Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2004, Page 43

Freyr - 01.02.2004, Page 43
Friðrik Steinsson og Eik Elfarsdóttir grafa hrogn í Grímsá, eina af hliðarám Laxár i Skefilsstaðahreppi. tíma. Ýmsar aðferðir og tæki hafa verið þróuð til að grafa hrogn þar sem þessi fiskræktaraðgerð er mest stunduð erlendis. Hér á landi hefur einfaldleikinn gefíst vel, malarskófla, fata undir möl og plaströrbútur til að hella hrognunum í gegnum. Þegar komið er á staðinn þar sem á að grafa hrognin er grafin um 30 sm djúp hola og mölinni safnað í fötu til að geta lokað holunni síðar. Rörbútur, um 90 mm í þvermál og nægjanlega langur til að standa vel upp úr ánni, er settur í holuna og möl mokað að honum. Hrogn- unum er svo hellt varlega ofan í hólkinn og þau látin setjast til botns. Að því búnu er hólkurinn fjarlægður varlega og möl hellt að úr fötu jafnhliða. Eftir að gætt hefur verið að því að holunni hafi verið lokað með möl er verkinu lokið. Fjöldi hrogna í hrygnu fer eftir stærð hennar. Algengur hrogna- fjöldi í smálaxahrygnu er 5000 hrogn og stórlaxi 7000. Hrognin eru smærri í smálaxahrygnum. Til að ná sem mestum árangri er æskilegt að skipta hrognum úr hverri hrygnu upp á nokkra staði. Það dreifir ekki aðeins áhættunni ef eitthvað fer úrskeiðis á einum eða fleiri stöðum heldur eykur líka lífslíkur seiðanna ef færri verða til þess að keppa um bú- svæði þegar seiðalirfumar klekj- ast út. Það er einnig takmarkað hvað hægt er að koma af hrognum í eina holu án þess að þau fari að tapast í burtu á meðan á greftri stendur. Atriði sem ráða árangri af HROGNAGREFTRI Arangur af hrognagreftri er ekki óbrigðull fremur en af hrygningu hjá laxinum sjálfum. Slæmt ár- ferði, flóð og ruðningar geta vald- ið spjöllum. Staðimir sem valdir voru geta reynst lakari en virtist eða hrognin sem notuð vora ekki frjóvguð og lifandi þegar þau vora grafin. Það sem skiptir þó mestu máli til að ná árangri er að miða framkvæmdina sem mest við hegðun laxins sjálfs og staðarval. Tryggt þarf að vera að rennsli vatns i gegnum mölina og súrefn- isskipti séu fullnægjandi. Ekki má grafa það djúpt að vatn leiki ekki um hrognin eða að seiðalirfumar lendi síðar í vandræðum með að komast upp á yfirborðið. Ef grafið er of grannt geta hrognin aftur á móti skolast í burtu í vatnavöxt- um. Mölin, sem grafið er í, þarf að vera þokkalega gróf og laus við leir og fínan sand. Þá má ekki grafa hrogn á það grannum stöð- um í ánni að hætta sé á að staður- inn frjósi eða fari á þurrt yfir vet- urinn. Að frátöldum þessum atrið- um þá era það gæði búsvæðanna og fæðuframboð sem ráða úrslit- um um hvemig seiðunum reiðir af. Ef mikið er af öðram laxa-, urriða- eða bleikjuseiðum á staðnum, þá mun það koma niður á árangri hrognagraftarins og það sama má segja um ijölda afræn- ingja. Lokaorð Hrognagröftur er ódýr, einföld og árangursrík aðferð til að dreifa hrygningu lax um vatnakerfi þar sem laxinn á undir högg að sækja. Hrognagröftur er einnig vistvænni leið en seiðasleppingar því að seiðin þroskast og alast upp allan sinn aldur í náttúranni en ekki að hluta í eldisstöð. Greinarhöfundur hefur ásamt Eik Elfarsdóttur hjá Norðurlandsdeild Veiðimálastofn- unar og Friðriki Steinssyni, stöðv- arstjóra Hólalax, stundað skipu- legar rannsóknir á árangri af hrognagreftri og hegðun seiða og búsvæðavali síðastliðin tvö ár í Laxá í Skefilsstaðahreppi og hefur Austurá í Miðfirði einnig bæst inn í það verkefni. Hrognagröftur er einnig stundaður á fleiri stöðum á landinu. Tilraunir með hrogna- gröft á undanfornum árum hafa skilað góðum árangri og full ástæða til að beita þessari aðferð mun víðar en nú er gert. Freyr 1/2004 - 39 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.