Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 39

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 39
 Stangveiðimenn við Laxá í Þingeyjarsýslu. Ljósm. Guðni Guðbergsson. þeir íjármunir, sem varið var til veiði, skiptust og talið með það sem notað var á árinu en ekki taldir með hlutir sem endast lengur en eitt ár. Skipting kostn- aðar kemur fram í töflu 1. Af þessu sést að stangveiði hér á landi er verðmæt auðlind en ekki var farið út í að reikna margfeldisáhrif hinna ýmsu þátta en þau geta verið umtals- verð og meðal annars haft áhrif á búsetu, ekki síst vegna þess að veiðiréttur fylgir landi og að veiðiréttarhafar eru flestir bænd- ur. Óbein verðmæti I könnuninni voru þeir sem stunduðu veiði spurðir að því hversu miklu hærri upphæð þeir væru tilbúnir til að verja til við- bótar fyrir sambærilega veiði- ánægju og kom þá fram að það var 800 milljón krónur, en taka ber fram að ekki var spurt hvem- ig sú upphæð skiptist. Þeir sem veiddu ekki töldu sig tilbúna að leggja á sig aukalegan kostnað með hærri sköttum til að vernda og viðhalda möguleikum til veiða og var sú upphæð alls 1610 milljón krónur. Þeir sem áttu annan í ljölskyldunni sem veiddi voru tilbúnir til að bæta við sig um 310 milljón krónum. Þeir sem veiða ekki meta verðmæti möguleika til veiða ýmist út frá því að hafa möguleika fyrir sig eða sína afkomendur til að stun- da veiði eða í formi beinnar nátt- úruverndar. Samtals er verðmæti ónýttra veiðihlunninda af stærð- argráðu sem er svipuð þeirri sem nýtt er til veiða, eða nærri 2680 milljónum kr. Mat á verðmætum auðlindar, eins og hér hefur verið rakið, er mikilvægt fyrir þá sem auðlind- irnar eiga. Þeirra er ábyrgðin á því að stunduð sé sjálfbær nýting til framtíðar. Það ætti einnig að efla ábyrgð opinberra aðila sem með nýtingu, skipulag og nátt- úruvernd fara en stangveiðar byggjast á villtum stofnum sem viðkvæmir eru fyrir utanaðkom- andi áreiti, mengun, spillingu vatnsgæða og búsvæða. Fiskar standa efst í fæðukeðju í fersku vatni og sýna fljótt ef þar verður röskun. Mat í krónum gerir auð- lindina sýnilegri, auðveldara er að verjast ásókn sem kann að hafa neikvæð áhrif á þau verð- mæti sem í húfí eru. Ljóst er einnig að stangveiðar eru út- breidd iþrótt sem stunduð er af þriðjungi Islendinga á aldrinum 18-69 ára og því ekki eingöngu tómstundagaman auðmanna eins og oft er látið að liggja í umræð- um. í framhaldi af þessari könnun væri mikilvægt að fá upplýsingar um fjölda og ástundun erlendra veiðimanna sem koma hingað til lands og þær fjárupphæðir sem þeir verja nteðan á dvöl þeirra stendur. Hér á landi fylgir veiðiréttur landi. Þeir sem veiðirétt eiga eru oftast bændur og eru veiðitekjur oft drjúgur hluti tekna þeirra. Ef veiði er stunduð á sjálfbæran hátt og nýtt með stangveiði þarf oft lítið fyrir þeim tekjum að hafa. Stærstur hluti þeirra sem stundar stangveiði eru aðkomnir úr þéttbýli bæði hérlendis og er- lendis frá. Nýting veiði með stangveiði veitir því fé frá þétt- býli til dreifbýlis. Stangveiði á laxi er gjarnan boðin föl á mark- aði og hefur orðið talsverð hækkun á leiguverði til bænda. Eftirspurn eftir silungsveiði í ám og vötnum hefur einnig farið vaxandi á undanförnum árum. Enn eru mikil tækifæri ónýtt er varða silungsveiði og ættu bændur sérstaklega að gefa því gaum. Hér á landi hefur félags- leg nýting veiði innan veiðifé- laga gefíð góða raun. Bætt að- gengi og upplýsingar um hvar er hægt að veiða, hvar veiðileyfí fást og hvers konar veiðivon er í boði eru þættir sem vert er að gefa gaum og oft auðvelt að koma á framfæri. Veiðar eru lið- ur í afþreyingu ferðamanna og tengjast því beint almennri ferðamennsku. Freyr 1/2004 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.