Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 28
18
tala dönskuna betur. En danskan fyllir ekki munninn. Það
gerir ekkert mál nema íslenzkan“. Og endurminningarnar
um ísland, hina dásamlegu náttúru þess, sem líkist engum
löndum, um íslenzkt þjóðlíf og sérkenni þess, hafa aukið
víðsýni hennar og skilning, svo að henni hefur orðið auð-
veldara að lifa sig inn í hugsunarhátt og tilfinningalíf ann-
arra þjóða.
VI.
En nú á ég eftir að segja eitt, sem ég veit ekki, hvernig
mér gengur að Iáta ykkur skilja. Þegar ég kalla Göggu
„litlu stúlkuna í Apótekinu“, á ég ekki við, að hún hafi
einu sinni verið það, heldur að hún sé það enn í dag. Þó að
hún sé orðin fullorðin, svona stór og svona fræg, þá hefur
hún alltaf líka haldið áfram að vera bam.
011 börn langar til að verða stór.. Og auðvitað eiga þau
að verða það, eiga að læra og þroskast og starfa. En þau
mega ekki halda, að þetta sé alltaf eintóm framför. Þau
missa stundum ótrúlega mikið, um leið og þau læra og eign-
ast annað.
Lítil börn eru að sumu leyti miklu vitrari en fullorðið
fólk. Þau kunna að horfa á þessa undursamlegu veröld
opnum og spurulum augum. Þau langar til að vita allt og
skilja allt. Þau eru alvörugefin og hugsandi, þau kunna að
undrast margt og dást að mörgu, sem öðrum finnst vera
hversdagslegt, þau eru heil í gleði sinni og heil í sorg sinni.
Þegar þau stækka, fara þau að herma eftir fullorðna fólk-
inu og eldri krökkum, fara að verða hégómleg, finnst það
dásamlega verða ómerkilegt og það ómerkilega mikils virði.
Þau fara að harka af sér, og síðan kemur smárn saman skel
utan á þau, svo að tilfinningarnar sljóvgast. Þau halda að
vísu áfram að vera barnáleg, einföld og óþroskuð að sumu
leyti, en þau hætta að vera barnsleg. Og það er mikill mun-
ur á þessu. Fullorðna fólkinu hefur gengið illa að skilja,