Landneminn - 01.05.1949, Side 39

Landneminn - 01.05.1949, Side 39
Fáein orð um frjálsa hugsun Framh. aj 19 sí'öu. Marxisminn er vísindaleg kenning um félagsleg lög- mál og úrlausnir félagslegra viSfangsefna. En sum- um mönnum er mikill háski búinn af kenningakerf- um. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að til er fólk, sem kastar sér í fang hvaða kenningar eða trú- ar sem vera skal, og lætur hana eða þær síðan svara fyrir sig þeim s))urningum sem lífið her upp fyrir því, jafnvel þótt spurningarnar varði allt aðra hluti en þá, sem viðkomandi kenning fjallar um eða gerir kröfu til að gela svarað. Það er t. d. enginn vandi að kasta sér í fang krislinnar trúar og fela einum guði allt sitt ráð, og hatast síðan við marxismann í þeirri trú, að guði sé illa við hann. Á sama hátt verða ís- lenzkir marxistar að gera ráð fyrir því, að í þeirra hópi sé slæðingur af mönnum, sem eru marxistar af andlegri leli, en það eru ódyggir menn, því að einn góðan veðurdag geta þeir rekizt á nýja kenningu sem leti þeirra hvílist belur í. Ég lield hverjum ungum sósíalista sé liollt að spyrja sig, hvers vegna hann sé sósíalisti. Það þýðir ekkert að vera sósíalisti af æs- ingi, enda er þá miklu betra og líðara að fara í Heim- dall. Það þýðir lieldur ekki að vera sósíalisti af lízku, af því j)að sé fínt að vera í andstöðu, oppósissjón. Það þýðir ekki að vera sósíalisti af öðru en frjálsri liugsun og þekkingu. Jafnvel hugsjónamenn geta farið villir vegar, ef þá brestur þekkingu eða raunsæja hugsun. En yfir þeim sem sökkva sér niður í fræði- kenningu marxismans vofir annar háski: að hún verði þeim dauður bókstafur, en ekki lifandi andi. Lenin kenndi bókstafsmönnum marxismans að hann væri leið- beining til starfs, en ekki endanlegt fræðikerfi sem ÞORVALDUR SKÚLASON gerði myndina með kvæði Stefdns Harfiar Grímssonar. lokaðist í sjálft sig. Við getum bætt því við, að liann er ekki skógarlindin, sem við speglum okkur í, heldur moldarsafinn, sem rætur trésins sjúga í sig og dreifist þaðan um bol þess og limar og gefur því inátt og líf. Ef lífrænt gagn á að vera af lestri fræðirila, verður bókstafurinn að rísa upp frá dauðum fyrir augum manns. Til J)ess að svo geti orðið þarf maður að hugsa frjálst, vera óháður viðfangsefni sínu. Sú frjálsa hugsun sem borgarastéttin ber fyrir sig í blöðum og á þingum, er ekki annað en blekking og atvinnulygar.Þá er orðið flátt þegar verkið vitnar gegn því. íslenzk borgarastétt verður sjálfsagt aldrei framar kennd við þá hluti, er til góðs horfa og á gott vita. Svik og ofbeldi af ætt fasismans verður hennar líf — unz dauðinn vitjar hennar. En hvar sem marxískir liópar manna mega sín einhvers í úrættuðum auðvalds- þjóðfélögum er eitt hlutverk þeirra falið í því að end- urreisa frjálsa liugsun, gæða hana lifanda lifi á nýjan leik. Svo má fara, að gifta þeirra einkennist ekki sízt af því, hvernig þeir rækja það hlutverk. ÞJOÐIN OG KYLFAN Bæklingurinn um atburðina 30. marz er kominn út í 2. útgáfu. Fæst hjá Sósíalistafélögum og í bókabúðum um land allt. I LANDNEMINN 39

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.