Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 10
Háskólanám og sprota- fyrirtæki fara vel saman Viðtal við Svein Aðalsteinsson, skólameistara Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum Sveinn Aðalsteinsson hefur verið skólameistari Garð- yrkjuskólans á Reykjum síðan 1999. Frá því hann tók við stjórn skólans hefur m.a. sú breyting orðið á Garðyrkju- skólanum að hann hefur fengið heimild til að hafa með hönd- um kennslu á háskólastigi. Um það og tleira, m.a. hvaða hug- myndir Sveinn hefur um fram- tíðarstarf skólans, langar okk- ur að heyra en fyrst biðjum við hann um að rekja feril sinn í stórum dráttum. Ég er fæddur árið 1960 í Hvera- gerði og uppalinn þar. Faðir minn er Aðalsteinn Steindórsson, lengi eftirlitsmaður kirkjugarða, en móðir mín er Svanlaug Guð- mundsdóttir frá Blesastöðum á Skeiðum. Ég tók stúdentspróf árið 1979 frá Menntaskólanum við Sund í Reykjavík og lauk MS prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1983 og aflaði mér svo kennsluréttinda árið eftir. Kona mín er Helga Pálmadóttir sér- kennari, frá Þórshöfn á Langanesi. Við Helga ákváðum, eftir okkar grunnnám hér heima árið 1984, að fara til Lundar í Svíþjóð. Þar fór ég í doktorsnám í plöntulífeðlis- fræði og lauk því árið 1990. Eftir það fékkst ég við kennslu og rann- sóknir í garðyrkju við Sænska landbúnaðarháskólann á Alnarp og þar vorum við til ársins 1997. Það ár ver ég jafnframt dósenttitil við skólann en sá titill veitir rétt- indi til að taka við doktorsnemum og hafa umsjón með verkefnum þeirra. Ég á marga góða vini og minningar frá Svíþjóð og þar fæddust bömin okkar tvö, Bríet og Kári. Arið 1997 flytjum við heim og ég er þá ráðinn deildarstjóri við ylræktarbraut Garðyrkjuskólans. Arið 1998 verð ég tilraunastjóri við skólann og skólastjóri frá 1. janúar 1999 en skólameistari sam- kvæmt nýjum lögum um bú- fræðslu frá l.júlí 1999. Núverandi starfsemi Garð- yrkjuskólans? I apríl 2003 var sett ný reglu- gerð um skólann við búfræðslu- lögin frá 1999 og þar er kveðið á um deildaskiptingu hans. Sam- kvæmt henni er skólanum skipt í þrjár deildir; garðyrkjufram- leiðsludeild, umhverfistæknideild og skógræktartæknideild. Innan þessara deilda eru svo brautir og skólinn er núna með brautir á framhaldsskólastigi og svo eina braut á háskólastigi. 1 garðyrkjuframleiðsludeild er nú sem fyrr kennt á þremur braut- Guðjón Magnússon, Landgræóslu rikisins, Sigrún Sigurðardótir, Norður- tandsskógum, Ólafur Oddsson, Skógrækt ríkisins og Sveinn Aðalsteinsson við undirritun samnings um endurmenntun skógarbænda á Norðurlandi, „Grænni skógar“ á Norðurlandi. | 6 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.