Prentarinn - 01.01.1968, Side 22

Prentarinn - 01.01.1968, Side 22
Ráðstefna norrænna prentarasamtaka A leið til Kaupmannahafnar aS lokinni ráífstefnu. (Ljósmynd: Pjetur Stefánsson). Nordisk Typograf-Union — verkefni og starf A síðasta aðalfundi H.I.P. var samþykkt að senda 1—2 áheyrnarfulltrúa á ráðstefnu nor- rænna prentara (Nordisk Typograf-Union), sem halda átti í Danmörku s.l. sumar. Fyrir valinu urðu Pjetur Stefánsson og undirritaður. Ráðstefna þessi átti sér stað í Hotel Lakolk á eyjunni Rpm0 á vesturströnd Jótlands dag- ana 22.—23. júní. Ferðin frá og til Kaup- mannahafnar með fundahöldum og eins dags ferðalagi til þýzku eyjarinnar Sylt, tók rúma fjóra daga. Nordisk Typograf-Union hefur starfað í áratugi og haldið reglulega fundi allt frá lok- um síðari heimsstyrjaldar. Hafa forustumenn prentarasambandanna á Norðurlöndunumfjór- um: Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku sótt þessa fundi og borið þar saman bækur sínar. Næsti fundarstaður er jafnan ákveðinn í lok hverrar ráðstefnu og færist árlega milli landa, en kostnað af fundarhaldinu ber það land, sem ráðstefnuna hýsir hverju sinni. Fyrir utan gagnkvæm kynni og skoðana- skipti þátttakenda er höfuðmarkmið þessara samtaka „að veita fjárhagslegan stuðning, ef verkfall eða verkbann á sér stað hjá einhverju aðildarsambandanna. Fjáreign samtakanna má ekki nota í öðrum tilgangi.“ Argjald af hverjum félagsmanni til nor- rænu prentarasamtakanna er sjö sænskar krón- ur eða jafngildi þeirra í öðrum gjaldeyri. Þegar höfuðstóll styrktarsjóðs er orðinn 5 20 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.