Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 32
1. mynd. Samspil milli líkanavinnu, rannsókna, kennslu og leiðbeinlnga. farvegi. Einnig geta þau nýst vel við kennslu vegna þess hvemig þau tengja saman þekkinguna. Reiknilíkön gera kröfu um fonn- lega uppbyggingu, til dæmis með flæðiritum og reikniformúlum. Töluleg gildi þurfa að vera á breyt- um líkansins og fostum. Þrátt fyr- ir þessi sameiginlegu einkenni allra reiknilíkana þá skiptast þau í mismunandi flokka. Hér verður leitast við að skýra muninn á: a) Reynslulíkönum og gangverks- líkönum b) kyrrlíkönum og kviklíkönum. Reynslulíkön og GANGVERKSLÍKÖN Reynslulíkön (emphirical mod- els) lýsa tölulegu samhengi tvegg- ja eða fleiri þátta, út frá tilrauna- niðurstöðum. Svona líkön byggja oftast á aðhvarfslíkingum, sem gilda aðeins innan þess sviðs sem rannsóknin tók til, og segja frem- ur lítið um ástæður þess samheng- is sem reynt er að lýsa. Dæmi: Atgeta búfjár er lykilatriði með tilliti til framleiðni. Afar einfalt reynslulíkan gæti lýst samhengi áts og líkamsþunga (LÞ) hjá mjólkurkú þannig: Át (kg þe/dag) = 0,0325 x LÞ Samkvæmt þessu líkani má bú- ast við að 500 kg kýr éti 16,25 kg þurrefnis á dag (500 x 0,0325). Svona líkan gæti verið afrakstur tölfræðilegrar greiningar á upp- lýsingum um fóðrun mjólkurkúa þar sem eingöngu væri verið að skoða áhrif líkamsþunga á þurr- efnisát kúnna, og hefði líkanið ákveðið gildi í því samhengi. Hins vegar eru engar líkur á að það hefði hagnýtt gildi til að spá almennt fyrir um át mjólkurkúa. 500 kg kýr gæti kannski étið á bil- inu 10 til 20 kg þurrefhis, háð aldri kýrinnar, stöðu á mjalta- skeiði, holdafari, meltanleika fóð- ursins, næringarefnajafhvægi kýr- innar o.s.frv. Því er ljóst að til að spá fyrir um át mjólkurkúa þarf að taka tillit til fleiri þátta en bara þyngdar kýrinnar. I stað einfalds reynslulíkans er því e.t.v. rétt að nota gangverkslíkan (mechanistic model). Slík líkön lýsa a.m.k. að einhveiju leyti því gangverki sem stýrir því sem verið er að reyna að spá fyrir um. 1 dæmi okkar um át- j getu mjólkurkúa gæti gangverk- slíkanið t.d. lýst þeim ferlum er ráða niðurbroti fóðurefha i vömb, efnaskiptaferlum er hafa áhrif á hungurtilfinningu (átlyst) kýrinn- ar o.s.frv. Það tekur til þess sem gerist í einstökum lykil- líffærum í stað þess að horfa bara á þætti sem sjáanlegir eru utan frá. Kviklíkön og kyrrlíkön Kviklíkön (dynamic models ) innihalda tíma sem breytu meðan kyrrlíkön (static models) gera það ekki. Reynslulíkanið hér að ofan um áhrif likamsþunga á át mjólk- urkúa er því kyrrlíkan. Eftirfar- andi líkan (AFRC, 1990) er hins vegar dæmi um kviklíkan: Át (kg þe/dag) = 0,076 + 0,404 x K + 0,013 x LÞ -0,129 x V + 4,12 xlogV +0,14 xN Skýringar: K=kjamfóðurát, kg/dag; LÞ=lífþungi; V=Vika af mjólkur- skeiði; N=Nyt, kg mjólk/dag Þama er sem sagt niðurstaðan háð því í hvaða viku mjaltaskeiðs- ins kýrin er, líkanið er háð tíma og er því kvikt. Hermilíkan (simulation model) J er eitt hugtak til viðbótar sem þarf að skýra. Notkun á því er svolítið breytileg, virðist stundum notað um reiknilíkön almennt en þó einna helst um “kvik gangverks- líkön” sem er rökrétt því slík lík- ön “herma” hina ýmsu ferla bæði í tíma og rúmi. Hversu flókin eiga REIKNILÍKÖNIN AÐ VERA? „ Things should be made as sim- ple as possible, buí no simp/er “ [Gera ætti hlutina eins einfalda og hægt er, en ekki einfaldari en það] (Albert Einstein, 1879-1955). Þessi tilvitnun í snillinginn Ein- stein er kannski besta svarið við 128 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.