Landneminn - 01.05.1949, Page 19

Landneminn - 01.05.1949, Page 19
lýðsins hvar sem er, og undirdánugri þjónkun við þann vesturheimska óþokkalýð, sem nú veifar damóklesar- sverði atómsprengjunnar yfir höfði mannkyns og sið- menningar. Þetta hatur annars vegar og þessi þjónk- un hins vegar er runnið þeim svo í merg og blóð, að þau eru eitt með öllum lífshræringum jieirra. Ekkert barómeter er nákvæmara á loftþyngdina en sál íhalds- ins á pólitískan blóðþrýsting Evrópu. Aldrei skal svo dagur líða, að alþýðuríki Austur-Evrópu séu ckki skor- in niður við svívirðingartrog í pólitísku sláturhúsi jæssara blaða. Aldrei skal svo dagur líða, að atóm- bombustjórn Bandaríkjanna sé ekki iiafin á lambsins dýrðarstól, hvílþegin af fyrirbænalárum Stefáns Pét- urssonar og Valtýs fjólupabba. Hvað sem Ráðstjórnar- ríkin eða kommúnistaflokkar úti um heim hafast að, þá skal rokið upp til handa og fóta til að skýra glæp- inn, sem nú er verið að fremja, og fyrirbyggja frjálsa hugsun lesendanna. Hvað sem Bandaríkjastjórn eða stríðsæsingamenn úti um heim hafast að, skal rokið upp til handa og fóta að útskýra nýjasta góðverkið, með sérstöku tilliti til þess, að komið verði í veg fyrir frjálsa hugsun lesenda. Þannig vottar borgara- stéttin íslenzka virðingu sína fyrir frjálsri hugsun. En það er fleira, sem fyrir blöðum hennar vakir, þegar þau hamast. að mönnum og málstöðum úti í heimi. Eitt markmið þeirra með slíkum hamagangi er að láta eina alj>ýðublaðið í höfuðstaðnum verja helzt öllu rúmi sínu í dægurbaráttuna. Því miður hefur þeim tekizt j)að of vel. Á íslandi eru þúsundir manna, sem ekki vantar annað en glöggar upplýsingar um marxismann til að gjörast marxistar. Þessu fólki get- ur Þjóðviljinn ekki veitt j)á liðsemd, sem þarf, með- an hann hefur ekki rúm fyrir fræðikenninguna. Er augljóst, að jafnframt því sem útbreiðsla Þjóðvilj- ans eykst þarf að stækka hann, en leila einhverra ann- arra úrbóta ella. Afleiðingin af j)essu Jækkingarleysi fólks á marxismanum er sú, að fjöldi marxista að hug- sjón og hjartalagi getur lent í j)ví, og hefur lent í því, að kjósa hina ýmsu flokka íhaldsins á kjördegi. Það lieitir að vera sjálfs sín böðull, og hefur aldrei þótt gott hlutskipti. En ekki verður vörgunum láð, þótt í þeim hlakki þegar bráðin fellir sig þannig sjálf. Nú skulum við tengja hugleiðinguna í upphafi þess- arar greinar meginmáli hennar. „Atvikin“, sem bægðu Jóni frá sýslumannsembættinu voru kannski ekki ann- að en fátækt foreldra hans. Það má líka vera, að jæssi atvik hafi verið heilsubrestur lians sjálfs, sem stafaði t. d. af of miklum þrældómi á unga aldri, af ]>ví fólkið á þessum bæ varð að leggja svo hart að sér til að framfleyta lífinu. 1 því falli liggur sökin hjá borgaralegu ])jóðski|>ulagi og þeirri ski]>tingu þegn- KRISTJAN FRA DJÚPALÆK: Pundið Þegar íyrst ég réðst í œvireisuna, rétti Guð mér pund og mœlti: Ávaxta þetta vel og auktu það um œvina. Ofan glaður hélt ég svo á jörðina. Lána vildu sumir hjá mér summuna, semdist okkur hér um bil um vextina. Nota bene, þetta var í þá daga, þegar Eysteinn mangaði við Bretana. Breytist gildi parlamenta og peninga, pundið mitt vill enginn framar skítnýta. Vonsvikinn því geng ég fyrir Guðina: Getið þið ekki látið mig fá dollara. ___________________________________________ anna í snauða menn og auðuga, sem ]>ví fylgir. Þólt hugsun okkar verði aldrei alfrjáls, í skilyrðislausri merkingu, bætir ]>að úr engri skák að búa við þjóð- skipulag, sem bannar fjölda einstaklinga ]>að þjóð- félagsstarf, sem þeim leikur mest hugur á og eru bezt fallnir til, og ekki er andsUetl hagsmunum heildar- innar. Það bezta sem við getum gert fyrir frjálsa liugs- un er að ryðja úr vegi |>eim þjóðfélagslegu hindrun- um, sem varna hverjum einstökum að fullnægja ósk- um sínum og þrám, á meðan sú fullnæging hrýtur ekki í bág við almenna heill og velferð. Borgaralegt j>jóð- félag hefur verið rannsakað á vísindalegan hátt í því skyni að fá upplýsingar um j>að, hvert athvarf liags- munir fjöldans eiga í skjóli j>ess. Að lokinni ]>eirri rannsókn voru lögð fram sönnunargögn fyrir því, að í borgaralegu J)jóðfélagi er hinn óbreytti fjöldi meira og minna réttlaust fólk. Þessum gögnum fylgdu lillögur um nýja tegund J)jóðskipulags. Það eru þess- ar sannanir um ónýti borgaralegs j)jóðskipulags og tillögur um nýtt fyrirkomulag þessara hluta, sem við meinum, er við nefnum orðið marxismi. Vilji nú einhver spyrja, hvers vegna ég sé að skrifa um frjálsa hugsun, og afstöðu borgarastéttarinnar til hennar, í blað ungra sósíalisla, j)á svara ég á þessa leið: Hinn sósíaliski æskulýður í landinu má aldrei kasta frjálsri hugsun fyrir ofurborð, að svo miklu leyli sem hugsun okkar er frjáls eða getur verið það. Framh. á 39. síðu. LANDNEMINN 19

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.