Prentarinn - 01.01.1968, Side 39

Prentarinn - 01.01.1968, Side 39
Evrópulöndum. Alltaf fjölgar þeim prentsmiðj- um, sem búnar eru tölvum og blý- eða filmu- setningarvélum sem stjórnað er með gata- ræmum eða segulböndum. Þetta á einkum við um dagblaðasmiðjurnar. Jafnvel eru hafnar tilraunir með að brjóta um heilar dagblaða- síður með aðstoð tölva. Offsetprentun ryður sér alls staðar til rúms, einnig hverfiprentvél- ar, þar sem notaðir eru prentformar úr næ- loni, dycril og margs konar öðrum efnum. Myndamóta- og prentplötuvélar eru orðnar mjög fullkomnar og hraðvirkar. Dagblaðasíð- ur eru símsendar milli borga eða jafnvel milli landa. Japanir voru fyrstir til að nýta þá tækni, en með enskum tækjum. 1964 hófu sænsku dagblöðin Expressen og Aftonbladet að símsenda síður frá Stokkhólmi til Jönköp- ing, Malmö og Gautaborgar. Mörg önnur dag- blöð eru nú send milli staða á þennan hátt. Einn af sænsku fulltrúunum minntist á at- riði, sem getur orðið erfitt viðfangs. Hann sagði að auglýsingastofur og stór fyrirtæki í Svíþjóð hefðu keypt litlar setningarvélar, nokkurs konar ritvélar, og létu skrifstofufólk annast setninguna. Síðan væri sátrið sent í offsetprentsmiðjurnar. Hann taldi hættu á að þetta myndi aukast og gæti tekið rnikla vinnu frá setjurunum. Fleira veldur því að atvinnuöryggi er mjög á dagskrá hjá bókagerðarmönnum. Ef prent- smiðjurnar ætla sér að nýta nýju tæknina kostar það offjár og er aðeins á færi stórra fyrirtækja. Oft hafa minni prentsmiðjurnar því aðeins átt um tvo kosti að velja: Að leggja upp laupana, eða sameinast öðrum fyrirtækj- um. Þessa hefur mest gætt í Bandaríkjunum og þeim Evrópulöndum sem lengst eru komin í hagnýtingu tækninnar. Þetta kemur oft hart niður á starfsfólkinu. Bókagerðarfélögin leggja því mikla áherzlu á að menn fái styrki til endurhæfingar og bæt- ur, sé þeim sagt upp vegna tæknibreytinga. Sjóðir, sem ætlað er þetta hlutverk, hafa verið myndaðir í allmörgum löndum, og bókagerð- arfélögin kappkosta að koma á fót námskeið- um fyrir félagana. Louis Andersen frá Danmörku skýrði frá því að danska prentarasambandið hefði í fyrravetur haldið mörg námskeið og þau verið sérlega vel sótt. Hann nefndi sem dæmi að 450 setjarar vildu komast á námskeið í filmu- setningu, en aðeins var hægt að taka við 80. Jean de Boe frá Belgíu sagðist vilja undir- strika að stytting vinnutímans yrði að fylgja í kjölfar aukinnar hagræðingar og afkasta- meiri véla. 1955 var vinnuvika bókagerðar- manna í Belgíu stytt úr 48 stundum í 45, og í árslok 1967 í 40 stundir. Að óbreyttum vinnu- tíma hefðu nokkur þúsund belgískir bókagerð- armenn misst atvinnu sína á þessu tímabili, sagði Boe. Allir voru sammála um að álagið ykist með hraðgengari vélum. Talað væri um 20—30 þúsund áslætti á klukkustund á setningarborð- in (línur þá ekki jafnaðar). Þetta væri allt of mikið álag. Boé sagði belgíska sambandið m. a. hafa sett fram kröfu um að þeir sem vinna á gatarana og önnur svipuð tæki fái 15 mín- útna hvíld á tveggja tíma fresti, og lágmarks- afköst á borðin að námi loknu yrðu miðuð við 8000 stafi á klst. Otto Schlesiger frá V-Þýzkalandi hélt því fram að um 60% prentnemanna þar í landi fengju ófullnægjandi menntun í iðninni. Iðn- náminu yrði að breyta. Hann taldi heppilegra að allir bókagerðarmenn fengju sams konar grundvallarmenntun í upphafi náms, -—- sér- námið kæmi síðar á námstímanum. Ef nem- arnir öðluðust í fyrstu nokkra þekkingu á öll- um greinum bókagerðar yrði auðveldara að mæta breyttum aðstæðum síðar. Tækninni fleygir svo ört fram, sagði Schle- siger, að menn geta ekki lengur vænzt þess að sama starfsþjálfun dugi allt lífið. Af þeim sök- um verður algengt á komandi árum að fólk neyðist til að skipta um starf tvisvar, þrisvar sinnum á ævinni. Endurhæfing er því óhjá- kvæmileg. Þess vegna hafa verkalýðsfélögin í V-Þýzkalandi krafizt þess að allir félagsmenn þeirra fái á ári hverju hálfsmánaðar frí á full- um launum og stundi þessar tvær vikur fram- haldsnám í sínum starfsgreinum. Lausnin á því hver vinna skuli við prent- vélar sem bæði eru gerðar fyrir offset- og l’RENTARINN 37

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.