Unga Ísland - 01.12.1947, Side 34
24
Svarta þoka var framundan á þeirri leið, sem við ætluð-
um okkur upp úr Fljótum, svo að við breyttum til. Okkur
kom ásamt að fara svo nefnt Fijótsskarð, því að þar var nú
bjart. Við tókum okkur góða hvíld áður en lagt skyldi enn
á fjaligarð, og elduðum kókó. Félagi minn hallaði sér út af
og fékk sér fuglsblund, þó að á staksteinóttum mel væri —
og koddi hans steinn. Lögðum við svo á hann langan og
strangan. Fljótsskarð er 441 m hátt.
Miklar fannbreiður voru í þessu fjallaskarði, enda þurfti
hér og hvar á leið okkar að ganga á fönnum. Það er þreyt-
andi að ganga í mjúkum og votum sumarsnjó. Það sekkur
í við hvert spor; svo er snjórinn íullkaldur við fæturna og
vætan vill smjúga gegnum göngustígvélin. Hins vegar vor-
um við stundum fegnir að komast úr stórgrýttri urð á
slétta skafla.
Vegna þess, að við þurftum að gera lykkju á leið okkar,
komum við efst í Hesteyrarfjörð. En þaðan er svo farið
Kjaransvíkurskarð norður á bóginn. En það var ekki
hlaupið að því fyrir ókunnuga að finna skarðið, því að
nú var skollin á svarta þoka, líka þarna, og allt á kafi í
snjó. Við sáum á kortinu, að leiðin átti að vera vörðuð.
Það hvessti, gerði kalsarigningu og dimmviðri. Ekki fund-
um við skarðið við fyrstu atrennu — gengum þvert á varð-
aða leið, en vörðurnar sáust ekki vegna þokumökksins. Við
námum staðar, bárum saman ráð okkar, hvíldum okkur
stundarkorn á kletti, sem stóð upp úr fönninni, fengum
okkur rúsínur, og félagi minn spilaði lag á munnhörpuna,
sem er hentugt hljóðfæri á svona ferðalagi!
Allt í einu rofaði í fjallið og nægði það til þess að við
náðum í vörður og áttina í skarðið. Eftir andartak var
sama dimman skollin á aftur, en við kærðum okkur þá
kollótta. Þetta var okkar fyrsta, en ekki síðasta kynning af
Hornstrandaþokunni, sem gerir ferðamönnum margan
grikk.