Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 12
Kennarar Garðyrkjuskólans undir öflugum sólblómum i námsferð nemenda skólans til Svíþjóðar og Danmerkur haustið 2003. Frá vinstri Ólafur Melsted, Júliana R. Einarsdóttir, Baldur Gunnlaugsson og Sveinn Aðalsteinsson. Fjamám gefur mönnum kost á að stunda vinnu með námi og vera ekki eins háðir mætingu í tima og reglulegir nemendur. Eru þessir jjarnemar starfandi nú þegar i garóyrkju? Bæði og, sumir koma úr faginu en aðrir em utanaðkomandi og það sýnir sig að þeir sem em utan- aðkomandi tolla verr við þetta en hinir. I aðlögunarsamningi ríkisins og garðyrkjubænda um starfsskilyrði garðyrkjunnar frá 2002 em ákvæði um styrki til úreldingar garðyrkjustöðva. Eru þau til merkis um að samdráttur sé í at- vinnugreininni? Þessi samningur garðyrkju- bænda við ríkið snertir nám og störf í einni af sex brautum skól- ans, þ.e. ylræktarbraut. Það hefur verið mjög dræm aðsókn síðustu 15 árin að þeirri braut, við erum núna t.d. aðeins með tvo nem- endur á ylræktarbraut. í þessari grein hefur afkoma verið afar breytileg og ekki verið rúm fyrir alla framleiðendur. Undir ylrækt falla einnig blómaframleiðendur þar sem afkoman hefur verið hvað verst. Ureldingarstyrkir eru nauðsynlegir, það er mikið af úreltum gróðurhúsum í ylrækt- inni og þau þurfa að fara. Von- andi bætir það starfsskilyrði þeirra sem eftir eru þannig að stöðvarnar stækki og verði hag- kvæmari. Reglulegt starfsmenntanám í skógrækt hefur verið minna sótt og það er þvert á spár margra. Hins vegar hefur verið mikil að- sókn í verkefnið „Grænni skóg- ur“, eins og áður er komið fram, þar sem virkir skógarbændur stunda nám. Aðsókn hjá okkur er aftur mest á garðplöntubraut og skrúðgarð- yrkjubraut og reyndar einnig blómaskreytingabraut. Á þessum brautum eru 80-90% af nemend- um skólans. Manneldisráð mœlir með auk- inni neyslu grœnmetis. Gefur það ekki garðyrkjunni vind í seglin? Jú, svo sannarlega. Hins vegar er þetta ein af fáum greinum land- búnaðarins þar sem innflutningur er nánast alveg óheftur eftir að- lögunarsamninginn við ríkið frá 2002. Bændur eru því í mikilli samkeppni við innflutninginn allt árið. Menn voru dálitið smeykir við samninginn í upphafi en það hefur sýnt sig að íslenskir neytendur velja frekar íslenskar afurðir og framleiðendur hafa leitast við að setja vöruna fram þannig að eng- inn vafi leiki á því hvað er ís- lenskt. Það hefur tekist mjög vel og ég held að það hafi t.d. sjaldan verið jafn lítil affoll af tómötum og á síðasta ári. Paprikan átti aftur svolitið und- ir högg að sækja við innflutning- inn. En efltir að farið var að merk- ja hana vel sem íslenska þá hefur hún staðið sig ágætlega. Það féllu út paprikuræktendur þannig að framleiðslan minnkaði en þeim, sem eftir eru, gengur vel. Gúrkumar hafa lengi verið í samkeppni við innflutning og ís- lenskir gúrkuframleiðendur hafa staðið sig vel í þeirri samkeppni. Það em aðeins tómatar, gúrkur og paprika, sem njóta beingreiðslna. Að lokum má svo nefna öfluga framleiðslu á sveppum en Flúða- sveppir em eini innlendi framleið- andi sveppa. Framleiðsla þeirra fær þó aðhald af innflutningi ferskra sveppa. Utimatjurtarœkt? Útimatjurtarækt er kennd á yl- ræktarbraut, af tegundum í úti- ræktun má nefna gulrófur, gul- rætur, hvítkál, blómkál, kínakál, spergilkál og fleiri. Þessar grein- ar hafa staðið sig þokkalega vel, en þær njóta ekki innflutnings- vemdar. Við getum hins vegar 18 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.