Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 28

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 28
2. mynd. Kornuppskera úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins árin 1996-2003. Niðurstaðan sýnir árferði tímabilsins. og Kría. Yrkin Arve og Rolfi voru neðst, sá þó ekki meira á þeim af veðri en öðrum. Fram til þessa hefur Arve verið ná- lægt toppnum á Hvanneyri. 3. Vindheimar, sandur. Mettil- raun, mesta uppskera frá upp- hafi tilrauna og komið full- þroska. Þurrefni var um og yf- ir 80% við skurð. Korn á þessu þroskastigi hefur varla sést hér í tilraunum til þessa; hart, stirðnað og axið drúpandi. Fjögur seinþroska sexraðayrki skiluðu meira en sex tonnum af þurrefni í komi á hektara hvert 3. mynd. Uppskera úr tilraunum með bygg til þroska á Islandi og i grann- löndunum til samanburðar. Hver súla er meðaltal 5-8 ára. og það gerðu líka Arve og Kría. Olsok var nokkru neðar og vom það viðbrigði, því að það yrki hefúr oftast verið á toppn- um á þessum stað. I Vindheim- um var reynd úðun gegn blað- sveppum og skilaði að meðal- tali 8% uppskeruauka í sexr- aðabyggi, mest 30% í Olsok, en engu í tvíraðabyggi. 4. Miðgerði, mólendi. Alag sjúk- dóma og illgresis var mikið. Reynd var úðun gegn hvom tveggja. Úðun gegn illgresi skilaði 38% uppskemauka og úðun gegn blaðsveppum 24% að meðaltali en misjafnt eftir yrkjum. Sexraðayrkin Rolfi og Olsok urðu sérlega illa úti i blaðsjúkdómum. Arve lenti líka neðarlega í röðinni en það er móti venju á þessum stað. Best reyndist í Miðgerði eins og víðar hið seinþroska Ven, ís- lensku yrkin Kría og Skúmur vom skammt á eftir. Það síð- astnefnda er sexraða, afar lág- vaxið, og hefúr staðið sig vel í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum en ekki annars staðar. 5. Kvíaból, mólendi. Kom var ekki eins harðþroska þar og í öðmm tilraunum norðanlands. Yrkið Skúmur var efst en önn- ur nokkuð jöfn. Arve og Olsok í lentu miðju en Rolfi neðst. Samanburður yrkja í ár Seinþroska bygg stóð sig betur í ár en áður og er það í samræmi við tíðarfarið. Mestri uppskem að meðaltali skiluðu norsku sexraða- yrkin Nina og Ven, bæði sein. Það síðamefnda var reynt hér fyrst sumarið 1999 en það sumar var í styttra lagi. Þá var Ven af- skrifað og þótti alltof seint til þroska en fær nú uppreisn æm í góðærinu. Efst af tvíraðabyggi var finnska yrkið Saana, líka sein- þroska. Fljótþroska yrki eins og Arve frá Noregi lentu nú í hlýind- | 24 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.