Freyr - 01.03.2004, Síða 37
Stjóm Bændasamtakanna skipi
starfshóp til að semja reglur fyrir
sjóðinn. Jafnframt leiti hún eftir
viðræðum við félagsmálaráðherra
um að hluti af ijármunum, sem
bændur greiða í tryggingasjóð
sjálfstætt starfandi einstaklinga,
renni í þennan sjóð.
Þá samþykkir búnaðarþing að
veija 10 millj. kr. af arði hótelanna
til sjóðsins sem stoíhffamlag.
Samþykkt samhljóða.
Fagráða- og búfjárrækt-
arnefnd
Endurskoðun
BÚNAÐARLAGASAMNINGS
Búnaðarþing 2004 leggur til að
við endurskoðun búnaðarlagasamn-
ings verði dagsetningum umsókna í
11. gr. breytt þannig að umsóknum
sé skilað fyrir 1. mars á ffam-
kvæmdaári og svömm við þeim
skilað fyrir 15. apríl. Komrækt skal
undanþegin umsóknum en haustút-
tekt látin gilda til styrkveitingar.
Þingið minnir einnig á a-lið í
máli nr. 18 ffá Búnaðarþingi 2003.
Samþykkt samhljóða.
Hagtölusöfnun í landbúnaði
Búnaðarþing 2004 telur nauð-
synlegt að endurskoðað verði
hvaða upplýsinga er aflað um af-
komu og efnahag rekstrareininga í
landbúnaði og hvemig verður best
að því staðið. Þingið felur stjóm
Bændasamtaka Islands að vinna
að framgangi málsins.
Greinargerð:
Nauðsynlegt er að bæta upplýs-
ingar um afkomu og efnahag
rekstrareininga i landbúnaði. Þær
upplýsingar geta nýst með marg-
víslegum hætti, svo sem við bú-
stjóm bænda, lagt gmnn að mati á
afkomu í einstökum búgreinum
og landbúnaðinum i heild og sem
nauðsynlegur gmnnur undir fag-
legt starf og/eða almennar ákvarð-
anir er snerta viðkomandi bú-
grein. I þessu sambandi er ástæða
til að líta einnig til þess hvemig
nágrannaþjóðir okkar standa að
hliðstæðri upplýsingaöflun.
Samþykkt samhljóða.
Rafræn skráning kúasæðinga
Búnaðarþing samþykkir að vísa
þessu máli til Fagráðs í nautgripa-
rækt.
Samþykkt samhljóða.
Landsmarkaskrá
Búnaðarþing 2004 beinir því til
stjómar Bændasamtaka Islands að
hin tölvutæka landsmarkaskrá
verði sem fýrst gerð aðgengileg á
veraldarvefnum.
Tilraunir með eldi
SLÁTURLAMBA
Búnaðarþing 2004 lýsir ánægju
sinni með öflugt rannsóknarstarf
sem unnið hefur verið á síðustu
ámm í sambandi við eldi slátur-
lamba til að mæta kröfum um
lengingu sláturtíðar. Mikilvægt er
að tryggja framhald kraftmikillar
þekkingaröflunar á þessu sviði.
Aukinn flutningur sláturfjár um
langan veg kallar á frekari rann-
sóknir sem tengjast flutningum og
meðferð ljárins. Mjög brýnt er að
tryggja sívirka og fjölbreytta
miðlun á leiðbeiningum og á nið-
urstöðum rannsókna á þessu sviði.
Samþykkt samhljóða.
WorldFengur
Greinargerð:
Bændasamtök Islands hafa um-
sjón með útgáfu markaskráa. Ver-
ið er að undirbúa útgáfii þeirra í
öllum markaumdæmum og verða
þær prentaðar og þeim dreift í
tæka tíð fyrir réttir haustið 2004.
BÍ hefiir tvívegis gefið út lands-
markaskrá, 1989 og 1997, og hafa
þær notið vaxandi vinsælda. Bæði
upplögin seldust upp og seinni út-
gáfan af 1997 skránni seldist einn-
ig upp. Því er stefnt að útgáfu
landsmarkaskrár í árslok 2004
með svipuðu sniði og áður. Einnig
hefur um tveggja ára skeið verið
áformað að gera hina tölvuvæddu
landsmarkaskrá aðgengilega á
veraldarvefnum. Slíkt krefst
nokkurs kostnaðar vegna forritun-
ar og er ráðgert að nota hluta
hagnaðar af útgáfii landsmarka-
kráa til að standa straum að þeim
kostnaði. Landsmarkaskráin er í
stöðugri endumýjun þannig að
tölvuaðgengi tryggir uppflettingu
allra skráðra búfjármarka í land-
inu á hverjum tíma, þar með frost-
marka hrossa, og er eðlileg þróun
í útgáfii markaskráa.
Samþykkt samhljóða.
Búnaðarþing 2004 lýsir yfir sér-
stakri ánægju með WorldFeng og
hvetur til að hann verði í sífelldri
þróun með það fyrir augum að
halda sem best utan um allar
skýrslur og upplýsingar er varða
íslenska hestinn hérlendis sem er-
lendis. WorldFengur er stórt afl í
markaðssetningu íslenska hestsins
sem eykur hróður hrossaræktar-
innar og Bændasamtaka Islands
innanlands sem utan. Tryggja þarf
að hægt sé að sinna nauðsynlegu
viðhaldi og endurbótum á kerfinu
og svara óskum viðskiptaþjóða
okkar eins og frekast er kostur.
Samþykkt samhljóða.
Rannsókn á sérstöðu
ÍSLENSKS KJÖTS
Búnaðarþing 2004 leggur
áherslu á mikilvægi þess að afla
og og miðla upplýsingum um sér-
stöðu íslensks kjöts varðandi
gæðaeiginleika, hollustu og nær-
ingargildi, ekki síst með tilliti til
notkunar í markaðsstarfi.
Greinargerð:
Fullyrðingar um bragðgæði,
næringar- og hollustugildi em
mikið notaðar í markaðssetningu
Freyr 2/2004 - 371