Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 11
um, þ.e. garð- og skógarplöntu- braut, ylræktar- og útimatjurta- braut og blómaskreytingabraut. I umhverfistæknideild eru tvær brautir, þ.e. skrúðgarðyrkja, sem er löggilt iðngrein, og umhverfis- braut. Og i skógræktartæknideild er svo skógræktarbraut. Síðan er garðyrkjuframleiðslu- tækni sem er á háskólastigi og í bígerð er að bjóða nám á tveimur öðrum brautum á háskólastigi, skrúðgarðyrkjutækni og skóg- ræktartækni. Endurmenntun? Endurmenntunamámskeið eru haldin á öllum sviðum skólans. Þar má nefna námskeið fyrir yl- ræktarbændur og garðplöntufram- leiðendur, námskeið fyrir starfs- menn sveitarfélaga og blóma- skreytinganámskeið. Við byrjuðum svo árið 2001 með röð námskeiða sem nefnast “Grænni skógar”. Þar erum við með skógarbændur á Suðurlandi og Norðurlandi sem eru innritaðir í skólann í þriggja ára nám, sem fram fer í námskeiðum. Alls eru þetta 50 nemendur sem koma til okkar tvisvar til þrisvar á hverri önn en em að öðru leyti í fjar- námi. Allt í allt héldum við á 34 nám- skeið árið 2003, þar með taldar námstefnur fyrir fagfólk með ís- lenskum og erlendum fyrirlesur- um. Þátttakendur voru um 1000. Framleiðnisjóður styrkir myndar- lega þetta starf. Erlend samskipti? Við höfúm samstarf við marga erlenda háskóla en þó mest við Sænska landbúnaðarháskólann vegna fyrri tengsla minna við hann. Tengsl við Þýskaland fara vaxandi, bæði á sviði blóma- skreytinga og garðyrkjutækni. Einnig höfúm haft gott samstarf við Beder garðyrkjuskólann á Jót- landi og þaðan hafa komið margir leið- beinendur á endur- menntunarnám- skeið okkar. Rannsóknir við skólann? Þar höfum við verið með verkefni sem hafa verið styrkt af Fram- leiðnisjóði og RANNÍS. Auk þess fengu ylræktar- bændur til umsjón- ar ákveðna upphæð á ári til að styrkja þróunarstarf í greininni í tengsl- um við aðlögunar- samning garð- yrkjubænda við ríkið árið 2002. Þar höfum við fengið styrki til að sinna þjónustu- rannsóknum og sú starfsemi fer vax- andi. Rannsóknarverk- efni okkar eru eðli málsins samkvæmt mjög hagnýt. Við erum þannig með tilraunir sem miða að því að auka uppskeru á fermetra í gróð- urhúsum. Þá höfúm við líka verið að skoða vistvænni aðferðir við framleiðsluna, m.a. verkefni um endumýtingu áburðar i ylrækt. Svo má nefna svokallað blóm- laukaverkefni sem miðar að því að rækta hér páskaliljulauka, m.a. setja þá niður, láta þá vaxa, taka þá upp og selja til útlanda. Þama höfum við beint athyglinni að Mýrdalnum og Vestur-Skaftafells- sýslu út af mildum vetmm á þeim slóðum. Þetta verkefni gengur upp og niður, eins og er þá lofar það engu sérstöku en verkefnið á eftir að standa í eitt ár. Síðan höfum við verið með ís- Sveinn fagnar nýrri reglugerð um Garðyrkjuskólann sem landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, undir- ritaði á sumardaginn fyrsta 2003 en reglugerðin heimilar skólanum að bjóða upp á háskólanám. lenska nemendur í doktors- eða meistaranámi, þ.e. nemendur inn- ritaða í erlenda háskóla, sem gera verkefni sín hjá okkur og eru kost- aðir af einhverju leyti af okkur og fleiri stofnunum. Sem stendur em þetta allt skógræktamemar. Hvernig er aðsókn aó hefð- bundnu námi skólans? Hefðbundið nám við skólann er tveggja ára bóklegt nám á fram- haldsskólastigi og eitt ár verklegt í flestum greinum. Aðsókn að því hefúr verið mjög stöðug, við tók- um inn 48 nemendur síðast en af þeim var hluti tekinn inn í fjar- nám. Við bjóðum þó ekki upp á fjarnám í skrúðgarðyrkju og blómaskreytingum. Freyr 1/2004 - 7 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.