Prentarinn - 01.01.1968, Qupperneq 25
Hartvig Meyer, aðalgjaldkeri danska prentarasam-
bandsins. (Ljósm.: Pjetur Stejánsson).
langan tima, en að lokum náðist víðtækt sam-
komulag. Það náði til margra sérkrafna og
launauppbóta við ýmis sérstörf. Veikinda-
og ellilaun hækkuðu. Nýr sjóður var stofnað-
ur til styrktar aðlögun prentverksins að nýj-
um og breyttum framleiðsluaðstæðum og að-
ferðum. Skal hann vinna að endurhæfingu og
framhaldsmenntun prentaranna. Atvinnurek-
endur greiða til sjóðsins eina krónu á viku af
hverjum starfsmanni og þegar sjóðurinn hef-
ur náð kr. 5000 má hefja greiðslur úr honum
samkv. ákvörðun félaganna. Á Kaupmanna-
hafnarsvæðinu var samið um námskeið fyrir
prentara, steypara (stereotypörer) auk þeirra
sem vinna að filmsátri og við upplímingu
(montageteknik). Við greiðslu atvinnurek-
enda til slíkra námskeiða bætist framlag rík-
isins, þannig að þátttakendur njóta fullra
launa meðan á námi stendur. Þá var af prent-
ara hálfu leyfð aðstaða til vinnurannsókna í
samstarfi við hagræðingarsérfræðing, og leyft
að koma á ábatakerfi (bónus) svo fremi stjórn
fyrirtækis og meiri hluti verkafólksins gefur
samþykki sitt. Til þess að öðlast gildi verður
ábatakerfi að fá staðfestingu prentarafélags-
ins. „Ráðstefnan kann að halda“, sagði Niel-
sen, „að við höfum breytt afstöðu okkar til
launakerfa, sem knýja á um aukna framleiðni,
en við höfum gefið atvinnurekendum skýr svör
um að við erum andvígir ákvæðisvinnu.“
Þar sem samningar höfðu ekki náðst um
aðalkröfurnar, þegar tíminn til samninga var
útrunninn, lögðu hin ýmsu sambönd, þ. á m.
prentarasambandið, fram verkfallsboðun.
Sáttasemjari notaði heimild í lögum til að
fresta verkfallinu um 14 daga. Nokkrum dög-
um áður en það skyldi hefjast tókst sáttasemj-
ara að koma fram með tillögu, sem stjórnir
landssambandanna vildu mæla með. Tillaga
sáttasemjara var þannig, að stjórn prentara-
sambandsins hvatti meðlimi sína til að hafna
henni, og var hún felld af miklum meiri-
hluta prentaranna, en samþykkt af öðrum fé-
lögum sem heild, og með tilliti til samteng-
ingarreglunnar var tilboð sáttasemjara því
samþykkt.
Tilboð sáttasemjara gildir fyrir 2 ár. Það
felur í sér lítils háttar launahækkun fyrir
prentara, stighækkun á dýrtíðaruppbót kvenna,
er í áföngum skal verða hin sama og hjá karl-
mönnum. Þá skyldi greiðast fyrirfram dýrtíð-
aruppbót, sem vitað var að kæmi, og því ekki
hægt að líta á sem sérstakan ávinning. Stytt-
ing vinnutímans var ákveðin í 42)4 klst. á
viku frá 1. júní 1968 (áður44). Eftir að samn-
ingum lauk hefur tekizt að fá hækkun nem-
endalauna til samræmis við laun nemenda i
offsetprentun.
Að lokum sagði Henry Nielsen að þing
danska prentarasambandsins í september
mundi verða mjög þýðingarmikið, þar yrði
m. a. tekin afstaða til aðildar að Alþýðusam-
bandinu á ný, tækniþróunarinnar og afleið-
inga hennar.
PRENTARINN
23