Landneminn - 01.05.1949, Qupperneq 30

Landneminn - 01.05.1949, Qupperneq 30
STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON: Eirbrúnir dagar og nætur «« eirbrúnir dagar og nætur með svartar hendur koma og fara og vindar á langþreyttum hesturn blása í kaun og bjóða góðan dagirin taka ofan og kveðja duttlunafyllst bláir droparnir falla í aldanna brunna „ég er að koma“ heyrum við daginn segja en greinum hlátur næturinnar að baki spurðu mig ekki hvers ég vænist og bíði svar mitt er ekki fætt og hvort það fæðist veit ég ekki og ennþá veit ég þó síður lwort ég vonast og hvort ég bíð eftir nokkru víst hefur blóðlitur tímans vakið minn ótta og raust hinna miklu vatna látið mig skelfast þrátt fyrir það og kannski einmitt þess vegna ég óska að taka þátt í leitinni miklu í leitinni miklu og slást í för með hinum á móðunnar bökkurn þeir hafa safnazt í hópa komnir að austan og vestan og norðan og sunnan og glampandi augu leita að strönd fyrir handar uppréttar hendur veifa blaktandi kyndlum og mýrgul tunglbirta fellur á hrópandi andlit: „hæ ferjumaður vakna og flyt okkur yfir“ en ferjumann dreymir og ferjumaðurinn sefur sefur og sefur enda geta þeir beðið því bikinu eldsneyti sinna dvínandi kyndla hafa þeir gleymt á hrjóstrunum langt að baki og þeir munu snúa aftur og leita biksins og einhvern dag gæti hringmúr venjunnar rofnað tærðir ísfingur dauðans brostið og Óskin losað kverkatak ellinnar sér af hálsi þá mun tónsprotinn voldugi hafinn og eilíf hljómlist gleðinnar fylla hornlausan salinn

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.