Prentarinn - 01.01.1968, Side 26

Prentarinn - 01.01.1968, Side 26
Islarul Síðasta framsöguræðan var flutt af Islands hálfu og féll það í hlut undirritaðs. Reynt var í sem stytztu máli að gera grein fyrir stöðu íslenzka prentverksins og prentarasamtakanna, á tæknilegu, atvinnulegu og félagslegu sviði. Um samstarfið við erlenda stéttarbræður var þetta sagt m. a.: „. .. Við gerum okkur vonir um að þau kynni, sem við nú fáum af samstarfi norrænna prentara megi verða upphaf að nánari kynn- um íslenzkra prentara og annarra norrænna bókagerðarmanna. -—- Ekki svo að skilja, að íslenzk prentarastétt hafi verið án tengsla og samstarfs við stéttarbræður sína í öðrum löndum. Við höfum í áratugi verið meðlimir I. G. F. og nokkrum sinnum sent fulltrúa á þing þess. Svo mun einnig verða á þing það, sem háð verður í London á hausti komandi. Þá höfum við um áratugi átt gott samstarf við prentarasamböndin á Norðurlöndum og af þeirra hálfu jafnan átt að mæta hinni mestu velvild og lipurð í öllum samskiptum. Þá hafa íslenzkir prentarar bæði fyrr og síðar leitað atvinnu og náms á Norðurlöndum og fært okk- ur heim þekkingu í verklegum og félagslegum efnum. Vegna þess að ég býzt við að fæstir þeirra, sem hér eru, viti hvernig við íslenzkir bóka- gerðarmenn erum nú á vegi staddir tækni- lega og félagslega ætla ég í mjög fáum drátt- um að bregða upp mynd af íslenzka prent- verkinu.“ . . . Og svo að lokum þetta: „Ég veit að vandamál okkar eru svipuð hvar sem við erum í sveit settir og það er trú mín að norrænir bókagerðarmenn eigi mörg sameiginleg áhugamál og búi yfir svo líku hugarfari að það auðveldi þeim að leysa fé- lagsleg og tækndeg verkefni á farsælan hátt. Ég vil svo enn fyrir hönd íslenzkra prentara þakka að við á'tum þess kost að sitja þessa ráðstefnu og ó?ka þess að störfum hennar megi fylgja gifta í öllum greinum.“ Að lokinni þessari síðustu framsögu sagði Henry Nielsen: „í nafni ráðstefnunnar þakka ég hina athyglisverðu frásögn af íslands hálfu og við bíðurn þess dags með gleði þegar Hið íslenzka prentarafélag verður meðlimur Nord- ist Typograf-Union.“ Umræður og lokastörf Að loknum framsöguræðum landanna voru bornar fram ýmsar spurningar og þeimsvarað. Ennfremur áttu sér stað nokkrar umræður um einstök atriði. Hartvig Meyer frá Danmörku lagði fram reikninga Nordisk Typograf-Union. Sjóður samtakanna 31. des. 1966 var 2.270.366,43 danskar krónur. Þegar reikningarnir höfðu verið samþykktir hófust umræður um breyt- ingar á lögurn samtakanna. Fyrir lágu tillögur til breytinga um hækkun á þá'ttökugjaldi úr kr. 7 sænskum í kr. 10 sænskar, ennfremur breytingar á upphæðum þeim, sem ákveðnar eru, þegar sjóðurinn tekur að greiða styrki og hættir að greiða þá. Nokkrar umræður urðu um lagabreytingarnar, en með tilliti til þeirrar þróunar, sem á sér stað í sameiningar- málum bókagerðarfélaganna í aðildarlöndun- um og þess, sem þegar hefur átt sér stað í Noregi, varð það niðurstaða ráðstefnunnar að fresta frekari umræðum og ákvörðunum varð- andi breytingar á lögum samtakanna. Þegar komið var að því að ákveða næsta fundarstað tók Erik Alderin til máls. Bauð hann prentarasamböndum Norðurlanda til ráðstefnu í Svíþjcð 1968, og tók það fram að boðið næði einnig til hinna íslenzku félaga. Henry Nielsen lauk ráðstefnunni fyrir hönd danska prentarasambandsins með þökkum til þátttakenda og íslenzku áheyrnarfulltrúanna. Erik Alderin hafði orð fyrir aðkomufulltrú- unum, beindi þakklæti til fulltrúa danska sam- bandsins og sagði þvínæst: „Þetta er athyglis- verðasta ráðstefnan, sem ég hef tekið þátt í. Vandamál okkar eru hin sömu og því eru slíkar ráðstefnur mikilvægar, ef okkur á að takast að leysa tæknilegu vandamálin.“ Við sem til þessarar ferðar völdumst frá Hinu íslenzka prentarafélagi erum sammála um að hún hafi í alla staði verið fróðleg og nyt- samleg. Og það er erfitt að ímynda sér alúð- 24 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.