Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 22

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 22
Eysteinn G. Gislason í Skáleyjum að flá landselskóp. Hér sést hvernig bringubótin er skilin eftir. Ljósm. ÁS. Hvernig ber að STANDA AÐ FLÁNINGU? * Best er að nota borð eða grind í hæfilegri vinnuhæð. * A fláningsborðinu er selurinn látinn liggja með kviðinn upp. * Rista skal fyrir við, a) hlustagöt á hausnum, b) á ffamhreifum eins framarlega og kostur er og c) á afturhreifum þannig að hring- skurðurinn verði sem næst miðj- um dindli eða þannig að aftur- lireifamir rétt nái að hanga sam- an á skinninu á milli þeirra eftir að þeir hafa verið skomir af. * Algengt er að rista beina línu eftir kviðnum á milli hring- skurðanna. Einnig má rista aft- ur á miðjan háls og síðan út á báða framhreifa og þaðan á ská Hiimar Guðmundsson á Kolbeinsá skefur með skaröxi. Ljósm. ÁS. 118 - Freyr 1/2004 inn á miðjan kvið og síðan beint aftur, en þá er bringubót- in skilin eftir. Þannig verður auðveldara að skafa og þvo og skinnin taka minna pláss á þili. * Skinnið er flegið frá spikkáp- unni þannig að sem minnst spik fylgi því. * Algengt er að byrja fremst við háls, þeim megin sem að flán- ingsmanni snýr. * Hnífnum er stungið skáhalt niður með skinninu og eggin látin vita upp. * Teknar em á ská alllangar risp- ur allt að þumlungi breiðar. * Skinnið er yfirleitt flegið öðm megin frá. Selnum er því snúið jafnóðum og skinnið losnar. * Nota skal vel beittan hníf við fláninguna, með bogadregnum bakka að framan. Eldri aðferdir við AÐ SKAFA SELSKINN Eldri aðferðir við að skafa sel- skinn (fjarlægja fituna/spikið inn- an úr skinninu) byggjast á því að nota hníf eða annað eggjám. Við það verk nota menn mismunandi leiðir en hér verða nefndar þrjár. * Að veija dúk eða öðm þykku efni um hné og upp á læri, þannig að þar myndist sem sverastur sléttur flötur, en plast eða annað vatnshelt efni er haft yst. Skinnið er síðan skafið á lærleggnum og vafið jafnóðum upp á meðan skafið er. Notað- ur er hárbeittur, nokkuð breiður hnífur til að skafa/skera fituna frá holdrosanum og honum beitt skáhallt á skinnið og alltaf beitt/ýtt frá sér. * Að nota plastbelgi (lóðabelgi) til að skafa á, í stað þess að hafa skinnið á læri sér, en koma þeim þá fyrir í hæfilegri vinnu- hæð t.d. í lágri tunnu. * Að negla skinnið á fleka eða slétt borð, t.d. spónaplötu, og skafa fituna úr með arfasköfu,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.