Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 9
verið þingmaður Dalamanna fyrst árin 1933-37 og síðan frá 1942 og var enn í ffamboði fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann hafði því þing- reynslu og átti traust sýslunga sinna. Svo fór þó að ungi bóndinn hlaut kosningu og var það upphaf að löngum og farsælum þingferli Asgeirs. Hann var síðan þingmað- ur Dalamanna til ársins 1959 að kjördæmum var breytt og eftir það fyrir Vesturlandskjördæmi frá 1959-1978. Fram til ársins 1946 náði sama búnaðarsambandið yfir Snæfells- ness- og Dalasýslur og átti það tvo fulltrúa á Búnaðarþingi. Eftir að búnaðarsamböndin voru orðin tvö kom að því árið 1950 að kjósa þurfti sjálfstætt í hvorri sýslu og var Asgeir fenginn til að gefa kost á sér og mætti þá aftur Þorsteini sýslumanni sem mótframbjóð- anda. Asgeir náði kjöri, en svo vildi til að fyrir Snæfellinga var Gunnar Guðbjartsson á Hjarðar- felli kjörinn á Búnaðarþing einnig í fyrsta sinn. Er þessir ungu verð- andi forystumenn bænda komu á Búnaðarþing 1951 brá svo við að kosning þeirra var kærð vegna meintra formgalla. Þeim voru þó þegar veitt þingréttindi, meðan kæran var í meðförum, en hún var ekki tekin til greina. Asgeir hafði verið kjörinn for- maður hins nýja Búnaðarsam- bands Dalamanna 1947 og gegndi þar formennsku til 1974. Ásgeir var kjörinn endurskoðandi Bruna- bótafélags íslands 1950 og gegndi því starfi til 1994, í Tryggingaráði átti hann sæti 1963-1974 og í bankaráði Búnaðarbanka Islands 1965-1968. Síðar átti hann sæti í stjóm Stofhlánadeildar landbún- aðarins 1971-1985. Ásgeir var fulltrúi Hvammssveitar í sýslu- nefnd Dalasýslu 1967-1989. Á Alþingi vann Ásgeir sér fljótt traust og virðingu. Hann sóttist ekki þar frekar en annars staðar til “frekari frama” eins og það er kallað og mun meðal annars hafa beðist undan ráðherradómi. Það ber meðal annars vitni um það traust sem hann naut að hann var valinn forseti Sameinaðs Alþingis 1974-1978, en áður hafði hann verið forseti Efri deildar 1973-74. Hann átti sæti í Norðurlandaráði 1954-56, 1960-67 og 1974-1978, kjörinn af Alþingi. Störf Ásgeir Bjamasonar fyrir samtök bænda vom mikil og heilladrjúg. Áður hefur verið greint ffá kjöri hans á Búnaðar- þing, en hann hafði þá þegar verið fulltrúi Dalamanna á aðalfundum Stéttarsambands bænda. Til þess var hann fyrst kjörinn 1947 þegar sambandið var á öðm ári og átti þar sæti til ársins 1968. Er Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu lét af for- mennsku í stjóm Búnaðarfélags ís- lands 1971 var Ásgeir kosinn for- maður og var það til ársins 1987. Ásgeir var farsæll formaður Búnaðarfélagsins. Hann gegndi starfmu af mikilli alúð og metnaði fyrir hönd félagsins og bænda- stéttarinnar. Þá eins og oft áður og síðar töldu ákveðin pólitísk öfl það sér til framdráttar og vænlegt í at- kvæðaveiðum að veitast að bænd- um. Sumir í þessum hópum van- mátu gildi landbúnaðar fyrir þjóð- félagið og töldu bændum flest of gott. Við þessu brást Ásgeir af einurð og andmælti kröftuglega og þoldi illa vanmat og virðingar- leysi sem þessi elsta stétt þjóðar- innar mátti búa við. Ásgeir lagði sig mjög fram um að kynnast starfsfólki Búnaðarfé- lagsins og gaf sér tóm til að líta við á skrifstofúm þess og blandaði geði við það hvenær sem færi gafst, sífellt reifur, skemmtinn og vinsamlegur. Hann lét sig orðspor félagsins og árangur hvers og eins starfsmanns miklu varða. Sem forseti Búnaðarþings naut Ásgeir sín vel, þaulvanur fúndarstjóm og forsetastörfum, ætíð nákvæmur og réttsýnn og vinsamlegur og veitti góðlátlega leiðsögn ef með þurfti. Ásgeir starfaði oft í milli- þinganefndum Búnaðarþings og í stjómskipuðum nefndum sem fal- ið var að endurskoða búnaðarlög- gjöf eða ljalla um brýn mál. Má þar til nefna nefnd sem falið var að endurskoða ábúðarlög og semja frumvarp að jarðalögum 1971 og síðar í annarri áburðar- laga- og jarðalaganefnd. Ásgeir Bjamason var á allan hátt maður vel á sig kominn. Líkamlegt atgervi og glæsileiki, góðar gáfur og forystuhæfileikar gerðu að hann hlaut að verða valinn til trúnaðar- og leiðtogastarfa. Um hitt var þó ef til vill enn meira vert hve prúður hann var i ffamgöngu, réttsýnn og ætíð fremur hógvær í málflutningi. Hann tranaði sér aldrei fram og tók sjaldan fyrstur til máls á mann- fundum eða í öðmm umræðum, en þegar hann tók til máls var eftir því tekið, svo glöggur var hann á eðli mála, hygginn og gmndaði vel af- stöðu sína. Ásgeir var maður margffóður og minnugur og sagði gjaman fræðandi sögur frá gömlum tím- um. Góðlátleg kímni hans var æt- íð græskulaus. Hinn 16. júní 1945 gekk Ásgeir að eiga Emmu Benediktsdóttur, bónda á Kvemgrjóti í Saurbæ, hún var fædd 29. ágúst 1916. Þeim var tveggja sona auðið. Þeir em Bjami, bóndi í Ásgarði, fæddur 4. júlí 1949. Hann er kvæntur Amdísi Erlu Ólafsdóttur, og Benedikt, sendiherra í utanrikisþjónustunni, fæddur 7. febrúar 1951. Emma lést 31. júlí 1952. Árið 1954 hinn 22. apríl kvæntist Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sig- urðardóttur ffá Hvoli. Hún er fædd 4. mars 1925. Framhald á bls. 22 Freyr 1/2004 - 5 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.