Freyr - 01.03.2004, Qupperneq 40
sem fyrir er og taka á öllum rekstr-
arþáttum greinarinnar sbr. með-
fylgjandi greinargerð. Fellur þetta
markmið vel að þörfum landbún-
aðar o.fl. um að breyta lífrænum
úrgangi í verðmæti.
Við þetta starf verði hagsmunir
greinarinnar og forsendur hafðar
að leiðarljósi.
Greinargerð:
Á undanfömum árum hafa ver-
ið unnar margar skýrslur á vegum
opinberra aðila um stöðu og horf-
ur í loðdýrarækt hér á landi og í
heiminum. Allar þessar skýrslur
eiga það sammerkt að komast að
þeirri niðurstöðu að greinin eigi
framtíð fyrir sér hér á landi eins
og í nálægum löndum. I sömu
skýrslum hefur jafnframt verið
bent á að til að koma greininni á
skrið þurfi að bæta ýmislegt í
starfsumhverfi hér á landi. Það
verður að teljast sjálfsagt og eðli-
legt að kreijast þess að grein, sem
keppir á heimsmarkaði, þurfi ekki
að líða fyrir að henni séu ekki bú-
in sömu samkeppnisskilyrði og
gerist í nálægum löndum.
Á undanfömum ámm hafa loð-
dýrabændur bætt mjög fram-
leiðslu sína og hafa nú náð þeim
áfanga að vera meðal þeirra bestu
í Evrópu í algengustu litarafbrigð-
um. Með öðmm orðum hafa þeir
sannað að þeir geta jafn vel og
bændur í öðmm löndum framleitt
góða grávöm.
Ástæður þess að afkoma hluta
bænda hefur ekki verið sem
skyldi em ýmsar en þar má nefiia:
a) Of mikil skuldsetning miðað
við þau vaxtakjör sem em hér á
landi. Ljóst er að sama skuld-
setning mundi ekki íþyngja
rekstrinum nærri jafn mikið ef
vaxtakjör væm þau sömu og
loðdýrabændur búa við í ná-
lægum löndum.
b) Á sviði ræktunar var íslenska
ffamleiðslan talsvert lakari en
víðast hvar allt þar til fyrir 3-4
ámm að menn fóru að sinna
þeim verkefnum betur. Nú er
svo komið að stöðugur inn-
flutningur á erfðaefni er í gangi
og virðist sem það sé að skila
miklum árangri.
c) Fóðurverð hefur verið alltof
hátt hér á landi samanborið við
nálæg lönd eða um og yfir 30%
hærra. Þessi staðreynd hefur
íþyngt rekstrinum mjög þar
sem fóðurkostnaður er stærsti
einstaki kostnaðarliðurinn við
framleiðsluna. Skýringar á
þessu em ýmsar og má nefiia
að framleiðslan er of lítil, hrá-
efnisverð of hátt, mikill flutn-
ingskostnaður og fjárhagsstaða
stöðvanna slæm.
d) Miklar sveiflur hafa verið á
gengi USA $ á undanfömum
áram. Slíkt er greininni óhag-
stætt þar sem sala á skinnum
fer fram í þeirri mynt.
Af framangreindri upptalningu
má sjá að flest vandamál sem
steðja að greininni em innlend og
því hægt að bæta þar úr.
Sem dæmi má nefna að ef fram-
leiðslan yrði tvöfölduð hér á landi
mundi sú aðgerð ein lækka fóður-
verðið um 10-15% að lágmarki ef
framleiðsluaukningin yrði á þeim
svæðum þar sem núverandi fóður-
stöðvar starfa.
Samþykkt samhljóða.
Sala á heimaunnum afurðum
Búnaðarþing 2004 samþykkir
að fela stjóm Bændasamtaka ís-
lands að beita sér fyrir gerð nýrrar
reglugerðar um framleiðslu og
dreifingu matvæla á lögbýlum og
þar með auðvelda bændum sölu
heimaunninna afurða.
Greinargerð:
Búnaðarþing fagnar því að
landbúnaðarráðherra hefur skipað
nefiid til athugunar á hvort og
hvemig ferðaþjónustubændur geti
selt gestum sínum heimaunnar af-
urðir. Ferðaþjónusta á lands-
byggðinni hefur aukist til muna
undarfarin ár. I henni liggja mikil
sóknarfæri fyrir landsbyggðina og
þar með talda bændur. Ferða-
mönnum þykir forvitnilegt að
kynnast matarhefð þess lands sem
þeir heimsækja og oftar en ekki
eru bestu minningamar tengdar
því að njóta góðs matar eins og
við öll þekkjum. Þrátt fyrir mikla
uppbyggingu ferðaþjónustunnar
hefur ekki verið gert mikið af því
að nýta og kynna íslenska matar-
hefð við kynningu á landinu.
Mikill áhugi er hjá bændum að
geta boðið gestum sínum heima-
gerðan þjóðlegan mat.
Það er óviðunandi að ekki skuli
farið eftir sömu reglum og í ná-
grannalöndum okkar en til að
mynda í Austurríki er bændum
heimilt að selja allar sínar vömr
heima á bæ beint til neytenda.
Heilbrigðisfulltrúi þarf að votta að
allt sé í lagi og uppfylla þarf
ákveðin skilyrði. Þannig má t.d.
selja ógerilsneydda mjólk, auk
osta úr ógerilsneyddri mjólk. Á
Spáni þykir það gæðastimpill að
varan sé heimagerð og Spánverjar
em stoltir af því að bjóða gestum
að smakka. Emm við einhverjir
efitirbátar þessara þjóða? Við, ís-
lenskir bændur, ffamleiðum hrein-
ar náttúmafurðir og emm afskap-
lega stoltir af því og viljum leyfa
fólki að njóta þeirra. Víða byggist
matarhefðin á gömlum gmnni,
amma gerði kæfuna svona og bak-
aði heimsins bestu flatkökur. Þetta
em uppskriftir sem við erfúm og
eigum að halda í og passa að slík
menningarverðmæti glatist ekki.
Það eflir ferðaþjónustuna, og
landbúnað yfirleitt, að hafa t.d
bændamarkaði í hverri sveit þar
sem allir geta komið með sitt.
Samþykkt samhljóða.
140 - Freyr 2/2004