Prentarinn - 01.01.1968, Side 34
ég tók mér leigubíl á hótelið. þar sem ég gisti
fyrstu helgina. Þegar ég síðar hitti þann, sem
átti að sækja mig á flughöfnina, varð hann
alveg undrandi á því, að ég skyldi ekki hafa
séð hann — og benti á merkið í barminum;
örlítinn rétthyrning með áletruðu nafni Harris
Intertype Ltd.“
„Hvar bjóstu eftir fyrstu helgina?"
„Fyrirtækjið útvegaði mér húsnæði hjá
írskri fjölskyldu í Burnham Beaches, stutt frá
verksmiðjunni. Þetta var mikið ágætisfólk og
vistin ódýr, 6 pund á viku fyrir húsnæði og
mat. Þetta hverfi, sem ég bjó í, er hálfgert
snobb-hill hjá þeim í London. Meðal íbúa má
nefna menn eins og vandræðagripinn George
Brown, kollega Gylfa Þ., og dægurlagavælu-
kjóann Cliff Richard. Hins vegar var húsið,
sem ég bjó í, hálfgert örverpi í öllu fíniríinu.
Hjónin höfðu fengið lóðina í arf og byggt á
henni lítið hús, sem varð enn minna í saman-
burði við hallirnar í kring. Næsta hús var
sumarhótel. Þar var bjórstofa og billiard, —
ágætur staður, sem ég leit nokkrum sinnum
inn á. Annars hef ég sennilega verið sá mað-
urinn í Englandi þessa dagána, sem stundaði
hvað mest kvikmyndahús.“
„Hvernig var iilhögun skólans?“
„Honum var skipt í tvær deildir. 1 annarri
er kennd vélsetning, þ. e. a. s. fingrasetning,
en í h'nni viðhald og viðgerðir vélanna, —
þeir kalla það Service School, — og í henni
var ég.
Kennsla hefst kl. 9 á morgnana, klukkutími
er í mat um hádegisbilið og matinn fær mað-
ur ó staðnum; te og samlokur tvisvar á dag,
og skólanum lýkur kl. 5. Ekki var kennt á
laugardögum.
Fyrsta daginn, sem við mættum, var farið
með okkur í kynnisferð um sal nokkurn, þar
sem voru hinar ýmsu gerðir véla, sem þeir
framleiða. Þar má m. a. nefna Monarch tape-
setjaravél, sem setur 14 línur á mínútu. Einn-
ig var þarna tölvu-setjaravél, sem setti eftir
gataræmu (tape) og þurfti sá, sem gataði,
ekkert að hugsa um línuskiptingar eða þess
háttar hégóma, — vélin sá um allt slíkt, eftir
að hafa verið mötuð á upplýsingum um línu-
breidd og leturstærð. Tölvan meira að segja
leiðrétti ræmuna, áður en hún fór í gegnum
„unitið“, þ. e. tækið, sem les á hana.
Það vakti athygli mína, að við vorum að-
eins fjórir nemendurnir í deildinni. Mér var
sagt, að þannig væri það alltaf, en stafaði ekki
af skorti ó eftirspurn. Þessi háttur væri hafður
á, til að skapa sem nánast samband milli
kennarans og nemandanna. Tveir skólafélaga
minna voru Englendingar og hafði annar
þeirra beðið í sex mánuði eftir að komast að,
en hinn í átta mánuði. Þriðji nemandinn var
kolsvartur negri frá Uganda.
Leiðbeinandinn var búinn að starfa hjá fyr-
irtækinu i 30 ár og þekkti, eins og nærri má
geta, vélina eins vel og vasana sína. Hann
hafði m. a. það starf að reyna vélarnar áður
en þær fóru úr verksmiðjunni til kaupenda.
Fyrst var farið með okkur í gegnum starf
vélarinnar, frá því að stutt er á lykilinn, unz
línan fellur í skipið. Hringrásin var skýrð
vandlega og hlutverk hvers smóhlutar útskýrt.
Þessi fyrsti þáttur námsins var bóklegur að
mestu og við gerðum ekki annað en að fylgj-
ast með kennaranum og skrifa niður minnisat-
riði. Þessi hluti tók u. þ. b. tvær vikur.
Þegar álitið var, að þessi fræðsla hefði
komizt til skila, var tekið til við aðalatriðið.
Við fjórmenningarnir vorum látnir hafa tvær
vélar, tveir um hvora. Þær voru afstilltar á
einhvern hátt, sem við fengum ekki að vita
um. Síðan áttum við að finna og komast fyr-
ir meinsemdina. Við vorum látnir stjórna
verkinu til skiptis og höfðum heljarmikinn
doðrant um vélina til hliðsjónar. Næst voru
svo vélarnar rifnar í sundur, stykki fyrir
stykki, unz ekkert stóð eftir nema fóturinn, og
síðan áttum við að setja þær saman og stilla
þær. Að síðustu rifum við svo vélarnar í sund-
ur og settum þær saman.
I þessu vorum við í tæpar tvær vikur. Þá
voru eftir um tíu dagar af námskeiðinu og
þeir áttu að fara í æfingar og þjálfun í því,
sem við höfðum verið að læra. Þá fékk ég
leyfi til að hætta í setjaravélunum og fara í
þá deild, sem helguð er „Tape-setter“ frá Fair-
child-fyrirtækinu, eins og menn sjálfsagt vita.
32
PRENTARINN