Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 8
Minning Ásgeir Bjarnason f. 6. september 1914, d. 29. desember 2003 Síðari hluti tuttugustu aldarinn- ar var eitt merkilegasta tímabilið í sögu landbúnaðar á Islandi. Hina fyrri áratugi voru framkvæmdir, tæknilegar framfarir og afkasta- aukning hjá bændum meiri en á nokkru öðru skeiði. Bjartsýni ríkti og bændur töldu sig vinna þjóðar- búinu vel með framkvæmdum sínum og afurðaaukningu. Brátt var því takmarki náð að ffam- leiðslan fullnægði vel þörfum þjóðarinnar og breytt ytri skilyrði gerðu það að verkum að stefha tók í offramleiðslu búvara miðað við þá markaði sem buðust. Var þá svo komið að draga varð úr fram- leiðslunni og skipuleggja hana með nokkrum hætti. Hér var þró- unin sú sama og hjá öðrum sam- bærilegum velstæðum löndum. Fyrir forystumenn bænda og þá alla sem komu að stefhumörkun fyrir landbúnaðinn og málefhi sveitanna var síðara skeiðið sýnu erfiðara. Það erfiðasta var að halda aftur af framleiðslunni en tiyggja þó áframhald búnaðarlegra ffamfara á öllum sviðum og ekki síður að stan- da vörð um velferð sveitanna. As- geir Bjamason var i forystusveit bænda og oft í ffemstu víglínu nær allan síðari hluta aldarinnar síðustu og reyndist jafh traustur hvort sem sótt var eða varist. Ásgeir átti rætur sínar allar í Dölum vestur, sprottnar úr þeirra frjóu mold og hann bar þess merki. Hann var fæddur í Ásgarði í Hvammssveit og átti þar heima allt sitt líf. Foreldrar hans vom hjónin Salbjörg Jónea Ásgeirs- dóttir ljósmóðir og húsmóðir (f. 24. nóv. 1870, d. 29, ágúst 1931) og Bjami Jensson bóndi og hrepp- stjóri í Ásgarði (f. 14. maí 1865, d. 21. ágúst 1942). Þau hjón eign- uðust 17 börn og var Ásgeir yngstur þeirra. Ásgarður liggur í þjóðbraut þar sem gestagangur var mikill og fyr- irgreiðsla við ferðalanga þótti sjálf- sögð meðan enn var ekki vegað um landið. Bjami Jensson var þjóð- þekktur fyrir hressileik sinn og þau hjón þóttu samhent að rausn. Ásgeir Bjamason hleypti heim- draganum er hann fór til náms á héraðsskólann í Reykholti í Borg- arfirði. Þar lauk hann prófi vorið 1934. Eftir það fór hann að Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræði- prófi vorið 1937. Síðan fór hann til Noregs til ffamhaldsnáms í búfræði og stundaði það við Statens smábrakslærerskole á Sem við Osló. Þaðan lauk hann búffæði- kandídatsprófi vorið 1940. Þá var heimsstyijöldin síðari skollin á og Þjóðveijar búnir að hemema Noreg og allar leiðir heim virtust lokaðar. Ásgeir fékk þá um sumarið vinnu í Ásgarði við jarðræktartilraunastöð Búnað- arháskólans á Ási að Vollebekk. Hugur hans stóð þó til að komast frá Noregi svo fljótt sem verða mátti. Hann sótti því um heimild til að fara til Svíþjóðar og fékk til þess leyfi og beið þá ekki boðanna og fór samdægurs og slapp yfir landa- mærin en aðrir, sem þetta reyndu, vora ekki svo lánsamir. I Svíþjóð fékk Ásgeir vinnu við fræeftirlit við Statens Centrala Frökontrollanstalt i nágrenni Stokkhólms og vann þar árið 1941 og fram undir árslok 1942, að hann komst með næturflugi til Skotlands og þaðan heim með ís- lenskum togara og var þá komið fast að jólum. Öll var ferðin nokk- uð ævintýraleg. Ásgeir hóf búskap í Ásgarði vor- ið 1943 á móti Jens, bróður sínum. Þá var stórt heimili í Ásgarði, svo sem löngum hafði verið og hefur þess verið minnst að sex vanda- lausir áttu þar skjól á ævikvöldi. Ásgeir hafði ekki lengi setið að búi er tekið var að leita til hans um að taka að sér trúnaðar- og þjónustu- störf fyrir sveit og samfélag. Hann var fenginn til að annast bókhald Sparisjóðs Dalasýslu árið 1944 og sá um það til 1956. Ásgeir var ung- ur kosinn í hreppsnefnd Hvamms- hrepps 1945 og átti þar sæti til 1950 og aftur 1956-1978 og hrepp- stjóri Hvammshrepps var hann 1956-1984. Er kom að Alþingiskosningum árið 1949 var leitað til hins unga velmenntaða bónda í Ásgarði og farið ffam á það við hann að hann gæfi kost á sér í framboð fyrir Framsóknarflokkinn. Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður hafði þá 14 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.