Prentarinn - 01.01.1968, Síða 20

Prentarinn - 01.01.1968, Síða 20
Norwood viðriðinn bókasölu i Winnipeg á tímabili. Eins og annars staðar er getið, rak Davíð Björnsson bókaverzlun í mörg ár. Hann var seinastur í hópi íslenzkra bóksala vestan hafs, og sennilega þrautseigastur, því bókasölu rak hann öll heimsstyrjaldarárin síðari. Davíð er enn hress í anda, hátt á áttræðisaldri, og ekki líklegur til að láta Elli kerlingu beygja sig, fyrr en í fulla hnefana. Þótt Islendingar væru „fáir, fátækir og smáir“ á fyrstu landnámsárunum, leið ekki á löngu, að þeir vektu athygli og aðdáun sem frábærir námsmenn — og enn er sömu sögu að segja. Um það efni fer Þorsteinn Þ. Þor- steinsson svofelldum orðum í Vestmönnum árið 1935: . . . Þótt íslendingar sendu fátt af börnum sínum fyrstu árin á alþýðuskólana í Winnipeg, varð snemma breyting á þessu. Kom svo, að þau urðu ekki einungis hlutgeng þar ]neð börnum annarra þjóða, heldur sköruðu sum þar brátt fram úr, og fóru þá að svara fullum hálsi fyrir sig, þegar hin börnin stríddu þeim á því, að þau væru íslendingar. Og í æðri skólunum varð orðstír íslenzks námsfólks engu minni, en mesta frægðin er samt um garð gengin áður en Jóns Bjarnasonar skóli er reistur (1913). Bar um skeið meira á ágætis- einkunnum og prófverðlaunum íslenzkra ung- linga í Winnipeg, og einnig víðsvegar í Vest- urheimi, en nokkurra annarra þjóða, og langt fram yfir það, sem hægt var að ætlast til af jafnfámennum þjóðflokki. Og sum árin hlutu íslenzkir nemendur einir fágætustu námsstyrki við beztu skóla í Evrópu fyrir framúrskarandi nám og próf . . . En hann verður því miður að draga bliku á myndina, og segir: . .. En enn sem komið er, hefir islenzkum samtökum innan þjóðar þeirrar, ekki orðið eins mikill beinn styrkur að hæfileikum þess- ara mörgu og snjöllu lærdómsmanna sinna, og íslenzk rækt hefði óskað, þótt með orðstír sínum hafi þeir orðið þjóðflokki sínum til mikils sóma, og séu nýtir starfsmenn í þjóð- félagi Kanada og Bandaríkjanna . . . . . . Allur þorri þeirra manna, sem flutt hafa frá Islandi til Ameríku, munu bera einlæga rækt í brjósti til ættjarðar sinnar. Þeir, sem hjartað hafa á réttum stað, finna fullkomlega til þess, að þeir hafa ekki hætt að vera synir hinnar fornu „fjallkonu“, þótt þeir hafi kosið sér bústaði í fjarlægu landi. Þeir vita fullvel, að aðra móður eiga þeir ekki, í þjóðernisleg- um skilningi, og þeir vita, að þeir. þrátt fyrir allt, eiga henni ótal hluti upp að unna. Þess vegna bera þeir sonarrækt í hjörtum sínum til hennar . . . Þessi sonarlega játning séra Friðriks J. Bergmann, sem skráð er fyrir áttatíu árum, er jafnsönn í dag og á frumbýlingsárum íslend- inga í Vesturheimi. Hún lýsir viðhorfi eldri kynslóðarinnar til heimalandsins; og jafnvel þeir yngri, sem ekki eru barnfæddir á íslandi, og aldrei hafa landið augum litið, bera svip- aðar tilfinningar í brjósti. Þetta sé kveðja mín til allra Vestur-íslend- inga, sem ég komst í snertingu við, í hinum nýju heimkynnum þeirra. Heimildir: Almanak Ó. S. Th.; Eimreiðin: Dr. Richard Beck, „Bókmenntaiðja íslendinga í Vestnrheimi"; Islenzkt prentaratal 1830—1930; Að vestan og heiman, dr. Finnbogi Guðmundsson; Saga íslendinga í Vestur- heimi, dr. Tryggvi J. Oleson; Tímarit Þjóðræknis- félags Islendinga; Vestmenn, Þorsteinn Þ. Þorsteins- son. 18 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.