Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 33
23
vestur-kjálkanum var í harðara lagi, en orðaval vart sér-
kennilegt. Þó spurði Hannes bóndi oltkur, er hann heyrði,
að við ætluðum að leggja á Hornstrandir, hvort við værum
„færir“. Okkur varð brátt Ijóst, að hann átti við, hvort
okkur sundlaði í björgum. Við þurftum seinna á leið okkar
mjög á því að halda að vera „færir“ í klettum. Ferðafélagi
minn reyndist svo í bezta lagi, en ég miður. Eitt heilræðí
gaf húsbóndinn okkur: „Þið megið aldrei drekka vatn
meðan þið gangið“.
Um hádegisbil kvöddum við svo þetta elskulega fólk,
sem æ verður mér minnisstætt og lögðum upp í okkar ævin-
týri á gönguför, áleiðis að Horni.
Fyrsti spotti áfangans er Tröllaskarð, fjallvegur yfir í
Fljótin. „Vegur“ er reyndar enginn — ekki einu sinni götu-
slóðar, en gengið eftir korti. Spottakorn fyrir ofan Látur
hittum við þreytulega og slitna konu, sem var að huga
að ám og hirti um leið hagalagða, sem fyrir féllu. Hún var
eina manneskjan, sem við mættum milli byggða á 5 daga
göngu um Hornstrandir, enda er þetta fáfarin leið. Gang-
an sóttist frekar seint upp í skarðið, enda er það allhátt,
og lágu eggin og ábristirnar þungt í maganum. ITtsýni
þaðan var vítt og fagurt — Aðalvík í vestur, en Fljót-
in í norður. Það sá líka ofan í Rekavík bak Látur, en
þar á heima vörður Straumnesvitans. Leiðin ofan Trölla-
skarð að norðanverðu er brött og klettótt, og fannst okkur
sem fljótt færi að reyna á, hvort við værum „færir“. I
urðinni undan skarðinn gengum við fram á munna að tóu-
greni. Ræflar voru þar af fugli og lambskrokk, sem skolli
hefur gætt sér á.
Fljótin eru þröngur fjalladalur með löngu stöðuvatni og
víðáttumiklum votengjum. Einn bær sást í fjarska — Atla-
staðir. Leið okkar lá efst um þessa unaðslegu sveit. Sil-
ungur er í vötnum, en störin kvað verða svo hávaxin, að
tekur manni í mitt læri.