Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 19

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 19
rekja þetta til vatnsrofs og hæg- fara tilfærslu á jarðvegi sem leitar undan hallanum Þar sem vatnið nær að mynda seytlur eða læki grefur það vatns- rásir. Þá er rofið komið á mjög al- varlegt stig og tap á jarðvegi mjög mikið. Stærri vatnsrásir myndast oft í eða við hjólfor þar sem jarð- vegurinn er þéttastur og vatnið sígur hægast niður. Vatnsrof er hvarvetna algengt í brekkum og hlíðum landsins og því vel þekkt, það tilheyrir landslaginu og er oft ekki veitt mikil athygli. Vindrof Uppblástur og áfok eru hugtök sem öllum Islendingum eru vel kunn. Þá leitar hugurinn frekar til hálendis og sanda en til gróður- sælla héraða og foks úr ökrum. Moldrok úr flögum er þó vel þekkt en meðan tún eru einungis unnin á áratuga fresti er þetta ekki afgerandi vandamál. Tjón hefur þó stundum orðið mikið þegar fokið hefur úr flögum, sem nýsáð var í, og fræið annað hvort fokið með moldinni eða mjög tafið fyrir spírun. Einnig er alvar- legt vindrof úr kartöfluökrum þekkt. Þegar vindrof fer á stað hreyfist grófur sandur og jafnvel möl eftir yfirborðinu en tekst ekki á loft. Fínni kom, aðallega meðal fínn og fínn sandur, takast á loft en ná einungis nokkurra tuga cm hæð að jafnaði en skella síðan á jörð- inni aftur og losa um jarðveg. Lendi kornin á fyrirstöðu er svarfmátturinn mjög mikill og þar sem sandfok er mikið er grjót sorfið, staurar étast upp og miklar skemmdir verða á gróðri en einn- ig á bílum og mannvirkjum (5. mynd). Fínustu komin, fínn sand- ur, méla, leir og lífræn efni berast mun hærra upp, mynda svif í and- rúmsloftinu og geta borist tugi eða hundmð kílómetra (6 og 7). í Vindrof • Víndur nær að koma lausu efni á hreyfingu • Korn stærri en ca. 0,5 mm skríða eða skoppa eftir yfirborði • Korn afstærð ca. 0,05 - 0,5 mm berast nokkra cm eða tugi cm upp en falla sfðan niður. Ef sandkornin eru létt eða vindur mikill þá geta mun stærri korn borist á þennan hátt. Það er talað um stökkhreyfingu. Svörfunarmáttur er mjög mikill • Finustu kornin, méla, leir og lifræn efni berast frá nokkrum metrum í nokkra kilómetra upp i loftið og geta borist hundruð kílómetra. Mynda mistur I andrúmslofti. 5. mynd. Hreyfing mismunadi stóra korna með vindi (6). moldroki tapast því fínustu kom jarðvegsins sem eru mikilvægust fyrir frjósemi hans. Sandurinn hleðst hins vegar upp í sands- kafla. Með moldrokinu tapast einnig mikið af næringarefnum og lífrænum efnum úr jarðvegin- um. A sendnum jarðvegi, þar sem tilfærsla verður á sandinum innan akursins en fínu efnin hverfa, er þetta tap sérstaklega tilfinnanlegt og dregur fljótt úr frjósemi lands- ins. Moldrok úr flagi getur virst lítið og tap á jarðvegi óverulegt. Á ökr- um, sem unnir eru árlega, getur tapið hins vegar orðið verulegt og haft langvarandi neikvæð áhrif á frjósemi landsins. Þar sem fokið hefur ofan af kartöflum á akri er ástandið mjög alvarlegt og tjónið í raun óbætanlegt. Vamir gegn rofi Vamir gegn roft á ökmm geta verið margþættar og það fer eftir aðstæðum til hvað aðgerða gripið er. Hér er ekki gerður greinamun- ur á vömum gegn vatnsrofi og vindrofi, sumar aðgerðimar eiga frekar við aðra gerðina en aðrar henta til að hamla báðunr. * Forðast þjöppun þannig að regn- og leysingarvatn eigi greiðan aðgang niður í jarðveg- inn. * Taka íyrir árennsli á akurinn af nærliggjandi landi eða skurð- um sem geta stíflast af snjó. * Halda ökmnum lokuðum með gróðri eða hálmi eins lengi og unnt er. * Plægja landið lárétt á hæðarlín- ur þannig að vatn safnist fyrir í plógstrengjum en myndi ekki vatnsrásir í þeim. * Vinna landið að vori til að styt- ta tíma opinna flaga eins og unnt er. * Rækta skjólbelti til að brjóta upp vind. * Hrjúft yfirborð er stöðugra gagnvart rofi en fínunnið og slétt. Vatn hripar betur niður í jarðveg sem er með grófúnnið yfirborð. Sandur og fín efni fara síður af stað í roki af gróf- unnu yfirborði en fínunnu og sléttu. Viðkvæmasti tíminn er því oft frá sáningu og þar til gróður hefur náð sér á strik. Hámarksrof á ári - ERU EINHVER MÖRK TIL? Magn jarðvegs, sem hreyfist vegna rofs á ökrum, er mjög breytilegt milli ára og eftir að- stæðum. I tempraða beltinu, sem er það stöðugasta hvað rof varðar, Freyr 1/2004 - 15 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.