Landneminn - 01.05.1949, Side 11

Landneminn - 01.05.1949, Side 11
HAMRABÚI: Messau á Leirfelli — SMÁSAGA — Kirkjan á Leirfelli hafði séð sitt af hverju um dag- ana, og ekki blöskraði henni, þó að hringt væri til messu einu sinni enn. Söfnuðurinn var heldur ekki við neinum tíðindum búinn. Presturinn kom. Hann var líkastur hrekklausum sveitapilti í kaupsetaðarferð. Prófasturinn kom. Hann var eins og röskur mjólk- urbílstjóri. Ráðsmaðurinn á Leirfelli kom. Hann var eins og ofsatrúarmaður í framan. Og þó bjóst enginn við tíðindum. Presturinn kom til að messa, prófasturinn til að „vísitera“, og ráðsmaður kúabúsins á Leirfelli kom til að hlýða á guðsþjónustu, sem eðlilegt er. Enda bjóst enginn við tíðindum, Presturinn smeygði sér varlega í hempuna, eins og þegar sveitadrengur fer í sparitreyjuna. Prófasturinn tók sér sæti, kvikur í hreyfingum, eins og bílstjóri, sem snarar sér í ekilsætið. Ráðsmaðurinn á Leirfelli tyllti sér í kórinn með erkibiskupsásjónu. Og þó bjóst enginn við tíðindum. Þá er að segja af söfnuðinum, að því leyti, sem söfn- urinn kemur við söguna, því að ekki kemur til mála að ganga alveg fram hjá söfnuðinum. Safnaðarins vegna var þó athöfnin. Söfnuðurinn var sparibúinn. Presturinn hóf ræðu sína. Og liann lauk henni, án þess að menn væntu neinna atlnirða, fremur en eftir aðrar guðsþjónustur. Prófasturin var að „vísitera11, en meinti svo sem ekk- ert með því. Þetta var bara gamall siður. Og prófast- urinn spurði söfnuðinn, eins og venja er, hvorl hann hefði nokkrar sakir á hendur prestinum. Ráðsmaðurinn á Leirfelli reis á fætur og sagði: Já. Prófasti brá. Hann vissi ekki, hvert hann átti að horfa, og ósjálfrátt renndi hann augunum upp á við. Því var hann óvanur. Enda fór það honum ekki vel. Hvað hefði það dugað, þó að prófasturinn hefði haft prófastsásjónu, presturinn verið kennimannlegur og söfnuðurinn verið við því versta búinn? Undrun- in hefði engu síður lostið menn óviðbúna. Ráðsmaðurinn á Leirfelli stakk annarri hendi í vestisvasann, en sveiflaði hinni ógnandi eins og stjórn- arandstæðingur á landsmálafundi. Hann tók til máls: „Mér fyrir mína parta þykir presturinn ekki nógu frjálslyndur. Kennimenn eiga að vera frjálslyndir í trúmálum en ekki þröngsýnir. Frjálslynd þjóðkirkja á að vera lyftistöng íslenzkrar bændamenningar og vega á móti þeim ósóma, sem prentaður er í blöðum og bókum niðurrifsmanna, landi og lýð til minnkun- ar út á við.“ Ráðsmaðurinn á Leirfelli settist og starði heiftar- augum á saklausan kirkjubitann. Þögn — þögn — þögn----------. Og aftur þögn. Mjólkurbílstjórinn í jtrófastsstöðunni var farinn að liorfa ögn lægra og orðinn greindarlegur aftur. Við- bragðsfljótur var hann að eðlisfari og nú reis hann á fætur og sagði rólega: „Ég skil þetta ekki sem jærsónulega ádeilu í garð jrrestsins ykkar, sem er okkur að öllu góðu kunnur. Orð Steindórs Sigurkarlssonar, fóðurmeistara, ber auð- vitað að skilja sem hugleiðingar um kirkjuna almennt. Og vissulega getum við öll tekið undir það með ræðu- manni, að íslenzka þjóðkirkjan eigi að vera hógvær og ofstækislaus eins og hún hefur löngum verið.“ Hvílík unun og hugarhvíld að horfa yfir lygnan sjó eftir ofviðri. En ráðsmaðurinn á Leirfelli spratt upj) úr sæti sínu og ný hol.skefla undrunar og geigs hvolfdi sér yfir söfnuðinn. „Undarlegt þykir mér, að orð mín skuli vera mis- skilin. Ég liélt mig hafa talað fullkomlega ljóst. Presturinn er ekki frjálslyndur. Hann tekur orð biblí- unnar mjög bókstaflega, virðist mér, og enginn veit með vissu, hvort hugsjónir lýðræðisins hafa fest rætur í brjósti hans.“ „Ekki finnst mér það ámælisvert, þó að presturinn LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.