Prentarinn - 01.01.1968, Síða 14

Prentarinn - 01.01.1968, Síða 14
um séra Jóhann P. Sólmundsson, „vitmaöur mikill og mikill Ný-Islendingur.“ Þegar Baldur hættir að koma út, stofnar Gísli P. Magnússon prentari nýtt vikublað, Gimlung, og var hann lengstum ritstjóri þess. Gimlungur kom út í hálft annað ár, flutti frétt- ir og sveitarmál. — Þar með lýkur útgáfu ís- lenzkra blaða og tímarita í Nýja-Islandi; þau urðu ekki færri en átta á árabilinu 1877— 1910. Víkur nú sögunni til Winnipeg og stað- næmzt við árið 1883. Borgin er þá í örum vexti vegna undangenginna „góðæra“, sem járnbrautarlagningin mikla, frá hafi til hafs, olli. Lóðir og lendur ganga kaupum og sölum og jafnvel nokkrir Islendinganna í hinni ört vaxandi borg verða „loðnir um lófana“ í „gull- æðinu“, sem greip menn um þessar mundir. Metnaðarfullum Islendingum varð eðlilega tíðrætt um blaðaútgáfu, og „sveið“ endalok Framfara í Nýja-Islandi, eins og fyrr segir. Framkvæmdir strönduðu þó jafnan af fjár- hagsástæðum. Einn var þó sá, sem græðzt hafði allmikið fé, og trúði á mátt sinn og meg- in í útgáfumálunum. Hann hóf því blaðaút- gáfu á eigin spýtur, lagði í það alla sína fjár- muni, sem síðan gengu til þurrðar á rúmum þremur árum, „og var búinn að sökkva öllu, sem hann átti, í fyrirtækið," segir Þ. Þ. Þ. í Vestmönnum. Fyrsta blaðið kom út 5. maí 1883, en hið síðasta 4. júní 1886. Blað þetta hlaut nafnið Leifur. Ritstjóri og útgefandi var Helgi Jónsson; talinn smiður góður, en ekki að sama skapi pennafær; skrifaði þó allar rit- stjórnargreinar sjálfur. Útgáfa blaðsins virð- ist hafa verið rekin meira af kappi en forsjá. „En þegar allar ástæður eru skoðaðar ofan í kjölinn, þörf Islendinga að eignast málgagn er tekin til greina, og fórnfýsi þess manns er virt að maklegheitum, þá gleymast aðfinnsl- urnar.“ „Prentari Leifs var Jón Vigfússon Dalmann, frá Kleif í Fljótsdal. Hafði hann aldrei snert á því verki fyrr, og geta kunnugir getið þess nærri, hvaða áhlaupaverk það hefur verið fyr- ir hann að setja blaðið.“ TJtlit blaðsins varð því eins og efni stóðu til, enda reið prentvillu- Ejri myndin er tekin í skrifstofu Lögbergs-Heims- kringtu í janúar síðastliSnum. Til vinstri er Jakob F. Kristjánsson, um langt skeið forseti þjóðrœknisdeild- arinnar Frón. Hann hefur í áratugi verið ókrýndur sendiherra Islendinga í Winnipeg; stuðlað að hóp- ferðum Vestmanna heim til „gamla Iandsins“ og verið hollur ráðgjaji löndum sínum, er leitað hafa í Vestur- veg. Við skrifborðið situr Ingibjörg Jónsson, ritstjóri. Myndin í rammanum, fyrir ojan skrifborðið, er af Einari P. Jónssyni, ritstjóra, manni Ingibjargar, sem látinn er fyrir nokkrum árum. — Neðri myndin: „Síðasti víkingurinn“, — Jón V. Samson — við setn- ingarvélina í prentsmiðju sinni, Viking Press Ltd. Jón var aðalsetjarinn við Heimskringlu, áður en blöð- in sameinuðust. Enn starfar Jón að setningu fyrir Islendinga, nú nœr eingöngu á ensku; prentar m. a. tímaritið The lcelandic Canadian, sem komið hejur út síðan 1942. 12 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.