Landneminn - 01.05.1949, Síða 10
HRISTO SMIRENSKI:
ÆVINTÝRIÐ UM ÞREPIN
Hver ert þú? spurði kölski.
Ég er öreigans son og allir sem þjást eru bræður minir.
Mikill táradalur er jörðin og sárar manna sorgir.
Æskumaðurinn sem þannig mælti kreppti hnefana og aug-
un skutu gneistum undan hvelfdu enni. Hann var staddur
hjá Þrepunum fögru sem lágu upp að Loftsölum, en þau
voru úr fægðum marmara og báru lit margs konar rósa.
1 fjarska gat að líta ólgandi haf Þjáningarinnar þar sem
Múgurinn hraktist á skolgráu róti Örbirgðarinnar uppað strönd
Dauðans. Stunurnar risu og hnigu, kræklóttar hendur fálni-
uðu út í loftið eins og til að grípa síðasta háhnstráið, en
náföl barnsandlit störðu myrkum augnatóftum til himins. Öðru-
livoru heyrðust tryllingsleg kvalavein sem bergmáluðu í fjarska
eins og dvínandi þórdunnr. Yfir öllu þessu grúfði dimmur
skuggi.
Gamall maður kom skríðandi eftir sverðinum, ef til vill var
hann að leita æsku sinnar á þessum slóðum. í lörfum hans
hékk telpuhnyðja sem starði bláum barnsaugum uppeftir marg-
litum þrepunum, og lék bros um varir hennar. Á eftir þeim
drógust nokkur örvasa gamalmenni í tötrum og muldruðu
ámátlegar harmatölur. Sumir blésu ýlustrá, aðrir ráku upji
hrossahlátra og létu hringla í skildingum, en brjálsemin skein,
úr augum þeirra.
Ég er öreigans son og allir sem þjást eru bræður minir.
Ó, hvílíkur táradalur.... En þarna uppi....
Svo mælti æskumaðurinn og
kreppti hnefana og augun
skutu gneistum.
Berðu haturshug til þeirra
sem í Loftsölum búa? spurði
kölski og hallaði sér lymskulega
að æskumanninum.
Ég skal hefna min á þessum
skrautlegu kóngssonum og að-
alsmönnum sem sitja að dýrleg-
um veizlum meðan bræður
mínir svelta. Grimmilega skal
ég hefna föður míns, sem þarna
veltist i rótinu. Andlit hans er
skorpið og bleikt sem vax og
stunur hans sárari en snæýlf-
ur haustnæturinnar. Sjáðu þessa
beinaberu, nöktu og þrælkuðu
kroppa, hlustaðu á stunurnar
sem berast frá hjörtum þeirra.
Reiði mín er mikil, en meiri
verður hefnd mín. Vík burt, ég
vil upp þrepin.
Kölski glotti: Ég er vörður
þeirra sem í Loftsölum húa,
þangað fær enginn stigið fæti
nema hann greiði mér skatt,
færi mér fórnir.
Hvorki á ég gull né gersemar, mælti æskumað'urinn, og get
því hvorki goldið þér skatt né fært þér fórnir. Ég er blásnauð-
ur tötramaður eins og bræður mínir. En jafnvel hjarta mitt
væri ekki of mikil fórn ef....
Kölski glotti á ný: Svo mikils krefst ég ekki. Ég skal láta
mér nægja heyrnina.
Heyrnina? Jæja, gott og vel, þó svo ég heyri aldrei framar.
Þú heyrir nægilega vel, sagði kölski eins og til að fróa
unga manninn, og leyfði honum siðan uppgöngu.
Æskumaðurinn hljóp þegar yfir þrjú þrep, en þá greip kölski
til hans með loppu sinni: Svona, ekki lengra í senn, staldr-
aðu við og hlustaðu eftir stunum bræðra þinna þarna niðurfrá.
Æskumaðurinn nant staðar og lagði kollhúfur. Þetta var
-skrýtið: Þeir voru þá farnir að syngja glaðværa söngva og þess
á milli hlógu þeir dátt.
Hann tók sprettinn á ný, en kölski greip enn til hans: Ef þú
a:tlar að komast yfir næstu þrjú þrepin, krefst ég augna þinna.
Æskumaðurinn varð daufur í bragði: Þá missi ég sjónar
á bræðrum mínunt og get heldur ekki séð þá sem verða skulti
fyrir hefnd minni.
Kölski mælti: Þú munt sjá allt sem þú þarft að sjá. Og
svo gef ég þér ný augu, miklu betri en þín eigin.
Eftir þetta hljóp æskrmaðurinn enn yfir þrjár tröppur, en
leit síðan um öxl. Þá mælti kölski: Sjáðu þessa beinabera,
nöktu og þrælkuðu kroppa.
María guðsmóðir. Þetta voru
galdrar: Nú báru þcir marglit
skartklæði og í stað blóðugra
sára skreyttu þeir sig með ynd-
islegum rósum.
Þannig héldu þeir áfram um
stund. Við hver þrjú þrepin
krafðist kölski launa sinna.
Æskumaðurinn lét engan bilhug
á sér finna. Hvað sem það kost-
aði skyldi hann ná marki sínu
og koma fram liefnd á hinum
svinöldu kóngssonum og aðals-
mönnum. Eitt þrep, aðeins eitt
þrep enn og markinu var náð.
I dag skyldu bræður hans sjá
hvernig hann beitti refsivendi
réttlætisins.
Ég er öreigans son og allir
sem þjást....
Jæja drengur minn, sagði
kölski. Nú áttu eitt þrep eftir
og siðan kemur hin sæta hefnd.
En fyrir þetta siðasta þrep er
ég vanur að taka tvöfalt gjald:
nú krefst ég hjarta þíns og
minnis.
Framh. á 28. síbu.
Þekkið þið þetta fólk?
Hér fyrir neðan birtast myndir af 6 heimskunnum
persónum eins og þær litu út á sínum yngri árum. Þekk-
j þið þetta fólk? — — Sjá svör á 38. síðu.
V________;_________„______________________j
10 LANDNEMINN