Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 24
Þegar selskinn er skafið meá háþrýstidælu verður fiturönd eftir á jaðri skinn- anna. Hér er sýnt hvernig hún er skorin af áður en skinnið er losað af flek- anum. Ljósm. ÁS. er þá skorin af áður en naglamir, sem halda skinninu, eru teknir úr. Eftir að fitan hefur verið blásin úr með þessum hætti vilja tægjur og himnur, sem lágu um fituvef- inn, vera nokkuð áberandi. Þetta má ijarlægja með léttri yfírferð með beittum hníf, en yfirleitt er þess ekki þörf því að við þurrk- un/spýtingu hverfur þetta að mestu og hefiir ekki áhrif á verk- un skinnsins að öðru leyti en því að það er dálítið þykkara heldur en skinn sem skafin eru með eldri aðferðum. Kaupendur skinna hafa ekki fundið að þessu þegar skinn- in eru metin. Ekki skiptir miklu máli hversu mikið spik fylgir skinninu, þegar skafið er með þessum hætti, þótt e.t.v. sé eitthvað fljótlegra að beita dælunni ef nett er flegið. Fita og spikræmur skolast sjálf- krafa út af brettinu sem unnið er á og gæta þarf þess að þær lendi ekki undir skinninu. Velja þarf þannig stað fyrir þessa vinnu að hreinsa megi spikið upp eða láta það hverfa ofan í jarðveginn eða í burtu með rennandi vatn. Tæpast verður hjá því komist að fljótandi fita lendi í hárum skinnsins. Til þess að auðvelda þvott á skinninu þá hefúr það reynst vel að skola fitu úr hárahliðinni í lokin með því að beita vatnsdælunni á þá hlið en gæta þess þá að halda úð- aranum talsvert lengra frá heldur en þegar skafið er og beita honum ekki á móti legu háranna. Samkvæmt tímamælingu hefúr það tekið 5-10 mínútur að skafa hvert skinn. Skinn sem á að spýta ÞARF AÐ ÞVO Öll skinn, sem á að spýta/þur- rka, þarf að þvo sem fyrst. Þvottur þeirra er afar mikilvægur til þess að losna við grút sem spillir þeim á síðari stigum. Vel reynist að nota heimilisþvottavélar. * Blóðug skinn eru fyrst skoluð úr köldu vatni. * Skinnin eru þvegin í volgu sápuvatni, hiti þvottavatns má þó aldrei fara yfir 35 °C. * Nota má grænsápu eða venju- legt þvottaduft (með talsverð- um þvottasóda i). * Hæfilegt er að blanda 300-400 gr. af þvottadufti í 20-30 lítra af vatni. * I fyrsta þvott er gott að nota 100 gr. af þvottasóda ásamt þvottaefninu. * Ein blanda nægir fyrir u.þ.b. 10 skinn. * Skinnið skal þvo upp úr þrem slíkum þvottablöndum. * Skinnið er síðan skolað ræki- lega, fyrst í volgu vatni síðan í köldu rennandi vatni. Halda þarf í skinnið aftanvert og gæta þess að skolvatnið ýfi hárin vel. * Aldrei má nota bensín, klór eða olíu til þvotta. * Skinnin má þvo í venjulegum þvottavélum. * I þvottavél er hæfilegt að þvo tvö í hverri umferð og nota 60 - 100 gr. af þvottaefni. Spýting/þurrkun selskinna Þegar búið er að þvo skinnin er mesta vatnið látið síga úr þeim með því að hengja þau á slá með hárin út. Síðan hefst spýtingin sem felst í því að skinnið er strengt á fleka eða sléttan timbur- vegg. * Æskilegt er að vel lofti í gegn- um flekann/vegginn. * Skinnið er fyrst hengt upp með einum nagla á jaðar skinnsins mitt á milli hlustagata. * Þamæst em settir naglar í hom- in að ofan og síðan strengt á milli hreifagata. * Síðan er neðri kantur skinnsins festur með nagla í gegnum dindilinn og lengd skinnsins ákveðin um leið. * Avallt skal þess gætt að ná beinni hrygglínu. * Að lokum er bætt í nöglum með um 4-5 cm millibili og þeir settir í hægri eða vinstri jaðar til skiptis. * Sumir nota fleka eða spóna- plötur til að spýta skinnin á og hafa strikað/merkt mót á plöt- unni til að strekkja skinnin eft- ir. * Flekana eða plötumar má síðan hafa í hjalli eða útihúsi þar sem 120 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.