á kostnað hefðar og get- gátna. Vandinn við vísindin er m.a. sá að rannsóknir em oftast mjög einangraðar við ákveðið eftir Jóhannes Sveinbjörnsson, fóðurfræðing, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins svið, enda erfítt að skoða mjög marga þætti í einni rannsókn þannig að hægt sé að fá tölfræði- lega marktæka niðurstöðu fyrir hvem og einn. Með því að tengja saman ólíka þætti í reiknilíkani er mögulegt að álykta vísindalega um flóknari hluti en niðurstöður einnar rannsóknar bjóða upp á. Ef menn velta því fyrir sér að inn- leiða nýja tækni, t.d. nýja fóðmn- artækni í fjósum (heilfóður?), er ljóst að hún hefur áhrif á marga þætti, s.s. át kúnna, næringarefna- jafnvægi og þar með nyt, en einn- ig á kostnað búsins vegna fjárfest- inga, orkukostnað, vinnuþörf o.s.frv. Hægt er að slá ýmsu fram um kosti og galla nýrrar aðferðar, en ef á að sýna fram á eitthvað slíkt á vísindalegan hátt er ágæt leið að setja upp reiknilíkan er lýsir öllum þeim þáttum er áhrif hafa á hagkvæmni breytinganna. Notagildi líkansins ræðst alger- lega af því hve sterkar forsendum- ar eru sem settar em inn í það, og þar skiptir höfúðmáli að vandaðar rannsóknir á einstökum þáttum séu fyrir hendi. Við gerð reikni- líkana skýrist oft betur hvar þekk- ingu skortir, og þau eru því gagn- leg til að beina rannsóknum í rétta Freyr 1/2004 - 27 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.