Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 41

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 41
Hrognagröftur sem fisk- ræktaraðgerð Hrognagröftur er auð- veld og ódýr leið til að hjálpa laxi að ná fót- festu aftur á árköflum þar sem hann hefur látið undan síga eða nýta hliðarár og svæði þar sem lax fer ekki sjálfur til hrygning- ar. Hrognagröftur felst í því að koma fyrir frjóvguðum laxa- hrognum í ám og lækjum að hausti sem svo klekjast út sem laxaseiði vorið eftir. Hrognagröftur hefur verið reyndur við og við á Islandi og hefúr í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt íyrir það er þessi fi- skræktaraðgerð lítið stunduð hér- lendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð erlendis, sérstaklega í Kanada og Bandaríkjunum, þar sem laxastofnar eiga í vök að verj- ast eða eru í útrýmingarhættu. Hrognagröftur þykir náttúrulegri fiskræktaraðgerð en seiðaslepp- ingar að því leyti að hrogna- og seiðastig fer allt fram í ánni sjálfri en ekki að hluta eða mestu leyti í eldisstöð. Þannig ná valkraftar náttúrunnar og aðstæður á hverj- um stað að verka á hrogn og seiði nánast frá upphafi. Á HVERNIG STÖÐUM LAXINN Laxinn hrygnir neðst í hyljum og efst í malarbrotum fyrir neðan þá. Seint á haustin má gjaman sjá bletti í árbotninum sem lax- inn er byrjaður að pússa. Hrygn- ingarstaðir eru því valdir nokkm áður en hrygningin sjálf fer fram. Vegna þess er óæskilegt að mikið rask eða truflun verði í ánni rétt fyrir hrygningu eða á hrygningartíma. Laxinn grefur um 10-30 sm holu með því að beita sporðinum og raufaragg- um. Eftir að hrygningu er lokið sópar hann möl yfir frjóvguð hrognin með sama hætti. Hve djúpt er grafið fer nokkuð eftir undirlaginu og stærð laxanna. Stórlax grefur dýpri holur en smálax. Nægjanlega mikið rennsli þarf að vera um hrognin eftir hrygningu en árbotninn þó það stöðugur að hrogn og seiði, sem em að þroskast, merjist ekki eða sópist í burtu. Ef straumur er of stríður er einnig erfiðara fyrir laxinn að koma hrognunum fyrir án þess að stór hluti þeirra skol- ist í burtu. Laxinn á ekki auðvelt með að hrygna á mjög smágrýtt- um eða stórgrýttum árbotni og ef mölin sem hann hrygnir í er of eftir Bjarna Jónsson, fiskifræðing, Norðurlands- deild Veiðimála- stofnunar sendin eða leðjukennd fá hrogn og seiðalirfur ekki nægjanlegt súrefni til að lifa af. Laxinn vel- ur sér hrygningarstaði af kost- gæfni og má af því læra þegar staðir til hrognagraftrar eru vald- ir. Hegðun seiða og búsvæðaval Þroskatími hrogna og laxalirfa fer eftir tíðarfari og þá í beinu ltATrtWM-rt 'Alíca iv£6sT~ Laxaseiði úr Álku i Vatnsdat. Seiði eru mjög breytileg að stærð eftir aldri og nýta sér búsvæði með mismunandi hætti. Freyr 1/2004 - 37 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.