Freyr - 01.03.2004, Qupperneq 30
ingum landa innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar árið 1995.
Ný lota hófst árið 2001 og þar er
sem fyrr tekist á unt hve langt
skuli ganga í lækkun stuðnings-
greiðslna og tollvemdar. Annars
vegar eru þau ríki sem byggja
efnahag sinn að hluta á fram-
leiðslu og útflutningi búvara og
vilja lágmarka allan stuðning.
Hins vegar eru lönd sem fram-
leiða einkurn fyrir innanlands-
markað, oft við verri veðurfarsað-
stæður og hærri framleiðslukostn-
að en hin. Þessi lönd flytja jafnan
inn hluta matvæla sinna en vilja
þó standa vörð um eigin matvæla-
framleiðslu. Þau leggja mikla
áherslu á íjölþætt hlutverk land-
búnaðar og rétt hverrar þjóðar til
að styrkja og vernda eigin land-
búnað. I hópi þessara rikja er Is-
land.
Þess var vænst að á ráðherra-
fundi sem haldinn var í Cancun í
Mexikó á liðnu hausti næðist sam-
komulag um samningsramma. Af
því varð ekki og á óvart kom að
ekki strandaði á fyrirkomulagi bú-
vöruviðskipta. Sú niðurstaða
varðandi landbúnað, sem þar virt-
ist í sjónmáli, hefði þó orðið ís-
lenskri búvöruframleiðslu afar
erfið.
Vestræn iðnríki hefóu væntan-
lega þurft að minnka mikið mark-
aðstruflandi stuðning og horfur
voru á að heimildir fyrir öðrum
stuðningi yrðu þrengdar verulega.
Jafnframt var gert ráð fyrir
mjög minnkandi möguleikum á
tollvemd sem væntanlega hefði
leitt til verulega aukins innflutn-
ings búvara til Islands.
Lítið markvert hefur gerst í
þessum efnum frá fundinum í
Cancun og nú er þvi spáð að nýr
samningur muni tæplega taka
gildi íyrr en í ársbyrjun 2008.
Gangi það eftir höfum við 5 - 7 ár
til að búa landbúnaðinn undir að
mæta aukinni erlendri samkeppni.
Það hljótum við að gera með
lækkun kostnaðar á sem flestum
sviðum samfara vömvöndun og
eflingu sérstöðu innlendra afurða.
Jafnframt þurfum við að laga
stuðningsformið að nýjum að-
stæðum.
A liðnu ári hefur umræða um
mögulega aðild Islands að Evr-
ópusambandinu færst af slagorða-
stigi yfir í rökræður um kosti og
galla aðildar fyrir þjóðina. Mikil-
vægt innlegg í þá umræðu er
skýrsla sem unnin var á vegum
utanríkisráðuneytisins um áhrif
aðildar á íslenskan landbúnað.
Niðurstaða þeirrar vinnu var að
innganga í Evrópusambandið
myndi valda landbúnaðinum og
úrvinnsluiðnaði hans verulegum
erfiðleikum, meðal annars vegna
mikils samdráttar í tekjum
bænda.
Þótt aðild sé ekki á dagskrá eins
og er hljótum við að fýlgjast með
þróun landbúnaðar í Evrópusam-
bandinu.
Meiri breytingar urðu á land-
búnaðarstefnu sambandsins á
liðnu ári en áður hafa sést. Rót
þeirra breytinga má rekja til nauð-
synlegs spamaðar vegna stækkun-
ar sambandsins og viðræðna inn-
an WTO um breytt viðskiptaum-
hverfi landbúnaðar.
Grunneðli breytinganna er að
auka áhrif markaðarins á ákvarð-
anir um tegund og magn fram-
leiðslu og tengja þá styrki, sem
greiddir em, í auknum mæli við
aðra þætti, einkum landnýtingu,
umhverfi og meðferð búfjár, óháð
framleiðslu.
Nýting landsins gæða er und-
IRSTAÐA LÍFSKJARA ÞJÓÐARINNAR
Tilvera íslensku þjóðarinar hef-
ur frá alda öðli byggst á nýtingu
landsins gæða, ekki síst gjöfúlla
fiskimiða, jarðargróða og á nýlið-
inn öld einnig orku fallvatna og
jarðhita. Margt fleira rennir stoð-
um undir lífskjör þjóðarinnar,
ekki síst hugvit og þekking og
hæfhi einstaklingsins og raunar
fleiri þættir sem em án landa-
mæra. Nýting landsins gæða mun
þó áfram verða undirstaða lífs-
kjara þeirra sem kjósa sér búsetu
hérlendis og brýnt að þær stoðir
verði sem flestar og öflugastar.
Vegna aukins skilnings á mikil-
vægi umhverfisvemdar, aukins
áhuga vestrænna þjóða á hollustu
og heilsuvemd og vegna breyt-
inga í veðurfari beinist athyglin
sífellt meira að landbúnaðinum.
Hreinar og hollar búvörur,
framleiddar í sátt við umhverfið,
verða æ meiri munaður. Aðgengi
að ósnortnu landi, hreinu lofti og
vatni og kyrrð og ró em auðlindir
sem æ fleiri meta.
Nýting allra þessara möguleika
byggist ekki síst á stöðugri fram-
þróun og þekkingaröflun. Þar
stendur landbúnaðurinn vel að
vígi með öfluga rannsóknarstarf-
semi og búnaðarfræðslu í stöðugri
ffamþróun og sífelldri leit að nýj-
um tækifæmm í landbúnaði. Mik-
ilvægt er að þessar stoðir landbún-
aðarins nái að eflast enn með
auknu samstarfi og samnýtingu
þekkingar.
En við glímum einnig við ógn-
anir og er aukin auðhyggja og
samþjöppun valds í þjóðfélaginu
henni tengd ef til vill alvarlegust.
Krafa um skjótan hámarksarð
íþyngir landbúnaðinum, ekki síst
varðandi ijármögnun í búrekstri
og úrvinnslu afurða. Samhliða
þessu eignast lánastofnanir sífellt
fleiri rekstrareiningar í landbúnaði
og er KB banki nú stærsti búvöm-
framleiðandi landsins.
Flestum mun ljóst mikilvægi
þess að landbúnaðurinn búi áfram
við þau starfsskilyrði að hann
tryggi þjóðinni næg og holl mat-
væl og sé homsteinn byggðanna
Framhald á bls. 43
| 30 - Freyr 2/2004