Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 23
skaröxi eða öðru beittu blaði sem fest er homrétt framan á stutt prik. Flekann (plötuna) má reisa skáhallt upp við vegg í hæfílegri vinnuhæð. Haldið er báðum höndum um skaftið á sköfunni og beitt niður spjald- ið/skinnið. Eftir að búið er að skafa spikið ffá holdrosanum er skinninu snúið við og fita strokin úr hámnum með bitlausum hníf/jámi eða bakkanum á hnífnum, þetta auð- veldar þvott skinnanna. Alltaf skal þess gætt að slétt sé undir skinnum þegar skafíð er, en fítunni verður að ná sem best úr. Sérstaklega þarf að gæta þess að spiklufsur lendi ekki undir skinn- inu um leið og skafíð er. Gæta skal þess að áhaldið, sem notað er við að skafa, fari ekki svo djúpt í holdrosann að for myndist. Þó þarf að ná allri fitu úr skinninu. Ekki mega koma skurðir eða stungur í skinnið. Nokkuð vanda- samt er að skafa selskinn með of- angreindum aðferðum og krefst það vemlegrar verkþjálfunar. NÝ AÐFERD VIÐ AÐ SKAFA SELSKINN Nýjasta aðferðin við að skafa selskinn er að nota háþrýsta vatns- dælu sem gefúr 140 bara þrýsting. Reyndar hafa menn komist upp á lag með að nota dælu með minni þrýstingi, en þá þarf að fylgjast vel með því hvort fitan fer nógu vel úr. Yfirleitt hafa þær dælur, sem notaðar em við þrif og önnur bússtörf, reynst vel. Uðastúturinn ffaman á slönguendanum verður að vera sk. hringúðari. Skinnið er strekkt á algjörlega sléttan flöt. Nægjanlegt er að festa það við flötinn með nokkr- um nöglum. Æskilegt er að nota hreyfanlega plötu, því að þá má færa hana til eftir þörfum og velja hæfílegan halla og vinnuhæð hverju sinni. Reynst hefur vel að nota 8 - 12 mm vatnsvarinn krossvið eða annað sambærilegt. Gæta verður þess að engin ójafna leynist undir skinninu við vinnslu. Uðastút dælunnar er síðan beint skáhalt að skinninu í 10 - 20 cm fjarlægð og þess gætt að hann sé stöðugt á hæfilegri hreyfingu. Farið er yfir flötinn þar til öll fita er horfin, en þó ekki það oft að holdrosinn skemmist eða að gat komi á skinnið. Það lærist fljótt að beina stútnum að skinninu og hversu hratt á að fara yfir með hann. Ef skinnið er nógu stórt má spara sér það að ná fitunni af jöðmn- um og skilja óskafúa rönd þar efltir (um 1 cm) og skera hana þá af í lokin. Oskafna röndin Hafsteinn Guðmundsson í Flatey og Pétur Guð- mundsson í Ófeigsfirði að skafa selskinn. Haf- steinn með þeirri gamalþekktu aðferð að hafa skinnið á lærinu, en Pétur notar netabelg, skorð- aðan i tunnu, sem undirlag og fær þannig góða vinnuhæð við verkið. Ljósm. ÁS. Selskinn skafið með háþrýstidælu. Ljósm. ÁS. Freyr 1/2004 - 19 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.