Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 34

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 34
Kornræktin á Hvanneyri - er hismið verðmætara en kjarninn? INNGANGUR Þegar síðasta komræktarbylgja hófst þótti einboðið að Hvanneyr- arskóli bærist með henni, ekki síst vegna nárns og kennslu svo og rannsókna einkum er varða mundu verkun byggsins og geym- slu. Nú hefur Hvanneyri ekki ver- ið talin bjóða gósenland til kom- ræktar enda kaus Skalla-Grímur á sinni tíð að hafa komrækt Borgar- búsins víðs íjarri þeim stað. Hins vegar var komrækt lítillega reynd á Hvanneyri á 4. áratug aldarinn- ar. Þá gerði Magnús Oskarsson tilraunastjóri nokkrar tilraunir með komrækt í Borgarfirði uppúr 1960. Hér verður kornræktar- reynsla frá Hvanneyri síðustu árin ekki rakin til hlítar heldur gerð grein fyrir kostnaði við hana, mið- að við ræktunarárið 2003, og þeim verkþáttum sem mestu skipta fyrir hann. Ræktunin og skilyrði hennar Komrræktin á Hvanneyri hefur verið stunduð sem þáttur í endur- ræktun túnanna. Túnin eru svo sem kunnugt er á mýrlendi þar sem jarðvegur er súr og þurfandi fyrir góða ræslu. Tekist hefur að halda framræslu í lagi og regluleg notkun skeljasands hefur tryggt viðunandi sýrustig jarðvegs. Ahersla hefur verið lögð á vand- aða jarðvinnslu og hefur aukin reynsla á því sviði sýnilega skilað vaxandi uppskem af byggi. Mest hefur verið ræktað af sexraða byggi (Arve). Holl ræktunarráð hafa verið sótt til Jónatans Her- mannssonar tilraunastjóra sem einnig hefúr verið með komrækt- artilraunir á Hvanneyri nú um árabil. Ur þeim og af öðmm Hvann- eyrarökrum hefur fengist hráefni til byggverkunartil- rauna sem frá hef- ur verið sagt á öðr- um stöðum. Vorregn og votir hauststormar hafa reynst vera hvað helstu takmarka- þættir komræktar- innar á Hvanneyri. Með haustvinnslu akranna hefur þó mátt ráða við það fyrra að nokkru marki. Vonir eru bundnar við að ræktun skjólbelta geti bætt skilyrði komsins þegar eftir Bjarna Guömundsson kemur fram á hið viðkvæma stig fullþroskunar þess. Kornræktin og vélar TIL HENNAR Öll ræktunarvinna sem og skurður og þresking hefur verið unnin með hefðbundinni tækni. Reynt hefur verið að komast hjá íjárfestingu í sérbúnaði vegna komræktarinnar en þjónusta bú- verktaka nýtt í sem mestum mæli, ýmist með manni og vél ellegar leigðum vélum. Dráttar- vélar, hálmbindivél og þrískera- plógur, sem einnig er notaður við alla plægingakennslu skólans, eru helstu eigin tæki sem notuð eru. Byggið hefur verið súg- þurrkað, en súrsun aðeins reynd í rannsóknaskyni. Frá blómatíð súgþurrkunarrannsókna Verk- færanefndar ríkisins og Tilrauna- ráðs búfjárræktar var á Hvann- eyri til búnaður til þurrkunar, blásari og loftdreifikerfi. Þessum búnaði var breytt svo hæfði byggþurrkun; keyptur var varma- skiptir fyrir heitt vatn svo að ná mætti hraðri og öruggri þurrkun. Mývetningurinn Jóhann Þorsteinsson, nemi við LBH, telur hálminn góðan undirburð undir hrossin enda sé hálmurinn saxaður hæfilega smátt. Ljósm. Bjarni Guðmundsson. | 30 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.