Prentarinn - 01.01.1968, Page 27
legri gestgjafa og hjálpsamari félaga en hina
dönsku stéttarbræöur.
Tvennt var það í yfirlitsræðum norrænu
félaganna. sem athyglisvert er fyrir okkur:
öllum hafði þeim tekizt að hækka grnnnlaunin
nokkuð, sumum í áföngum og allir hafa þeir
verðtryggingu á kaup. Enginn vafi er á því,
þrátt fyrir vaxandi dýrtíð á Norðurlöndum og
erfiðleika launafólks við að láta tekjur endast
fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, að þar erum
við þrengstum stakki búnir. Svo mjög hefur
samningsbundnum launum okkar hrakað síð-
asta áratuginn.
Varðandi þátttöku okkar í norrænu prent-
arasamtökunum verðum við nú að ákveða,
hvort áfram skuli haldið og unnið að fullri
aðild að fundum þess og sjóði, eða við drög-
um okkur enn til hlés og hittum stéttarbræður
okkar á Norðurlöndum aðeins á hátíðum og
tyllidögum, þegar bezt lætur.
Að sjálfsögðu þarf að kanna það til hlítar
hvaða möguleika við höfum til fullrar þátttöku
í Nordisk Typograf-Union, þannig að skyld-
urnar við samtökin getum við rækt með full-
um sóma, en jafnframt notið gagnseminnar
af samstarfinu í sem ríkustum mæli.
S. Ö.
Athugasemd víð athugasemd
Jóns Ágústssonar
Jón Agústsson, form. H.I.P., sá í næstsíðasta tölubl.
Prentarans ástæðu til að gera athugasemd við grein
rnína í sama blaði, — og er Jiað vissulega virðingar-
vert. En þar sem þessi athugasemd er dálítið villandi,
vildi ég koma eftirfarandi á framfæri:
Jón segir: „Haukur Már Haraldsson var á fundin-
um beðinn að finna þeim orðum sínum stað, að
stjórnin hefði brotið reglugerð Framasjóðs. Hann
gat á fundinum ekki nefnt neitt dæmi um það, og
það gerir hann heldur ekki í grein þessari."
Um þetta er það að segja, að ég minnist þess hreint
ekki, að hafa haldið því fram, að stjórnin hafi brotiS
reglugerð Framasjóðs. Hafi ég haldið því fram á að-
alfundi, bið ég stjórn velvirðingar á því. Eg hef ekki
beðið um að fá að hlusta á upptökuna á aðalfundin-
um, og get því ekki sannað þetta mál mitt. En ég
hygg, að ég hafi haldið því fram á aðalfundi, að
stjórnin hafi ekki starjaS ejtir reglugerð Framasjóðs.
Þessu held ég einnig fram í grein minni í 1.—11. tölu-
blaði Prentarans og geri það enn, og tel mig hafa
rökstutt það í umræddit greinarkorni. Það er mikill
merkingarmunur á orðtökunum að brjóta reglugerð
og að slarja ekki ejtir henni.
Ummæli Jóns um styrkveitingar úr Framasjóði, og
það, að æskilegt væri að hægt væri að styrkja fleiri
prentara til sumarferðalaga á suðrænar sólarslóðir,
mætti ef til vill afgreiða með því að segja, að þarna
væri um „smekksatriði" að ræða, en ég er ekki sátt-
ur við þá lausn. Tilgangurinn með fjárstyrknum er,
„að styrkja prentara til utanfara í því skyni að auka
þekkingu þeirra“. Skemmtiferðir auka ekki á neinn
hátt faglega þekkingu prentara, þótt þeir h'ti inn í
eina til tvær prentsmiðjur fyrir forvitnissakir. Eg tel
mig liafa hent á eina leið til úrhóta i grein ininni og
læt það nægja.
Um 3. lið 7. greinar vildi ég segja, að ég efast stór-
lega um, að aðilar utan félagsins komi til H.I.P., og
segist vera að gefa út prentfræðilegt rit eða sögulegt
rit um prentlist. I því máli verður frumkvæðið að
sjálfsögðu að koma frá félaginu. Hins vegar tel ég
þegar hafna útgáfu á sögulegu riti um íslenzka prent-
arastétt, þar sem er Prentaratal. Það dettur mér sízt
í hug að vanþakka.
Varðandi ummæli Jóns um setninguna: „Það voru
hin fyrirskipuðu afskipti ... o. s. frv., er það að
segja, að þar er um setningafræðilegan og efnislegan
misskilning að ræða hjá honum, svo sem hann vafa-
laust hefur gert sér Ijóst nú, og hirði ég ekki um að
ræða það.
Um síðasta lið athugasemdar Jóns Ágústssonar er
þetta að segja:
Það skiptir engu höfuðmáli, hvort Jón veit um ein-
hverja prentara, sem ekki fóru á DRUPA vegna and-
varaleysis stjórnarinnar. Mergurinn málsins er hins
vegar sá, að með deyfð sinni í þessu máli hefur stjórn-
in á engan hátt staðið sig sem skildi og ákjósanlegt
hefði verið. Félagsstörf eru full af „prinsippum", og
eitt af þeim þýðingarmestu er, að stjórnir félaga, og
þá ekki sízt hagsmunafélaga, séu sífellt á verði og
haldi vöku sinni í hverju því máli, sem til einhverra
bóta getur orðið fyrir félaga þess. Það verður að hafa
það í huga að bætur til handa iðnaðarmönnum og
verkalýð almennt, eru ekki eingöngu bundnar við fjár-
hagsleg atriði. Það er líka til nokkuð, sem heitir fé-
lagsleg hagsmunabarátta, og menntun er þar framar-
lega í fylkingu. Það var meðal annars til að leggja á-
herzlu á þessa félagslegu haráttu, sem Alþýðusam-
band íslands var stofnað.
Með þessari athugasemd er deilum um þetta mál
lokið af minni hálfu, nema þeim mun meiri ástæða
gefist til.
Haukur Már Haraldsson.
PRENTARINN
25