Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 36
26
sáum við annars staðar kisu á Hornströndum. Mýs eru
veiddar í gildrur.
Húsmæðurnar sögðu okkur um nóttina, að póstur færi
að Horni. Við hugðum gott til samfylgdar, því að svarta-
þoka var á fjöllum, þó að bjart væri í byggð,,en varasöm
leið framundan. Konurnar buðu að láta póstinn staldra við
okkar vegna, ef þess þyrfti með, en annars stóð til, að
hann færi í rauðabítið. — Lítil heyskapai-jörð virðist þetta
vera. En karlmenn stunda sjó á vorin í Hornvík.
Við fengum hinn bezta viðurgerning á Búðum. Húsmæð-
urnar sýndu okkur mikla gestrisni. Eftir góðan snæðing
næsta morgun, laugardag 7. júlí, var haldið af stað með
póstinum, 17 ára pilti, áleiðis til Hornvíkur. Hann var
gangandi eins og við, enda er vart hægt að kotna við hrossi
þessa leið. Ekki þyngdi póstflutningurinn. Það voru fáein
sendibréf og blaðabögglar í tösku. Á töskunni var látúns-
skjöldur með kórónu og póstlúðri. Pósturinn hafði um öxl
sér lúður á gamla vísu og blés til brottfarar, er heimamenn
höfðu safnazt saman á lilaðinu. Þótti honum sem von var
nokkur upphefð að þessu embættisverki.
Nú tók við merkileg leið, en erfið, að ganga up]3 Skála-
kamb, sem er snarbratt fjall, 339 m hátt. Mátti heita, að
væri sem að hafa sig upp brattan stiga, en þó voru þarna
götusneiðingar — einu ruddu göturnar, sem við gengum á
Hornströndum. Uppi á fjallinu var kafþykk þoka, en þó
sást glóra í Hælavíkina. Mest var gengið á fönnum, og
leiðin var vörðuð að Atlaskarði, þar sem leið liggur niður
í Rekavík bak Höfn, en þangað var ferðinni heitið í þessum
áfanga. Við hrepptum versta veður í skarðinu, storm og
regn í íangið, en stillti, þegar niður kom. Þrátt fvrir veðrið,
tókst póstinum að halda lifandi í tóbakspípu sinni mest-
alla leiðina.
Blautir og hrollkaldir gengum við í hlað í Rekavík bak
Höfn. Ekki var drepið að dyrum, en pósturinn, sem fór