Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 19
9
henni, slái á nóturnar og söngurinn byrji. En í stað þess
fer Gagga að tala um fyrsta ljóðið, sem hún ætlar að syngja.
Hún segir, hvað það heiti og frá hvaða landi það sé, rekur
efni þess í fáum orðum, svo að þegar hún fer að syngja það,
fylgizt þið alveg með, jafnvel skiljið vísurnar, þó að þið
kunnið ekki orð í málinu. Þetta gerir hún við hvert lag.
Þessir formálar, svo stuttir og einfaldir sem þeir virðast
vera, eru oft dálítil listaverk, svo að maður finnur stundum,
að fólk er að því komið að klappa, áður en söngurinn byrj-
ar. Og með þeim brúar hún alveg þá fjarlægð, sem er
venjulega milli áheyrendanna niðri í salnum og listamanns-
ins uppi á pallinum. Hún talar svo einlæglega við ykkur
um það, sem hún ætlar að fara með, að þið eruð undir eins
orðin henni kunnug. Og hún kann alveg undarlega að fá
fólk til að hlusta vel. Fyrir mörgum árum heyrði ég hana
til dæmis syngja í stærsta hljómleikasalnum í Kaupmanna-
höfn fyrir 1200 manns. Þá sagði hún meðal annars þetta,
ósköp raunamædd á svipinn: „Nú ætla ég að syngja fyrir
ykkur lítið danskt lag. Mér þykir svo leiðinlegt, að engum
finnst það fallegt nema mér“. Þegar hún var búin að syngja
lagið, ætlaði klappið aldrei að hætta. Hver einasti áheyr-
andi vildi láta hana finna, að honum þætti lagið líka fallegt!
Gagga hefur ekki mjög mikla rödd, én fullkomið vald á
að beita henni, eins og við á í hvert sinn. Hún getur sungið
ijóðræn sönglög svo yndislega, að ég hef ekki heyrt neina
af þeim söngkonum, sem einungis hugsa um að syngja fal-
lega, gera það betur. Röddin er svo hrein og tær, söngur-
inn svo eðlilegur, að það er alveg eins og lagið syngi sig
sjálft. Það getur verið ógleymanlegt. En yfirleitt er það svo
með þjóðlögin hennar Göggu, að manni finnst þau fremur
syngja hana en að hún syngi þau. Og þessi lög eru stund-
um ekki fyrst og fremst falleg, heldur einkennileg, skrítin
eða stórkostleg, og meðferð textans er ekki minna atriði en
meðferð lagsins. Ég er alveg viss um, að Gagga getur haldið