Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2004, Page 20

Freyr - 01.03.2004, Page 20
Guðni Einarsson, Þórisholti, Mýrdal. kjörbréfanefndar fyrir að hafa í kynningu sinni ekki getið um hvar fulltrúar búgreinafélaganna byg- gju heldur einungis fyrir hverja þeir kæmu til þings. Þá lýsti hún ánægju sinni með hugmyndir fúll- trúa loðdýrabænda varðandi nýt- ingu sláturhúsaúrgangs í loðdýra- fóður. I því sambandi benti hún á að förgun úrgangs hafi verið um- talsverður þáttur í útgjöldum Norðlenska, sem átt hefúr í fjár- hagsörðugleikum. Skoraði hún því á loðdýrabændur að vinna áfram í þessu máli. Loðdýra- bændur og svínabændur kvarta nú mjög um fámenni í búgreinum sínum og slænrt er til þess að hugsa ef þeirn finnst þeir svo fá- mennir að þeir séu vart til. Við verðum að gæta okkur á því að hið sama gerist ekki hjá kúabænd- um, en þeim hefúr fækkað ört á undanfömum árum eins og al- kunna er. Að síðustu lýsti hún ánægju sinni með aukinn hlut kvenna í félagsmálum landbúnað- arins og taldi að í rétta átt þokað- ist með fjölda þeirra í hópi búnað- arþingsfúlltrúa, auk þess sem hún lét í ljósi von um að verkefnið „Lifandi landbúnaður“ myndi skila góðum árangri. 19. Guðni Einarsson. Ræðu- maður þakkaði fyrir góða setning- arathöfn þingsins og óskaði hand- höfum landbúnaðarverðlaunanna til hamingju. Sérstaklega kvað hann ánægjulegt að aðili úr líf- ræna geiranum hafi þar hlotið verðlaunin og vonandi er það vís- ir að því að sá geiri fái aukið vægi í “grænu bókinni” hjá landbúnað- arráðherra. Ný forysta Bænda- samtakanna verður og að gefa líf- ræna geiranum meira vægi í störf- um sínum og stefnumótun. Hvert vilja menn stefna varðandi bú- stærð í landbúnaði? Kannski var það ekki svo vitlaus hugmynd hjá landbúnaðarráðherra að tala um fjölskyldubúið. Fulltrúi svína- bænda hefúr varað okkur við og við megum ekki falla í sömu gryfju. Viljum við stunda land- búnað í sátt við umhverfið eða eiga peningasjónarmiðin ein að ráð för og arðræna þannig kom- andi kynslóðir? Segja má að “græni” þráðurinn í ræðum for- manns og landbúnaðarráðherra við setninguna hafi verið landbún- aður og umhverfið. Forysta bænda þarf að halda þessu atriði meira á lofti í samskiptum sínum við neytendur. Neytendur vilja lágt vöruverð, en við verðum að gera þeim grein fyrir þvi hverju þeir geta verið að kosta til. Þá benti hann fúlltrúum á að kynna sér af eigin raun hugmyndir um framleiðslu ORF-líftækni á fram- leiðslu erfðabreytts lyijabyggs. Ætlunin er að rækta erfðabreytt lyijabygg á þúsundum hektrara, en er það þess virði fyrir landbún- aðinn á fóma ímynd sinni vegna þessa? Emm við ekki þar með að fóma sfyrkleika okkar, hreinleik- anum? Menn verða að varast að láta mata sig of einhliða þegar slíkar hugmyndir em kynntar fyr- ir þeim. Vemleg og vaxandi and- staða er við ræktun erfðabreyttra afurða víða um heirn. 20. Jón Gíslason. Ræðumaður þakkaði góða setningarathöfn og velti síðan fyrir sér hvaða verk- efni væm mikilvægust í störfum Bændasamtakanna á næstunni. Ýmis teikn eru á lofti um nýja möguleika og tækifæri í sveitum landsins, ekki síst með hliðsjón af veðurfarsbreytingum og nýjum hugsunarhætti. Þetta búnaðarþing þarf að setja sér framsækna stefnu um nýtingu nýrra tækifæra í íslenskum landbúnaði sem byggi frekar á jákvæðri framtíðarsýn en barlóm um vandamál bændastétt- arinnar. Hann lýsti ánægju sinni með ræður formanns og landbún- aðarráðherra og þótti athyglisverð sú staðreynd að KB-banki væri nú stærsti kjötframleiðandi landsins. Hann lýsti síðan óánægju sinni með úthlutun á hinum svokölluðu „7.500 ærgildisígildum“, sem hengd var á síðasta búvömsamn- ing í sauðljárrækt. Þær reglur, sem settar vom vegna úthlutunarinnar, vom með hreinum ólíkindum, ekki síst tengingin við sveitarfé- lögin. Forðast þarf að slíkt endur- taki sig í framtíðinni. Ræðumaður lýsti sig síðan ósammála þeim sjónarmiðum Aðalsteins Jónsson- ar að ekki ætti að ræða málefni búgreinanna á búnaðarþingi, enda hafa Bændasamtökin forsvar fyrir þær í samningum við ríkisvaldið og því er einfaldlega nauðsynlegt að ræða gerð þeirra eða endur- skoðun á búnaðarþingi. Þá fjallaði hann um gæðastýringu í sauðfjár- rækt og kvað það sinn skilning að þar sem Bændasamtökunum hafi verið falin útfærsla hennar ætti einfaldur meirihluti á búnaðar- þingi að nægja til að gera breyt- ingar þar á. Að síðustu taldi hann j 20 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.