Freyr - 01.03.2004, Side 7
ekki síst í markaðsmálum bæði
heima og erlendis.
Astandið á kjötmarkaði hefiir
verið erfitt sökum glórulausrar
þróunar í framleiðslu hvíta kjöts-
ins. Hinn meinti ávinningur neyt-
enda í lægra vöruverði kemur nú í
bakið á þeim með vöxtum með
gjaldþrotuin í kjúklinga- og svína-
framleiðslu.
Ríkisstjómin veitti í lok sl. árs
kr. 140 milljónum til að greiða
sauðfjárbændum bætur vegna
tekjusamdráttar. Ennfremur hefur
verið sett fjármagn til úreldingar
sláturhúsa og uppbyggingar kjö-
tvinnslustöðva.
Það er trú mín að betur horfi nú
í þessum efnum og nú séu for-
sendur til framfara. Þar má nefna
markaðsmál erlendis. Núna starf-
ar í mínu umboði nefird sem ætlað
er að gera tillögur um markaðs-
setningu dilkakjöts erlendis og um
samræmingu á markaðsstuðningi
við sláturleyfishafa, sem og unr
aukið samstarf þeirra sem nú
stunda þennan útflutning.
Ágætu búnaðarþingsfulltrúar.
Fyrirsjáanlegt er að hið fjöl-
þætta hlutverk landbúnaðarins
mun áfram vaxa ört. Ég hef vilj-
að hlúa að þessu verki í starfi
mínu og bendi í því sambandi á
þann árangur sem náðst hefur í
landgræðslu og skógrækt, vexti
ferðaþjónustu, framforum í upp-
lýsingatækni í dreifbýli, uppbygg-
ingu fiskeldis, uppgangi hrossa-
ræktar og hestamennsku og ný-
sköpun í landbúnaði.
Ég vil að lokum þakka Ara
Teitssyni, sem nú hefur ákveðið
að láta af formennsku í BI, fýrir
gott og farsælt samstarf sl. níu ár.
Hér þökkum við þér, Ari, og konu
þinni mikið starf og óeigingjamt í
þágu íslenskra bænda.
Setningarhátíð
Formaður frestaði því næst 1.
þingfundi til morguns og eftirlét
Sigurgeiri Þorgeirssyni, fram-
kvæmdastjóra Bændasamtaka ís-
lands, stjómina á setningarhátíð
Búnaðarþings. Á dagskrá setn-
ingarhátíðarinnar var píanóleikur
Reynis Jónassonar, söngur Vörðu-
kórsins, blandaðs kórs úr upp-
sveitum Ámessýslu, undir stjóm
Stefáns Guðmundssonar og við
undirleik Katrínar Sigurðardóttur,
ljóðalestur Höllu Guðmundsdótt-
ur, bónda og leikkonu, og ræða
Páls Bergþórssonar, veðurfræð-
ings og fýrrum veðurstofustjóra.
Þá vom bomar fram kaffiveitingar
í boði Mjólkursamsölunnar, en að
þeim loknunr veitti landbúnaðar-
ráðherra landbúnaðarverðlaunin
2004. Að þessu sinni féllu land-
búnaðarverðlaunin í skaut Daða
Einarssyni, bónda á Lambeyrum í
Laxárdal, hjónunum Hildi Ragn-
arsdóttur og Jóhanni Nikulássyni,
í Stóm-Hildisey II í Austur-Land-
eyjum, og Eymundi Magnússyni,
bónda i Vallanesi á Héraði. Þá
færði landbúnaðarráðherra Sig-
urði Helgasyni, forstjóra Flug-
leiða, íýrirtækinu sérstaka viður-
kenningu fýrir mikið og gott sam-
starf við landbúnaðinn og fýrir-
tæki hans á undanfömum ámm.
1. þingfundi var síðan frestað en
framhaldið í Búnaðarþingssal
mánudaginn 8. mars.
Kosning kjörbréfanefndar
OG LEITAÐ AFBRIGÐA UM AF-
GREIDSLU KJÖRBRÉFA.
Þingið veitti afbrigðin. Kosn-
ingu í kjörbréfanefnd hlutu Jón
Gíslason, Sveinn Ingvarsson og
Öm Bergsson.
Kosning embættismanna skv.
3. GREIN ÞINGSKAPA
a) Kosinn forseti og tveir varafor-
setar.
Tillaga kom fram um Hauk
Halldórsson sem forseta, Aðal-
stein Jónsson sem 1. varaforseta
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtaka íslands þakkar fyrir
kjörið.
og Þórhildi Jónsdóttur sem 2.
varaforseta. Aðrar tillögur komu
ekki fram og voru þau því rétt
kjörin sem forsetar þingsins og
tóku þegar við stjóm þess.
b) Kosnir tveir skrifarar.
Kosningu hlutu Sigurbjartur
Pálsson og Jóhannes Ríkharðsson.
Uppstillingarnefnd vegna
STJÓRNARKJÖRS.
Afgreiðslu frestað þar til síðar á
fúndinum.
Búnaðarþingsfulltrúar
2004-2006
Frá búnaðarsamböndum
Búnaðarsamband Kjalarnes-
þings
Aðalmaður: Guðmundur Jóns-
son, Reykjum.
Varamaður. Sigurbjöm Hjalta-
son, Kiðafelli.
Freyr 2/2004 - 7 |