Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 40
hæÖarprentun fer yfirleitt eftir því, hvort vél-
arnar eru settar upp í offsetprentsmiðjum eða
prentsmiðjum sem nota hæðarprentun. Ef
vélin er sett upp í offsetprentsmiðju vinnur
offsetprentari við hana — og svo öfugt. Prent-
ari sem vinnur við þessar vélar á alltaf að fá
offsetprentaralaun.
Eftir að bókbindarar og offsetprentarar
höfðu einnig rætt sín sérmál komu allir full-
trúarnir saman á ný. Fyrst voru teknir fyrir
„fastir liðir“, svo sem skýrslur um fjárhaginn
og starfið á tímabilinu 1964—1967 o. fl. Til-
lögur voru teknar til umræðu og afgreiðslu.
Þar á meðal tillaga frá Norðurlandasambönd-
unum um að halda alþjóðaþingin á fjögurra
ára fresti í stað þriggja. Hún náði ekki fram
að ganga, til þess þurfti % atkvæða. 77 voru
henni fylgjandi, en 64 á móti.
Þá var komið að mesta hitamáli þingsins,
en það var umsókn franska bókagerðarsam-
bandsins Féileration jranqaise de travilleurs du
livre (FFTL) um aðild að IGF. Þetta er öfl-
ugasta og fjölmennasta bókagerðarsamband
Frakklands, félagatalan er um 70.000. FFTL
var meðal þeirra, sem stóðu að stofnun IGF
árið 1949, en þremur árum síðar sagði það
sig úr Alþjóðasambandinu. I stað FFTL kom
þá annað franskt bókagerðarsamband, Force
ouvriére. (Bókagerðarsamböndin eru þrjú í
Frakklandi). Þetta samband er miklu minna,
með aðeins 5000 félagsmenn.
1964 höfðu viÖhorfin breytzt svo, að FFTL
sótti aftur um inngöngu í IGF. Inntökubeiön-
in varð strax pólitískt hitamál. Ein ástæðan var
sú, að FFTL er í róttæka alþýðusambandinu
franska og því óbeint aðili að hinu róttæka
alþjóðasambandi verkalýðsins.
Allt frá þvi urnsókn FFTL kom til umræðu
innan IGF voru skoðanir mjög skiptar. —
Franska bókagerðarsambandið sem fyrir var
og hollenzku bókagerðarmennirnir börðust
hatrammlega gegn upptöku FFTL. Forustu-
menn þeirra lýstu því yfir að sambönd þeirra
myndu segja sig úr IGF, fengi FFTL aðild.
Belgíumennirnir bótuðu aftur á móti að fara
úr Alþjóðasambandinu væri umsóknin felld.
Þannig stóðu málin fyrir þingið í London,
sem taka átti ákvörðun í málinu. Umræðurnar
um inntökubeiðnina urðu langar og strangar
og mönnum hitnaði í hamsi, en við alkvæða-
greiðsluna voru 82 með aðild FFTL en 76
á móti, og umsóknin þar með samþvkkt af
þinginu.
Þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu kunn
gekk formaður hollenzka bókagerðarsam-
bandsins í ræðustólinn og tilkynnti að hann
og félagar hans færu nú af þinginu og hol-
lenzka sambandið myndi segja sig úr IGF.
Fulltrúar franska sambandsins Force ouvriére
gengu einnig út.
Siðasta verk þingsins var að kjósa nýja
sambandsstjórn. John Bonfield, formaður
brezka prentarasambandsins, var kjörinn for-
seti IGF. Ernst Scheuner frá Sviss endurkjör-
inn varaforseti, og Heinz Göke ritari. Auk
þeirra eiga 12 menn sæti í sambandsstjórninni.
ASalstöðvar IGF verða áfram í Bern.
Mikið var klappað þegar Helge Djörup, for-
maður dönsku bókbindaranna, tilkynnti að
dönsku bókageröarsamböndin hefðu boðið
IGF að halda næsta alþjóðaþing sitt í Kaup-
mannahöfn árið 1970.
Brezku bókagerðarmennirnir önnuðust alla
framkvæmd þingsins og gestrisni þeirra var
í einu orði sagt frábær. Flest kvöldin buðu
þeir fulltrúunum annað hvort í leikhús eða til
kvöldverðar. Þeir skipulögðu ferðir um Lond-
on, svo að menn gátu örlítiö kynnzt borginni,
og daginn eftir að þinginu lauk var haldið í
eins dags skemmtiferð til suðurstrandar Eng-
lands.
Hér ætla ég aðeins að bæta einu við að lok-
um. Þegar ég ræddi við eldri mennina, sem
sótt hafa mörg fyrri IGF-þing, og þeir fréttu
að ég væri tslendingur, véku þeir strax talinu
að Hallbirni Halldórssyni. Þeir minntust þess
sérstaklega hve höfðinglegur hann var að yfir-
bragði, og allir töluðu þeir um hann með mik-
illi virðingu og hlýhug.
Guðjón Sveinbjörnsson.
38
PRENTARINN