Landneminn - 01.05.1949, Page 23

Landneminn - 01.05.1949, Page 23
í land, og var þar því mikill mannsafnaður. Komumst við allir af stað, eu ekki vitað, hvar stauzað yrði. Við hverja járnbrautarstöð var að sjá þennan sí- fellda harmleik styrjaldar á næstu grösum: Grátandi konur og hörn að kveðja eiginmenn og feður. Það er einstaklega ömurleg sjón. Nú virlist allt hafa breytt um svi]), jafnvel landslag- ið virtist breytt frá því daginn áður, er við ókum um það. Herbílar, hermenn, skriðdrekar — endalaus röð. Skógarnir, sem við íslendingar erum svo veikir fyrir, voru okkur ekki lengur augnayndi. Augu okkar leituðu ekki lengur króna trjánna eða fagurra runna, heldur laufiþakinna morðtóla: herbíla, loftvarna- byssna, skriðdreka. Dagana áð.ur hefði okkur ekki grunað, að við vor- um að lifa síðustu daga friðarins, og virtist hinn venjulegi Þjóðverji ekki búast við stríði, enda var það ekki hann, sem spurður var ráða. Við skiptum um lest í Ivöln, borginni með kirkjuna frægu, og héldum til Duisburg i Ruhr-héruðunum. Þar áttum við að bíða. Þá daga, sem við áttum eftir að dveljast í Þýzkalandi, var okkur bannað að tala saman úti á götu vegna málsins. Þjóðverjar gætu lialdið okkur Pólverja, sem þeim var sagt, að væru „hinir mestu skálkar og eitt andstyggilegt fólk.“ Nú upplifðum við myrkvun og loftvarnaæfingar með tilheyrandi sírenuhljóðum, Ijóskösturum og flug- vélum. Þetta voru allt miklir atburðir fyrir okkur norðan af hjara veraldar, sem varla höfðum séð her- mannabúninga og tæplega séð eða handleikið byssu á ævinni. Fylgdarmenn okkar fóru nú að týna tölunni, voru kallaðir í herinn. Einn var þó með okkur allan þann tíma, sem við vorum í Þýzkalandi. Hann hét Geilenberg, gömul stríðshetja úr fyrra stríði, liafði fengið yfir 20 skot í skrokkinn, sem hann hafði gaman af að sýna menjarnar eftir, enda hafði hann hlotið járnkross. Á einni járnbrautarstöðinni, áður en við komum til Duisburg, urðum við vitni að atburði, sem fylgdi okkur lengi síðan, og sýndi okkur, hve langt við vor- um að heiman. Hópur fermingardrengja úr Hitler- Jugend, í stuttbuxum með sportsokka, stóð þar með byssur um öxl og stóð jafnaldri þeirra utan við hóp- inn og gaf fyrirskipanir. Þeir liöfðu verið að æfing- um og voru nú á heimleið. Þessir sakleysingjar liafa eflaust orðið fyrir dýrkeyptri reynslu, áður yfir lauk. Þetta þótti okkur rólyndum íslendingum og sveila- mönnum í hernaðarlist skrítnar teóríur um barnau])p- eldi. I Duisburg vorum við nokkra daga og héldum síðan norðar á bóginn og áttum að halda úr Þýzkalandi liið' Þetta cr ekhi þýzkur stormsveitarmaður í ágúst 1939. Þetta cr reykviskur hvítliði í marz 1949. skjótasta vegna ófriðarhættu. Á norðurleiðinni stönz- uðum við í Bremen, hinni gömlu borg Hansakaup- manna, og var okkur boðið á fund borgarstjórans í ráðhúsinu. Við stóðum í röð í móttökusalnum, og var þá vængjahurð ojmuð og þjóun tilkynnti komu borgar- stjórans. Inn kemur hermannlegur maður borðalagður með spora á fótum. Haun stanzar á miðju gólfi, slær saman hælunum svo smellur í og hefur upp raust sína. í fyrstu áttum við okkur ekki á, hvað hann segir, en heyrum brátt, að maðurinn er að tala íslenzku, hann er að fara með vísuna alkunnu: „Yfir kaldan eyðisand“. Síðar kom upp úr dúrum, að maðurinn hafði verið á íslandi sumarið áður, farið Sprengisand og lært þessa vísu. Síðan gekk hann fyrir hvern mann, heilsaði með handabandi og sló saman hælunum fyrir hverjum ein- stökum, 20 sinnum í allt. Síðan sló hann saman hæl- unum enn einu sinni og gekk út, en við 20 íslendingar stóðum eftir og gláptum á sporana á löppunum á hon- um, unz vængjahurðin lokaðist á eftir honum. — Mik- ill heiður fyrir Island — sögðn Þjóðverjarnir, sem með okkur voru. Svona geta menn tekið sjálfa sig hátíðlega. LANDNEMINN 23

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.