Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 17

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 17
140 cmJ Þjöppunaráhrif 2000 kp 2 ' A: Þrýstingur á yfirborð -----■* 2 kp/cm 1000 cm 500 kp B: Þrýstingur á yíirborö = 140 cm' 3,6 kp/cm' Dýpt Þjöppun hjólbarða • Þung vél á breiðum dekkjum A borin saman við létta vél á mjóum dekkjum B • Þunga vélin þjappar yfirborð minna en létta vélin og minna ber á sporum • Þjöppunaráhrif þungu vélarinnar ná lengra niður og eru meiri en af litlu vélinni í nokkurri dýpt 2. mynd. Þjöppunaráhrif mismunandi hjólbarða og misþungra þunga véla - 60 cm fljótt eftir framræslu (1). Þar sem mýramar rotna falla þær hægt en bítandi enn meira saman en hversu hratt er ekki þekkt hjá okkur. Þegar mýramar sjatna falla stærstu holur jarðvegsins saman en regn- og leysingarvatn sígur lang hraðast í gegnum þær. Þjöppun I athyglisverðum tilraunum sem Ottar Geirsson og Magnús Osk- arsson gerðu á ámnum 1964 til 1975 (8) koma öll helstu atriði fram, sem þekkt em um áhrif þjöppunar á jarðveg. Þeir benda á að tæki verða sífellt stærri og þyn- gri og “- - að þungar dráttarvélar og tæki þjappa jarðveginn, og dráttarátak vélanna leiðir oft til rótarslita á plöntum. Einnig óttast menn að titringur frá vélum geti valdið skaða á jarðvegi með því að hrista hann saman”. Allt þetta er í grundvallaratriðum enn í gildi. Ottar og Magnús fiindu að við umferð eykst vatnsmagn í jarðveginum (1. mynd). Þetta skýrist af því að stóm holumar, sem vatn sígur hratt úr, hafa fallið saman og verða að meðalstómm holum. Hlutfall meðalstórra holna eykst og þær halda vatninu. í ná- grannlöndum okkar er miðað við að hlutfall stórra holna megi ekki fara niður fyrir 10% eða jafnvel að enn lægri hlutfall sé notað sem viðmiðun. Samkvæmt athugun Ottars og Magnúsar má ætla að holurými stórra holna megi ekki fara niður fyrir 15% í mýmm í yf- irborðslaginu, en það kann að vera að þar fyrir neðan hafi rými stórra holna verið mun minna. Skaðinn, sem af þessu verður, er ekki vegna hins aukna vatns heldur að loft og súrefni í jarðveg- inum skortir. Þetta kemur niður á þurrlendisgróðri því að bestu tún- grösin þola súrefnisskortinn illa. Þess í stað koma grös og jurtir sem þola loftleysið betur. Það má (10). því segja að þjöppun, sem pressar stærstu holur jarðvegsins saman, drekki gróðrinum í bókstaflegri merkingu. Það er athyglisvert í þessu sambandi að rætur geta nýtt sér súrefni sem er uppleyst í vatni. Ef það er stöðug endumýjun á jarðvegsvatninu þá þrifst gróður mun betur en þegar vatnið verður súrefnissnautt og fúlt. Búfé og létt tæki á mjóum dekkjum geta troðið og skemmt gróður, landið veðst upp. Þjöpp- unin er bundin við yfirborðið en nær ekki langt niður. Þjöppun yf- irborðs mun geta jafnað sig á nokkmm ámm vegna ffostþenslu, virkni róta og jarðvegslífs. Eftir þvi sem tækin em þyngri nær þjöppunin lengra niður (2. mynd) og áhrif titrings eykst vemlega eins og Ottar og Magnús bentu á. í nágrannalöndum okkar er þessi þjöppun litin mjög alvarlegum augum því að í raun er hún endan- leg, það er annað hvort ekki hægt að losa um jarðveginn eða það er erfið, dýr og óviss aðgerð. Gróður og uppskera I tilraunum Ottars og Magnúsar vom áhrif á gróður og uppskem veruleg. Umferð að vori hafði mest áhrif. Meira bar á votlendis- jurtum og mosa í þjöppuðu reitun- um en í þeim ótroðnu og uppskera rýmaði um 10 - 20% fyrstu árin en allt að 30 - 40% eftir 5-6 ár. Þessi merkilega athugun var gerð á mýrlendi. Ami Snæbjömsson (2) vitnar í tilraunir með þjöppun á til- raunastöðvunum og að uppskera hafi rýmað um 3 - 25% við umferð að vori, breytilegt eftir stað. Freyr 1/2004 - 13 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.