Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 27
Ur kornræktartilraunum 2003 Korn og kornrækt var snar þáttur í jarðrækt- artilraunum Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins á nýliðnu ári eins og oft áð- ur. Margar tilraunir fjölluðu um nýtingu byggs og fleiri korntegunda til annars en framleiðslu á korni svo sem til grænfóðurs og um þátttöku korns í sáðskiptum. Hér verð- ur þó ekki fjallað um það held- ur eingöngu ræktun á byggi til þroska. Fyrst og fremst verða tilraunir með samanburð bygg- yrkja gerðar að umtalsefni. Árferði Árið 2003 var eitt hið allra besta í manna minnum. Vetur var nán- ast snjólaus um land allt og hver- gi fraus svo á láglendi að klaki kæmi í jörð. Sáð var með góðum árangri undir Eyjafjöllum 6. mars og í Þingeyjarsýslu voru akrar að mestu fullsánir fyrir miðjan apríl svo að dæmi sé tekið. Þessu góða vori fylgdi svo afburðahlýtt sum- ar. Meðalhiti fimm mánaða, maí til september, var heilu stigi hærri en meðalhiti sömu mánaða á hlý- indaskeiðinu 1931-60. Þessi ár- gæska skilaði sér í komakra landsins og uppskera varð meiri en dæmi em um hér á landi. og Kvíabóli í Köldukinn. Auk þess vom gerðar tilraunir á Til- raunastöðinni á Korpu. Venja hef- ur verið að mæla uppskeru ein- stakra tilrauna með því að taka meðaltal sex bestu yrkja á hverj- um stað. Eftir þeim mælikvarða var komuppskera úr einstökum tilraununum 5,0-6,3 tonn þe./ha, að meðaltali 5,3 tonn þe./ha. Árið var því metár og nánast jafngott um allt land. Mest uppskera mældist í Vindheimum, hinar til- raunimar vom áþekkar innbyrðis. Hér verður sagt stuttlega frá einstökum tilraunum árið 2003, utan Korpu. Sáð var í þær allar fyrir sumar, fyrst á Þorvaldseyri 19. apríl og síðast á Hvanneyri 23. apríl, það er síðasta vetrardag. Það er einsdæmi. Tilraunimar vom skomar á bilinu 1. september (Vindheimum) til 9. september (Þorvaldseyri). Slagviðri eins og þau gerast verst gekk yfir 4. sept- ember meðan enn voru óskomar tilraunimar á Þorvaldseyri og Hvanneyri. eftir Jónatan Hermannsson, Rannsókna- stofnun land- búnaðarins 1. Þorvaldseyri, sandborin mýri. Efst röðuðust seinþroska yrki, Ven, Rekyl og Saana og kemur það ekki á óvart miðað við ár- ferðið, Kría og Filippa vom i íjórða og fímmta sæti. Hitt kom meira á óvart hversu sexr- aðakom stóð sig vel á þessum stað, ekki bara Ven heldur líka Lavrans, Arve og Olsok. Ekki bar á að veður hefðu brotið það né hrist kom úr axi. 2. Hvanneyri, niýri. Seinþroska sexraðayrki vom þar á toppn- um, best Nina frá Noregi, ís- lensk tvíraðayrki stungu sér þar inn á milli svo sem Teista Kornræktartilraunir Árið 2003 gerði Rannsókna- stofnun landbúnaðarins tilraunir með bygg til þroska á fimm stöð- um í ýmsum landshlutum eins og undanfarin ár. Hluti þeirra fjallaði um samanburð milli yrkja og verður hann til umræðu hér. Til- raunimar voru gerðar á Þorvalds- eyri undir Eyjaijöllum, Hvanneyri í Borgarfirði, Vindheimum í Skagafirði, Miðgerði í Eyjafirði 1. mynd. Reitur með Skúmi skorinn á Kvíabóli 2. september 2003. (Ljós- mynd Ólafur Eggertsson). Freyr 1/2004 - 23 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.