Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 29
1. tafla. Samanburður á byggyrkjum sóknastofnunar landbúnaðarins víða 1993-2003. Útdráttur. í tilraunum Rann- um land á árunum Röð Yrki Uppskera hkq þe./ha Fjöldi tilrauna Ár í tilraunum Tvíraða 1. Teista 40,5 12 2 3. Kría 38,3 29 5 10. Saana 36,8 13 3 27. Skegla 34,5 56 8 40. Rekyl 33,5 11 3 54. Sunnita 32,6 32 7 58. Gunilla 32,1 47 8 63. Filippa 31,6 59 9 Sexraða 1. Skúmur III 45,1 9 2 4. Skúmur I 40,1 13 2 5. Tiril 39,3 15 4 7. Nina 39,3 9 3 8. Ven 38,7 11 3 11. Lavrans 37,6 19 5 15. Gaute 36,7 20 5 17. Olsok 35,9 54 10 21. Arve 34,5 66 11 25. Rolfi 33,2 23 5 unum miklu neðar í röðinni en venja hefur verið. Fram kom í ár, betur en áður, hversu sexraðayrk- in Olsok og Rolfi eru vamarlaus gegn sveppasýkingum. Samanburdur ára Undanfarin átta ár hafa verið gerðar tilraunir með byggyrki sam- fellt á fímm stöðum. Það em til- raunimar á Þorvaldseyri, í Vind- heimum, í Miðgerði og tvær til- raunir á Korpu, á mel og mýri. Mælingar á þeim henta vel til þess að bera saman árferði. Meðalupp- skera úr þessum fimm tilraunum er sýnd á 2. mynd. Þar em aðeins tek- in til útreiknings sex bestu yrkin úr hverri tilraun eins og áður er lýst. A myndinni sést að komupp- skera síðastliðið sumar hefúr bor- ið af því sem við höfum átt að venjast. Það er fyrst og fremst að þakka ágætu tíðarfari en auk þess má búast við framfömm ár frá ári eftir því sem við náum tökum á komræktinni. Til dæmis hefur af- rakstur byggkynbóta verið að skila sér inn í tilraunimar síðustu árin og við það hefur uppskeran aukist eitthvað. Samanburður VIÐ GRANNLÖNDIN Hægt er að bera þessar tölur saman við tilraunaniðurstöður í grannlöndunm. I tilraunaskýrsl- um þaðan hefur mátt finna niður- stöður úr 275 tilraunum í Suð- ur-Svíþjóð, 82 tilraunum í Noregi austanfjalls og 63 í Mið-Noregi, það er Þrændalögum og Mæri. Sænsku tilraunimar em frá árabil- inu 1997-2001, þær norsku frá 1998-2002. íslensku tilraunimar eru 40 talsins frá árunum 1996-2003 eins og áður segir. Notað er meðaltal sex bestu yrkj- anna í hverri tilraunaröð. Saman- burðurinn sést á 3. mynd. Ekki er annað að sjá en að ís- lenskir kombændur ættu að geta staðið jafnfætis starfsbræðrum sínum í Noregi. Þar í landi er kornrækt rótgróin búgrein og heimamenn framleiða mestan hluta af því fóðurkomi sem í land- inu er notað. Samanburður yrkja 1993-2003 Teknar hafa verið saman niður- stöður úr öllum komtilraunum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins í ellefu ár, það er ffá 1993- 2003. Alls hafa þar komið við sögu 97 tvíraðayrki og kynbóta- línur og 39 sexraðayrki og -línur. I því uppgjöri em tvíraða- og sexraðayrki gerð upp hvort í sínu lagi. Astæðan er sú að sexraða- yrki em oft öll efst eða öll neðst í einstökum tilraunum og sameig- inlegt uppgjör sex- og tvíraða- yrkja hefði gert breytileikann úr hófi mikinn. í meðfylgjandi töflu er útdráttur úr þessu uppgjöri. Vegna þess að taflan sýnir að- eins útdrátt úr uppgjörinu skal les- endum bent á raðtöluna fremst í töflunni. Þar sést hvað vantar inn í. I töflunni em nefnd öll kunnug- leg yrki úr ræktun undanfarandi ára og nokkrar vænlegar kynbóta- línur. íslensk yrki og línur í þess- um töflum ættu að vera auðþekkt af nöfnunum. Þau em Teista, Kría og Skegla í tvíraðaflokknum og Skúmur 1 og III i þeim sexraða. Lengi vel var eingöngu unnið að kynbótum á tvíraðabyggi hérlend- is. Brýnast þótti að búa til fljót- þroska og strásterkt yrki af því tagi fyrir Suðurland. Afraksturinn hef- ur orðið urmull af kynbótalínum sem margar hafa mælst vel í til- raunum en verið með einhveija vankanta svo að þær hafa aldrei náð nafni. Ef undan er skilin Sa- ana í 10. sæti, sem er seinþroska en hefur gert það gott í hlýindum síðustu þrjú árin, þá kemur útlent yrki ekki fyrir fyrr en í 40. sæti töflunnar yfir tvíraðayrki. Allt þar á undan em íslenskar kynbótalínur sem hafa nú langflestar lent á mslahaugi sögunnar. Þær sem hafa staðist helstu kröfur má telja Freyr 1/2004-25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.