Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2004, Page 18

Freyr - 01.03.2004, Page 18
Jóhannes Eggertsson, Sléttabóli, Skeiðum. á það reyna hvort ekki sé hægt að gera hlutlausa könnun á skilaverði útflutnings til framleiðendanna. Varðandi sláturhúsamálin kvaðst hann skilja vel ástæður tillögu- flutnings þeirra Vopnfirðinga, en hann gerði þó athugasemd við orðalag hennar. Reglugerðin skuldbindir sláturhúsin ekki til þess að verða sér úti um útflutn- ingsleyfi, en heilbrigðisreglugerð- imar vom hins vegar hertar með henni. Stjómvöld gáfu upp bolt- ann varðandi endurskoðun sauð- ijársamnings í framhaldi af starfi þeirrar nefndar, sem skilaði tillög- um um lausn á vanda sauðijár- bænda sl. haust, og stjórn LS óskaði eftir afstöðu aðildarfélaga sinna til hennar. Eftir að hafa far- ið vandlega yfir svörin varð það niðurstaða stjómar Landssamtaka sauðijárbænda að ekki væri meiri- hluti fyrir því að taka ákvæði samningsins til endurskoðunar nú og því samþykkti formannafundur að hann skyldi áfram gilda óbreyttur en kröftunum þess í stað beint að stefnumörkun fyrir næsta samning. Að síðustu þakkaði hann fráfarandi formanni Bænda- samtakanna fyrir gott samstarf í málefnum sauðfjárbænda. Um formannskjörið framundan hafði hann þetta að segja: „ Víst þó báði virði ég jafnt og við þá dável kitnni, fjósaþefur finnst mér samt af formannskosningunni. “ 14. Guðbjartur Gunnarsson. Ræðumaður bauð nýja fulltrúa velkomna til starfa og kvaðst vænta þess að þeir hefðu nýja sýn á málefni landbúnaðarins. Hann kvað fráfarandi formann hafa þekkt málin vel frá báðum hliðum er hann tók að sér formennsku í Bændasamtökunum fyrir níu árum í kjölfar sameiningar Búnaðarfé- lagsins og Stéttarsambands bænda og því hafi hann verið einstaklega vel til formennskunnar fallinn. Fyrsta stjóm Bændasamtakanna setti sér það markmið að hugsa málin upp á nýtt og koma með nýja sýn á málin. Það sama verð- ur vafalaust uppi á teningnum með verðandi stjóm. Bændur hafa lengi staðið í vamarbaráttu og því eðli- legt að menn hafi ekki alltaf verið sammála um leiðir i þeirri baráttu en í heildina þá hefúr starfíð verið farsælt. Hann velti því síðan fyrir sér hver væri ffamtíðarsýn þeirra tveggja sem nú byðu fram starfs- krafta sína fyrir Bændasamtökin. Búnaðarþingsfulltrúar þurfa að gera það upp við sig hvort sú framtíðarsýn samræmist þeirra eigin. Starfsumhverfi landbúnað- arins mun taka miklum breyting- um á komandi ámm með opnarar viðskiptaumhverfi í kjölfar al- þjóðasamninga. Enn er hins vegar óljóst hvemig málin munu þróast og það er þvi hlutverk nýrrar for- ystu að móta stefhuna sem bændur þurfa að taka í samvinnu við stjómvöld á hverjum tíma. En hvað með Bændasamtökin sjálf? Hvemig vilja fúlltrúar sjá þróun þeirra á komandi ámm. Hversu hratt á sú þróun að fara? Menn vilja aukið samstarf rannsókna, leiðbeininga og kennslu, en heldur hefúr hægt miðað í þá átt. Við þurfúm að einhenda okkur i þá vinnu að tvinna betur saman leið- beiningar á landsvísu, kennslu og rannsóknir og í þeim efnum hljót- um við jafnframt að þurfa að end- urmeta staðsetningu sjálfra Bændasamtakanna. Taka verður til grundvallarskoðunar hlutverk Bændasamtakanna almennt og jafnframt málefhi einstakra bú- greina í nánu samstarfi við bú- greinasamtökin á komandi ámm. 15. Jóhannes Eggertsson. Ræðu- maður þakkaði fýrir góða setning- arathöfn. Hann kvaðst kjörinn til þings sem fulltrúi svínabænda, en í þeim ranni hafi margt gerst að undanfömu sem síður skyldi. En það tjóar lítið að iðrast, setja verð- ur stefnuna fram á við. Menn em búnir að átta sig á því að sigur vinnst ekki í baráttunni á kjöt- markaðnum með því einu að reyna að koma nágrannanum á hausinn. Samstaða er lykilorðið. Verð svínakjöts til bænda fór niður í kr. 0-140 ákg. Svínabændur lifajafn- ffamt við allt annan raunvemleika en sauðljárbændur varðandi af- setningu afúrðanna því að fram- leiðsla þeirra síðamefndu er alltaf tekin í hús. Það sauð upp úr hjá mörgum svínabændum þegar sauðfjárbændur fengu greiddan svokallaðan “fátækrastyrk” nú í vetur og mörgum þeirra hefúr þótt samstarfið við Bændasamtökin skrýtið þegar á reynir. Svínarækt- arfélag Islands hyggst hins vegar starfa áfram innan vébanda Bændasamtakanna og þar ríkir nú betri andi þar sem menn em ein- huga um að fara að starfa saman að hagsmunamálum sínum. Fyrir 118 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.