Landneminn - 01.05.1949, Síða 31
Eftir BERNARD DE VOTO
Skömmu eftir aS jólahefti Landnemans kom út, hitti ritsjórinn Þorvald Þórarinsson,
lögfræðing, á götu. Lét Þorvaldur í ljós undrun sina yfir þeim barnaskap ritstjórans að
birta greinina um Kensington-steininn, sem hann sagði að væri hlægilegt húmbúkk, einsog
nú cr raunar á daginn komið. En uin leið Iofaði Þorvaldur því, að útvega Landnemanum
eitthvert það efni, sem rækilega sýndi fram á, hversu fólki er gjarnt að láta ímyndunarafliö
hlaupa með sig í gönur út af allrahanda hindurvitnum varðandi fund Ameríku. Þonaldur
efnir þetta loforð með eftirfarandi grein, sem liann hefur sjálfur þýtt.
í sumar leið frömdu fornleifafræðingar það sent
þeir kalla tilraunagröft hjá Sívalaturni í Nýhöfn,
„sem horft hefur til hafs allt fram á þennan dag,“
sagði skáldið Henry Wadsworth Longfellow árið 1841.
Þeir ætla að byrja í alvöru núna í.vor, og þegar þeir
eru húnir að grafa er að vísu alveg undir hælinn lagt
hvort við getum gert okkur sæmilega áreiðanlega
hugmynd um hvers konar hús þessi turn er.
Tilraunagröfturinn leiddi ekki í ljós neinar sann-
anir óhagstæðar þeim skoðunum sem ýmsir menn
höfðu haft árum saman, að turninn ltafi verið reistur
á landnámsöld, j). e. a. s. ekki fyrr en á 17. öld. Ekki
komu heldur fram nokkurar sannanir til stuðnings
neinum þeim getgátum, ágizkunum og hindurvitnum
sem hafa sett turninn í samband við heimsóknir nor-
rænna manna til þessa meginlands fyrir daga Kólumh-
usar, eins og Longfellow gerði í kvæði sínu Beina-
grindin brynjaða. Það er ekki víst að við verðum
miklu nær þegar fræðimennirnir eru búnir að ljúka
starfi sínu. Það er ekki víst að við vitum hóti meira en
nú. En við gelum verið handviss um J)að að einungis
fáir af æsingamönnunum munu sætti sig við niður-
stöðuna. Hinir munu halda áfram að skapa sér heil
sólkerfi draumóra úr fáeinum mustarðskornum af á-
gizkunum, því að það er öldungis eins og hver önnur
j)ýðingarlaus tilviljun að turninn stendur í Ilauðseyjar-
fylki; hann er í rauninni miklu fremur á meginlandi
trúar mannsins á hið ótrúlega, á meginlandi þjóðsögu
og ímyndunar.
Nýleg kenning gengur í j)á átt að turninn sé víggirt
kirkja, reist (eða ráðin) árið 1357 af leiðangursmönn-
nm sem konungur Noregs og Svíþjóðar sendi til að
endurkristna í Grænlandi nýlendu eina er gengið hafði
af trúnni. Og nú hefur Smiðssonarsafnið lýst yfir j)ví,
að það viðurkenni fyrst um sinn sem fjórtándu aldar
rúnir teikn þau sem rist eru á stein, er fannst rétt
hjá þorpinu Kensington í Minnisótufylki árið 1898.
Kenningin um Sívalaturn telur að Kensingtonsteinn-
inn sé verk tuttugu manna sem af komust úr fjöru-
tíu manna flokki er sendur var frá aðalbækistöðinni
í Nýhöfn til þess að hafa uppi á týndu kirkjunni. En
hana höfðu leiðangursmenn hvorki fundið á Græn-
landi né annars staðar.
Þeir leituðu heldur langt yfir skammt. Þeir sigldu
austur um Vínland, Furðustrandir og Markland. norð-
ur um Helluland og gegnum Hellusund, suður með
austurströnd Hellulandsflóa, norður með vesturströnd
flóans allt til mynnis Njálsár. Þar skildu þeir eftir tíu
menn að gæta skipa sinna. Á þessum stað smíðuðu
þeir sér smærri fleytur og héldu hinir þrjátíu á þeim
upp Njálsána að Vinnipeggvatni og eftir því endilöngu
allt að mynni Rauðarár, sigldu upp eftir henni langar
leiðir unz þeir sneru austur á bóginn yfir Minnisótu
áleiðis til Nýhafnar, eftir ám og vötnum sem hafa því
miður hrevtzt í þurrlendi á síðastliðnum sex öld-
um.
Eina dagleið frá Kensington drápu Síúx-indíánar
tíu manns úr hópnum. (Þetta var árið 1362L Þeir
sem af komust ristu sögu sína á steininn og greiddu
för sína austur á bóginn. Ekki leið á löngu áður en
þeir rákust á rauðskinnaflokk sem var jafnhiæddur
sjálfum þeim við Síúxmenn. í stuttu máli: Himr tutt-
ugu komust aldrei til Nýhafnar, og Páll Knútsson,
herstjóri turnvirkisins í Nýhöfn, hélt liði sínu heim
LANDNEMINN 31