Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 36

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 36
Þurrkunaraðstaða: Ekki er gjaldfærður fastur kostnaður af þurrkunaraðstöðu (hlöðu, blásara m. rafmótor, loftstokkum o.fl.) enda að mestu um gamla fjárfest- ingu að ræða. Allt kostar þó sitt, svo rétt væri að hafa nokkra upp- hæð í dæminu til þess að mæta því. Rœktunarstyrkir. 35 þús. kr. ræktunarstyrkur kemur til frá- dráttar heildarkostnaði. Endanlegt verð byggsins (kr./kg) ræðst af tvennu: Saman- lögðum kostnaði við ræktun og verkun annars vegar og nýtanlegu uppskerumagni hins vegar. Fyrri liðinn sjáum við í töflunni að of- an. Nýtanlegt magn af þresktu og þurrkuðu byggi nam alls 19.500 kg þurrefnis en það svarar til 3,5 tonna á hektara (um 4,0 t af geymsluþurru byggi; 10-12% þe.). Samkvæmt þessu kostaði byggið á Hvanneyri nú í haust um 23 kr./kg þurrefni væri allur kostnaðurinn lagður á komhluta uppskerunnar og engin fyrirhöfn lögð í hálminn; það svarar til 20 kr./kg af geymsluþurru byggi. En fleira eru verðmæti en byggkomið eitt eins og við munum koma bet- ur að. Þetta er dýrt fóður. Kostnaður- inn skiptist í þrjá hluta. Ræktunin, áburður og sáðkom er um það bil þriðjungur, en tveir þriðju hlutar em skurður, þurrkun, völsun og önnur umönnun byggs og hálms til geymslu og notkunar. Völsun byggsins ein nemur tæpum fimmtungi kostnaðar. Vandséð er hvar spara megi. Kostnaðurinn liggur annars vegar í hlutfallslega mikilli vinnu og vélakostaði í efri mörkum (hér er þó reiknað með litlum dráttarvélakostnaði). Mið- að við stóra, samfellda komakra nágrannalanda og lrátt nýtingar- hlutfall dýrustu vélanna þar (sláttuþreskjara, valsara o.fl.) er samkeppnisstaða okkur erfið. Reikningurinn sýnir hve mikil- vægt er að leita allra leiða til hag- ræðingar í ræktun og verkun komsins. AFFÖLLIN - KORNTAPIÐ - OG ÁHRIF ÞEIRRA Nýting uppskemnnar getur haft úrslitaáhrif á endanlegt verð kornuppskerunnar. A síðasta skeiði þroskans er byggið afar viðkvæmt fyrir áfollum. Þau hel- stu em fok og hrun úr axi vegna stórviðra (A) og síðan tapið er verður við skurð og þreskingu komsins (B). Undanfarin haust hefur verið reynt að leggja mat á þetta tap við kornræktina á Hvanneyri. Væntanlega verða þeim athugunum gerð skil á öðr- um stað síðar. A sérstökum til- raunareitum reyndist samtala þessa taps (A+B) nú á liðnu hausti vera þetta, talið í kílóum þurrefnis í byggkomi á hektara: Sex-raða bygg (Arve) 550 Sex-raða bygg (Olsok) 318 Tveggja-raða bygg (Skegla) 162 Svo virtist sem foktapið væri enn meira á ökrum sem opnari vom fyrir Skarðsheiðarveðrum en tilraunaakurinn. Mikill hluti tapsins, tiltekið úr Arve-byggi, var vegna foks í kjölfar stórviðr- is 4. og 5. september, er meðal- vindhraði sló í 17-18 m/s báða dagana. Hins vegar tókst skurður og þresking með afbrigðani vel hjá búverktakanum, Magnúsi Þ. Eggertssyni bónda í Asgarði í Reykholtsdal. Þurrefni byggsins var þá 66-68%. Hér má geta þess að haustið 2002 varð foktapið tiltakanlega mikið á Hvanneyri; um og yfir 40% af uppskem í verstu dæmunum. Vitanlega er verið að taka töluverða áhættu með ræktun sex-raða byggs við þessar aðstæður. Það er nöturlegt að sjá byggið geta vaxið og þroskast en tæknina bregðast til þess að fylgja því síðasta spöl- inn. Ekki er vafí á að forsláttur byggsins hefði bjargað miklu á liðnu hausti. Hver sem vill getur reiknað þau áhrif sem fok- og þreskitap hefur á endanlegt framleiðsluverð byggsins. Reynsla okkar frá Hvanneyri er sú að þar geti ein- faldlega munað því hvort ræktun- in gangi með afgangi eða ekki. Um hismið og kjarnann Löng reynsla er fýrir því að hálmur er hið prýðilegasta efni í undirburð. Með vaxandi framboði af hálmi hafa vinsældir hans vax- ið, auk þess sem efldur áhugi á velferð búfjár hefur komið hálm- inum í sviðsljósið að nýju. Gerðar hafa verið tilraunir með hálm und- ir mjólkurkýr og sauðfé og reynt hefur verið að nota hann eins og spæni undir hross sem nú eru keyptir í miklum mæli. Hálm- blandað hrossatað, sem omast hefur, er hinn ágætasti jarðvegs- bætir. Við endurgerð hesthússins á Hvanneyri fyrir fáum áram var komið upp stíum í stað bása þeirra sem áður voru. Skapaðist þá þörf fyrir undirburð og kom nú þurr komhálmur af Hvanneyrar- ökmm sér vel. Hefur hálmurinn verið notaður í tvo vetur með góð- um árangri. Hálmurinn er saxaður og þarf 2,5-3 kg af hálmi undir liveiu hest á dag. Aiiiiar kostur væri að nota spæni. Með núver- andi verðlagi á spæni og með eðli- legri notkun sýnist mega borga um það bil 20-25 krónur fyrir kílóið af fullþurrum og söxuðum hálmi, varlega talið. Nýtanleg hálmuppskera á Hvanneyri nam um það bil 18 tonnum þurrefnis haustið 2003, um 3,1 tonn þe./ha. Hún ætti að duga undir 50 hross í 4 mánuði. Aætlað söluverðmæti hennar | 32 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.